Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2011, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2011, Page 11
Fréttir 11Miðvikudagur 14. desember 2011 T veir stjörnulögmenn aðstoða Egil Einarsson við að verjast kæru átján ára stúlku sem sak- aði hann og kærustu hans um nauðgun. Verjandi hans heit- ir Helgi Sigurðsson en hann starfar á sömu stofu og Brynjar Níelsson sem veitir ráðgjöf í málinu. Brynjar stað- festi þetta í samtali við DV þar sem hann sagði að leitað hefði verið til sín vegna málsins. „Ég hef aðeins komið að þessu máli, já, þar sem það hefur verið leitað til mín varðandi ráðgjöf. Ég er kannski vanari í þessum málum en flestir aðrir. Ég var bara í útlöndum þegar þetta kom upp og Helgi er form- lega með hann ennþá, hvað sem síðar kann að verða,“ segir Brynjar. Reyndir menn Ljóst er að Egill leggur allt undir þeg- ar kemur að því að verjast kærunni en samkvæmt heimildum DV kost- ar hver klukkutími hjá lögmanni um 20–25 þúsund krónur auk þess sem það heyrir til undantekninga að tveir lögmenn komi að sama málinu. Þeir Helgi og Brynjar starfa báðir á lög- mannsstofunni Lagastoð og eru báðir afar reyndir lögmenn. Brynjar er formaður Lögmanna- félags Íslands. Líkt og hann bendir sjálfur á eru fáir sem eru eins vanir að verja meinta kynferðisbrotamenn og hann. Í gegnum tíðina hefur hann oft sinnt málum sem hafa verið umdeild og mikið í umræðunni. Brynjar var til dæmis verjandi Guðmundar Jóns- sonar, sem oftast er kenndur við Byrg- ið, og nýlega tók hann að sér að gæta hagsmuna Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum svo dæmi séu tekin. Helgi var hins vegar yfirlögfræðing- ur Kaupþings um árabil. Áður en hann lét af störfum þar var greint frá því að hann hefði fengið 450 milljónir króna að láni og seinna veitt stjórn bankans lögfræðiálit um að henni væri heimilt samkvæmt lögum að fella niður pers- ónulegar ábyrgðir starfsmanna. Tekjur Egils Það er því ljóst að Egill er kominn í hendur manna sem kunna sitt fag og víst er að það mun kosta skildinginn. Egill mun þurfa að standa straum af þeim kostnaði sjálfur þar sem enginn sem stendur að útgáfu á efni frá hon- um styður hann fjárhagslega í þessu máli. Eins og Ari Edwald, forstjóri 365, segir er „… þetta auðvitað leiðin- legt mál en þetta er eitthvað sem hann stendur í á eigin vegum og sínum for- sendum og verður að ráða fram úr sjálfur. Það er okkur þannig séð óvið- komandi.“ Egill stendur líklega undir þessu fjárhagslega þar sem hreinn hagnaður félagsins Fjarþjálfun ehf. var 3,7 millj- ónir króna á árinu 2010 og 4,9 millj- ónir árið 2009. Á síðustu tveimur árum greiddi hann sér arð upp á rúmar þrjár milljónir króna úr félaginu. Þar að auki var hann með 420 þúsund krónur í mánaðarlaun samkvæmt tekjublaði DV. Hann starfar sem einkaþjálfari í Sporthúsinu og gaf út þriðju bókina fyrir jólin en fyrri bækur hans seldust í á sjötta þúsund eintökum. Auk þess var sjónvarpsþáttasería eftir bókinni Mannasiðir sýnd á Stöð 2. Þá var hann einnig meðhönnuður og andlit síma- skráarinnar, þar sem hann lyfti fim- leikastúlkum og setti sérstaka heiðurs- menn á stall. Enn er þó óvíst hvort málið fari fyrir dóm og því ófyrirséð hversu háa upp- hæð