Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1983, Qupperneq 46
44
718 Rekstur flugvalla o.fl.
Auk rekstrar flugvalla, teljast rekstur stöðva til leiðbeiningar,
stjórnar og öryggis i loftsiglingum, flugkennsla o.fl. til þessa númers.
Árið 1978 unnu 174 manns við þennan atvinnurekstur eða 2,2%.
Vinnsluvirói greinarinnar nam 953 m.kr. eða 2,0% af heildarvirðisaukanum.
Á árinu 1978 taldist vergur hagnaóur fyrir skatta sem hlutfall af vergum
tekjum vera 8,8%, en hér er i reynd aðeins um afskriftir að ræóa, þvi
rekstrarhalli er jafnaður með framleiðslustyrkjum.
719 Feróaskrifstofur, skipamiólun, flutningastarfsemi ót.a.
Feróaskrifstofur, skipamiölarar, bátaleiga, sjálfstæóir leiðsögu-
menn fyrir ferðamenn, o.fl. teljast til þessa númers.
Arió 1978 unnu 208 manns við þennan atvinnurekstur eóa 2,7% heildar-
mannafla i samgöngum. Viróisauki þessarar greinar nam 1.797 m.kr. eða
3,8% af heildarvirðisauka. Á árinu 1978 reyndist vergur hagnaóur fyrir
skatta i hlutfalli af vergum tekjum vera -r 1,8% samanborið vió r 0,7%
árið áóur.
720 Geymslustarfsemi
Rekstur sjálfstæðra vörugeymslna þ.á.m. rekstur "tollvörugeymslna",
frystigeymslna þar sem menn leigja frystiklefa, bilageymslna, báta-
geymslna, húsgagnageiTíislna. svc oq önnur sjálfstæð geymslustarfsemi.
1 geymslustarfsemi störfuóu 40 menn eða 0,5% af heildarmannafla i
samgöngum. Virðisaukinn árið 1978 nam 8.678 m.kr. eða 0,5% af heildar-
virðisaukanum. Vergur hagnaóur fyrir skatta sem hlutfall af vergum
tekjum nam á árinu 1978 14,2%.
730 Rekstur Pósts oq sima
Til þessa atvinnugreinanúmers telst allur rekstur fyrirtækisins.
Hins vegar teljast nýframkvæmdir á vegum fyrirtækisins sjálfs til
atvinnugreinar 434, sem er simalagning o.fl.
Árið 1978 voru starfsmenn Pósts og sima 1549 eða 19,8% af heildarmann-
afla i samgöngum. Virðisaukinn nam 8.678 m.kr. eða 18,3% af heildar-
virðisauka samgangna. Vergur hagnaður fyrir skatta sem hlutfall af
vergum tekjum naun 9,1%.
x