Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2013, Blaðsíða 10
10 Fréttir 6.–8. september 2013 Helgarblað V ið viljum flest trúa því að á Ís­ landi sé stöndugt velferðar­ kerfi sem grípi þá sem eru í hvað mestri neyð. Skattarn­ ir okkar renna til alls kyns stofnana sem eiga að sjá til þess að þeir sem verst standa fái þá aðstoð sem þeir þurfa. Kerfið á meðal annars að sjá til þess að allir eigi kost á húsaskjóli og mat. Svo virðist sem sífellt fleira fólk sem þarf á aðstoð þessa öryggisnets að halda, fái ekki þá hjálp sem það þarf. Kerfi en ekki manneskjur „Ég áttaði mig á því að ég var gleymd um leið og ég lokaði á eftir mér,“ segir 59 ára kona í Kópavogi sem er orðin langþreytt á að bíða eftir húsnæðis­ úrræðum hjá Kópavogsbæ. Konan, sem hér verður kölluð Guð­ rún, er óstaðsett í þjóðskrá og býr því tæknilega séð á götunni. Hún hefur fengið inni hjá vinum og vandamönn­ um síðustu mánuði en segir í samtali við DV að henni sé nóg boðið. Guð­ rún er í hópi hundraða einstaklinga sem sóst hafa eftir félagslegri aðstoð í Kópavogi en hafa samkvæmt reglu­ verkinu ekki rétt á henni. Hún er í hópi þeirra fjölmörgu sem félagslega kerfið á Íslandi nær ekki utan um. Guðrún hefur frá upphafi árs með­ al annars átt fundi með Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, Að­ alsteini Sigfússyni, sviðsstjóra vel­ ferðarsviðs, sem og félagsráðgjöfum þar sem hún hefur útskýrt bága stöðu sína. Hennar upplifun er sú að hún sé að tala við kerfi sem erfitt sé að hagga – en ekki manneskjur. Vandi allra sveitarfélaga Fólki sem er í svipaðri stöðu og Guð­ rún fer fjölgandi ef marka má orð Ár­ manns en hann sagði í fréttum RÚV á miðvikudag að sveitarfélagið stæði frammi fyrir miklu vandamáli tengdu háu leiguverði. Sífellt fleiri einstak­ lingar eiga í erfiðleikum með að leigja á almennum leigumarkaði og sjá sér ekkert annað fært en að leita á náðir sveitarfélagsins. Hjálmar Hjálmarsson, bæjar­ fulltrúi Næst besta flokksins, sagði í fréttum RÚV að þetta fólk hefði hvorki efni á að kaupa eða leigja þrátt fyrir tekjur umfram félagsleg mörk. Þá sagði hann að bærinn yrði að bregð­ ast við. Fleiri sveitarfélög virðast eiga við sama vanda að etja en Ármann er þeirrar skoðunar að málið sé af þeirri stærðargráðu að það eigi erindi inn á borð ríkisstjórnarinnar. Mótmælti á bæjarskrifstofu Guðrún sem fjallað var um hér að ofan mótmælti á bæjarskrifstofu Kópavogs á þriðjudag og afhenti Aðal steini Sig­ fússyni, sviðsstjóra velferðarsviðs, bréf þar sem hún benti á að bænum væri skylt að útvega henni bráðabirgðahús­ næði samkvæmt lögum um félagslega þjónustu bæjarfélaga. Guðrún sat sem fastast inni á skrif­ stofunni þar til hún fékk áheyrn Að­ alsteins. Hann bauð henni að fá fund með félagsráðgjafa en hún segist ekki vera tilbúin í að fara annan hring í kerfinu og aftur á byrjunarreit eins og hún orðar það. „Þegar maður byrjar að leita að­ stoðar vonast maður auðvitað til þess að það verði tekið mark á manni. Síð­ ustu mánuði hefur mér hins vegar fundist eins og það sé ekkert mark tekið á mér sem einstaklingi, eða bara manneskju. Það er ekkert á mig hlustað.