þarf að greiða lögfræðingum. Stúlkan kærð Daginn eftir að stúlkan lagði fram formlega kæru sendi Egill frá sér yfir- lýsingu þar sem hann sagði það refsi- vert að saka fólk ranglega um lögbrot. Það væri jafnframt refsivert að hafa samband við handrukkara í þeim til- gangi að kúga fé út úr fólki. Þær ásak- anir sem á hann væru bornar væru fráleitar. Hann hefði því falið lögmanni sínum að kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að sú kæra sé enn í burðarliðnum. „Hann hafði orð á því og ég veit ekki betur en að þetta sé á leiðinni en þetta er ekki komið,“ segir Björgvin. „Það er þá bara nýtt mál sem er rannsakað sérstak- lega.“ Björgvin segir að það sé ekki eins- dæmi að menn sem eru kærðir fyrir kynferðisbrot kæri á móti fyrir rangar sakargiftir. „Þetta kemur reglulega upp en það er ekki mikið um þetta.“ Sveinn Andri til varnar Í kjölfarið kom einn af heiðurs- mönnum Egils í Símaskránni, Sveinn Andri Sveinsson hæsta- réttarlögmaður, Agli til varnar og sagði: „Femínistar hata Egil Gilz. Móðir stúlkunnar sem kærði viku eftir atvikið er í þeim hópi og áhrifamaður í VG. Tilviljun? Kannski. Ég hef aldrei verið trúaður á tilvilj- anir.“ Seinna sagði hann í samtali við bleikt.is: „Ég hef veitt því athygli að ummælin í garð Gillz eru óvenju rætin og hvöss. Ádeilurnar frá fem- ínistum og nokk- urra innan VG eru mjög samhljóma og því spyr maður sig hvort hér sé um tilviljun að ræða? Þetta eru það skipulögð tilþrif að mað- ur leggur bara saman tvo og tvo.“ Lögmaður stúlkunnar greindi hins vegar frá því að móðir hennar væri ekki í flokknum. Vísaði hann því einnig á bug að stúlkan hefði sent handrukk- ara á Egil eða reynt að kúga út úr hon- um fé og sagði það af og frá að nokkuð slíkt hafi átt sér stað á vegum þessarar stúlku. Fyrirspurn markaðsráðgjafa Fleiri komu Agli til varnar. Þeirra á meðal var Ásgeir Davíðsson, oft- ast kenndur við Goldfinger, en hann sendi baráttukveðjur á Facebook. „Eg- ill minn megi styrkur þinn og konunn- ar sýna að þú komir sterkari frá þess- um Nornaveiðum.“ Fleiri hafa sent honum kveðjur á opinberri Facebook-síðu Gillz undan- farna daga. Ein segist rosalega sorg- mædd út af þessu bulli um hann, hún styðji hann í gegnum súrt og sætt og setji klærnar í ljóta fólkið. „Guð, hvað margir eru öfundsjúkir í þessu landi.“ Aðrir láta sér ekki nægja að senda honum stuðningsyfirlýsingu á netinu. Kristján Óli Sigurðsson, mark- aðsráðgjafi hjá 365, sendi blaðamanni DV þessa fyrirspurn: „Hvenær ætlar þú að birta nafnið á stúlkunni sem er að kæra Gillz?“ Aðspurður hvort hon- um þætti ástæða til þess svaraði hann því til að það væri jafn mikil ástæða til að birta nafn hennar og hans: „Þar sem búið er að kæra hana fyrir rangar sakargiftir og við því liggur jafn mikil refsing eins og kæran sem hún leggur fram.“ Einkaframtak starfsmanns Þar sem Kristján Óli tengir sig nafni 365 var Ari Edwald spurður að því hvort þetta væri afstaða fyrirtækisins. Þegar DV ræddi við Ara þvertók hann fyrir að fyrirspurn markaðsráðgjafans hefði nokkuð með fyrirtækið að gera og kom reyndar af fjöllum. „Ég hef ekki vitað af þessu. Þetta er einkaframtak starfs- mannsins og þessi spurning hefur ekk- ert með fyrirtækið að gera. Hann er bara að þessu að eigin frumkvæði. Mér finnst óviðurkvæmilegt að hann sé að senda þessa spurningu í tölvupósti merktum fyrirtækinu sem hann vinnur hjá,“ sagði Ari. Tökum á þáttaröð sem byggð er á Lífsleikni Gillz er nýlokið. Ari hefur lýst því yfir að þáttaröðin skipti engu máli í samhengi hlutanna og að sýningu hennar verði frestað um sinn. „Mér finnst það bara vera algjört auka- atriði í þessu máli hvað við gerum með þessa þætti.“ Myndbirting Pressunnar Eftir að bleikt.is, vefur fyrir drottn- ingar, ræddi við Svein Andra um skoðanir hans á málinu greindi vefurinn frá því að til væru mynd- ir af stúlkunni með parinu. Nokkrum dögum síðar birti Press- an mynd af kærustu Egils og meintu fórnarlambi í málinu að kyssast á skemmtistaðnum Austur. Myndin var tekin sama kvöld og stúlkan fór með þeim heim og sagði Pressan að myndin hefði verið lögð fram sem sönnunargagn í málinu. Pressan baðst afsökunar á myndbirtingunni og fjarlægði fréttina af vefnum. Lögmaður stúlkunnar sagði að myndin hefði enga þýðingu í málinu, sem fjallar ekki um koss á skemmti- stað heldur nauðgun í heimahúsi. Leigubílstjórinn fundinn Eins og fyrr segir stendur rannsókn málsins yfir. Lögreglan leitaði leigu- bílstjóra sem gaf sig fram um helgina en hann keyrði stúlkuna heim með parinu. Samkvæmt heimildum DV greindi stúlkan lögreglunni frá því að áreitnin hefði hafist í leigubíln- um, henni hefði þótt það óþægilegt en látið sem ekkert væri þar sem hún taldi sig vera á leið á Players þar sem hún kæmist í skjól hjá vinkonum sín- um. Hún hefði ítrekað sagt að þang- að vildi hún fara en ferðin hefði engu að síður endað heima hjá Agli. Björgvin sagði að „leigubílstjór- inn varpaði ljósi á ákveðna þætti í málinu“ en vildi þó ekki greina nán- ar frá því. Samkvæmt heimildum DV sagðist leigubílstjórinn ekki hafa heyrt neitt óeðlilegt né séð hvað fram fór í aftursætinu. Rannsókn senn lokið Líkt og fram hefur komið er málið for- gangsmál hjá lögreglunni og Björg- vin segir að rannsóknin sé vonandi á síðasta sprettinum. Málið verði síð- an sent til ákærusviðs lögreglunnar á næstu dögum. „Hvort sem það verð- ur fyrir helgi eða fljótlega eftir það. Þá tekur ákærusviðið hér við, fer yfir málið, vegur það og metur.“ Brynjar segir að þangað til verði „… málið bara að fá að ganga sinn gang og allir að anda með nefinu á meðan.“ Stjörnulögmenn verja egil n Rannsókn málsins á lokastigi n Brynjar Níelsson aðstoðar lögmann Egils n Markaðsráðgjafi kemur til varnar n Ari Edwald segir það óviðurkvæmilegt „Guð, hvað margir eru öfundsjúkir í þessu landi. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Ráðgjafi í málinu Brynjar Níelsson starfar á sömu stofu og Helgi og hefur verið honum innan handar í málinu. Verjandi Egils Helgi Sigurðsson sagðist ekki gefa það upp hverjir væru skjólstæðingar hans þegar DV náði af honum tali. „Leigubílstjórinn varpaði ljósi á ákveðna þætti í málinu. Styðja Egil Geiri vorkenndi Agli og talaði um nornaveiðar, Sveinn Andri lét umdeild ummæli falla á Facebook og Kristján Óli taldi að það ætti að nafngreina stúlkuna. Segist saklaus Egill verst ásökunum af fullum þunga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.