“ Stoðkerfið hrundi Guðrún hefur starfað sem tónlistar­ kennari allt sitt líf, eða þangað til hún lenti í slysi og fór á örorkubætur. „Þetta var mjög slæmt brot, sem var alls ekki gott fyrir píanó leikara,“ seg­ ir Guðrún og bætir við að í kjölfarið hafi stoðkerfi hennar hrunið „og ég hrundi andlega.“ Veikindi Guðrúnar höfðu alvar­ legar afleiðingar á fjárhag hennar en hún hefur á síðustu árum átt í alvar­ legum fjárhagserfiðleikum. Henni var ráðlagt af starfsmanni lífeyrissjóðs síns að taka út lífeyri sem hún átti inni til að greiða upp skuldir, sem og að byrja að taka út lífeyri sinn mánaðarlega. Það hafði þær afleiðingar að hún komst í skuld við Tryggingastofnun vegna of­ greiðslna sem gerðu það að verkum að örorkubætur hennar ganga nú mánað­ arlega upp í skuld við stofnunina. Með of háar tekjur Guðrún ætti að vera með 270 þúsund krónur á mánuði samanlagt en fær ekki nema um 170 þúsund krónur á mánuði næstu mánuðina og fram á næsta ár á meðan hún borgar skuldina við Tryggingastofnun. Hún segir peninginn engan veginn duga fyrir leigu á almenn­ um leigumarkaði en samkvæmt Leigu­ listanum eru tveggja herbergja íbúðir á höfuðborgarsvæðinu leigðar út á verð­ bilinu 120–170 þúsund króna. Hefur hún þess vegna leitað eftir aðstoð hjá Félagsþjónustu Kópavogs­ bæjar, eða á meðan hún á við þenn­ an tímabundna vanda að stríða. Þar á bæ fær hún þau skilaboð að hún sé með of háar tekjur til þess að fá inni í félagslegum íbúðum bæjarins. Guð­ rún bendir á að þó að greiðslurnar frá Tryggingastofnun gangi beint upp í skuldir við stofnunina séu þær samt sem áður inni í útreikningum félags­ þjónustunnar þegar kemur að því að meta fjárhagsstöðu hennar. Með of fá stig Aðalsteinn Sigfússon vildi ekki tjá Heimilislaus vegna kerfisgalla n Fólkið sem kerfið skilur út undan n Fá hvergi úrlausn Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Á ekki fyrir mat næstu daga“ E instæð móðir sér ekki fram á að eiga fyrir mat handa sér og barninu sínu. Einföld mistök hjá stofnunum sem hafa það hlutverk að aðstoða fólk fjárhagslega geta leitt til þess að fólk stendur í jafn­ vel verri sporum en áður en það fór að þiggja aðstoðina. Stofnanir ríkis­ ins eru oft þungar í vöfum og mikið um skriffinnsku þannig að það getur verið erfitt að sækja rétt sinn fyrir þann sem ekki þekkir alla króka og kima kerfisins. Sagan af Önnu er ný­ legt dæmi um það. Á inni 340 þúsund krónur Einstæð móðir á þrítugsaldri sem búsett er á höfuðborgarsvæðinu sér ekki fram á að eiga fyrir húsaskjóli og mat handa sér og barni sínu næsta mánuðinn. Hún á 340 þúsund krón­ ur inni hjá Vinnumálastofnun og/ eða Reykjavíkurborg vegna klúðurs í tengslum við skráningu skattkorts en stofnanirnar benda hvor á aðra. Konan vill ekki láta nafns síns getið af ótta við að það geti komið niður á barni hennar en hér eftir verður hún kölluð Anna. Þegar hún leitaði til félagsþjónustunnar fékk hún þau svör að hún hefði verið með of miklar tekjur síðasta mánuðinn. Leigusalinn hennar hefur sagt henni að pakka saman og fara. „Hún á engan samastað. Hún á ekki einu sinni fyrir mat næstu daga,“ segir vin­ kona hennar í samtali við DV. Heimilislaus á næstu dögum „Hún er ekki með vinnu, á engan pening og fær engar bætur. Þannig að það lítur út fyrir að hún og barnið verði orðin heimilislaus eftir nokkra daga,“ segir vinkonan. Anna sem er af erlendu bergi brotin er einstæð móðir á þrítugsaldri sem hefur búið á Íslandi í rúm sex ár. Hún var inni í atvinnuátaki hjá Reykjavíkurborg í gegnum Vinnumálastofnun sem lauk nú í sumar. Í kjölfarið á því komst vinkona hennar að því að skattkort Önnu hafði ekki verið skráð inn í kerfi Vinnumálastofnunar. „Mér fannst alltaf skrítið hvað hún fékk lítið útborgað og þarna kom ástæðan í ljós,“ segir vinkonan. Anna fékk því ekki nema hluta af launum sínum allan þann tíma sem hún var að vinna í atvinnuátakinu. Fær engar bætur Anna fékk í ágúst á þessu ári endur­ greiðslu frá skattinum fyrir síðasta ár en þá peninga notaði hún til þess að greiða reikninga og skuldir enda hafði hún átt erfitt með að ná endum saman mánuðina á undan. Hún vissi hins vegar ekki að hún myndi ekki fá greiddar atvinnuleysisbætur frá Vinnumálastofnun nú um mánaða­ mótin þar sem hún hafði ekki skráð sig aftur á bætur. „Hún vissi ekki að hún þyrfti að skrá sig aftur á bætur. Atvinnuátakið var á vegum Vinnumálastofnunar og hún hélt einfaldlega að þegar því lyki myndi hún halda áfram á atvinnu­ leysisbótum, enda er hún ennþá án atvinnu, það segir sig sjálft,“ segir vin­ konan og bendir á að Anna tali ekki íslensku og eigi þar af leiðandi stund­ um erfitt með að skilja hvernig kerfið virki. „Í pínulitlu herbergi“ Vinkona Önnu hefur farið fram á það við Vinnumálastofnun og/eða borgina að fá það endurgreitt sem oftekið var. Hún er ekki ánægð með viðbrögðin. „Það var sama hvern ég talaði við, enginn virtist geta gefið skýrt svar um það hver ætti að borga þetta, allir bentu hver á annan.“ „Ég get ekkert tjáð mig um þetta einstaka mál,“ segir Gissur Péturs­ son, forstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við DV. Hann segir það fara eftir eðli málsins hverju sinni hvort Vinnumálastofnun endurgreiði slíka ofsköttun. Reynt sé að leysa úr vanda skjólstæðinga eftir bestu getu. „Ég er búin að reyna hvað ég get til að hjálpa henni,“ segir vinkona Önnu en þær fóru nýlega saman til félagsþjónustunnar. Þar fengu þær þau skilaboð að þar sem Anna hefði fengið endurgreiðslu frá skattinum í síðasta mánuði ætti hún ekki rétt á neinni aðstoð. „Hún er í einu pínu­ litlu herbergi með barnið sitt og nú vill leigusalinn að hún fari út enda á hún ekki fyrir leigunni.“ Rétt eins og Guðrún lýsir í sinni sögu upplifir vin­ kona Önnu að alls staðar í kerfinu séu lokaðar dyr. „Ég fékk bara nóg og er eiginlega búin að gefast upp. Við rákum okkur á veggi alls staðar.“ n Bréf til bæjarins Guðrún mætti á bæjarskrifstofur Kópavogs á þriðjudaginn og mótmælti því að hún fengi engin hús- næðisúrræði hjá bænum. Aðalsteinn Sig- fússon, sviðsstjóri Velferðarsviðs sést hér taka við bréfi hennar. Mynd: KriStinn MagnúSSon„Ég áttaði mig á því að ég var gleymd um leið og ég lokaði á eftir mér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.