Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2013, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2013, Blaðsíða 48
2 x MEIRA A vítamín en í gulrótum 10 x MEIRA Calsíum en í mjólk 4 x MEIRA trear en í höfrum 4 x MEIRA Potassíum en í bönunum 2 x MEIRA járn en í spínati Sími 555 2122 ~ www.alvoru.is www.moringa.is Þú færð Moringa í eftitöldum verslunum: Lifandi Markaði, Heilsuhúsinu, Heilsutorginu, Víði Garðabæ, Alvöru Heilsuvörum o.. heilsuvörur ehf Moringa hreint magnað ofurfæði Sigríður Önundardóttir tannfræðingur og fjögra barna móðir. Síðastliðið vor heyrði ég fyrst um Moringa plöntuna og ótrúlega eiginleika hennar. Í dag er ég búin að nota Moringa í yfir fjóra mánuði. Moringa hefur gefið mér betra líkamlegt jafnvægi. Strax í upphafi fann ég fyrir aukinni orku og einbeitingu. Ég á auðveldara með að vakna á morgnana og finn fyrir aukinni langvarandi orku, betra úthaldi, heilbrigðara hári, bættri meltingu og minni löngun í sætindi. Moringa er næringarsprengja sem er orðin ómissandi fyrir líkama minn. Moringa er talin vera ein næringarríkasta planta í heimi. Ég nota Moringa í matinn fyrir alla fjölskylduna. Því hika ég ekki við að mæla eindregið með Moringa fyrir alla sem vilja bætta heilsu og aukið líkamlegt jafnvægi. Taktu þá út mynd- bandið! Elskar Ísland n Mads Mikkelsen, einn allra vin- sælasti leikari Danmerkur, er hug- fanginn af Íslandi. Þessu lýsir hann í viðtali við Man, nýtt tímarit sem kom út á fimmtudag. Mads var hér á landi síðast árið 1997 og dvaldi í tvo mánuði. „Ég get í hrein- skilni sagt að ég elskaði að vera á Íslandi,“ segir hann og nefnir náttúru fegurðina og fólkið sem var gestrisið að hans mati. Mads fer með aðalhlutverkið í bandarísku þáttunum Hannibal sem fengið hafa frábæra dóma. Ragnar til Suður-Kóreu n Ragnar Bragason kvikmynda- gerðarmaður er á leiðinni til Suður- Kóreu í október með nýj- ustu kvikmynd sína, Málmhaus, en hún hefur fengið inngöngu á Busan International Film Festi- val (BIFF) sem er ein stærsta og virtasta kvikmyndahátíðin í Asíu. Málmhaus verður einnig sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto en þar er samkeppnin mikil og ekki allir sem komast að. Málmhaus er að mestu tekin undir Eyjafjöllum og segir frá Heru Karlsdóttur, ungri sveitastúlku sem dreymir um að gerast þungarokk- stjarna. Í aðalhlutverk- um eru Þorbjörg Helga Þorgils- dóttir, Ingvar E. Sigurðsson og Halldóra Geirharðs- dóttir. Frægur í Rússlandi n Jón Gnarr, borgarstjóri Reykja- víkur, vekur athygli utan land- steinana eins og fyrri daginn. Nú er hann í forsíðuviðtali við rúss- neska vikublaðið Russian Report- er, klæddur í drag. Stór hluti viðtalsins fer í að ræða réttindi samkynhneigðra á Íslandi og furðar rússneski blaðamaðurinn sig sérstaklega á að borgarstjór- inn taki þátt í Gleðigöngunni. Segir blaðamaðurinn að Reykja- vík sé sennilega sú borg í heiminum sem sé minnst lík Moskvu og minnist sér- staklega á hve saklausir og barnalegir Reykvíkingar séu í saman- burði við Rússa. E lías Jón Sveinsson, faðir Sveins Elíasar, mannsins sem er þekkt- ur fyrir að hafa lagt appel- sínugulri Range Rover- bifreið sinni ólöglega, lýsir í samtali við DV yfir áhyggjum sínum vegna ágangs fólks Youtube-síðu sinni. Elías Jón segir fólk rugla honum saman við soninn, Svein Elías. Á umræddri Youtube-síðu er myndband af Range Rover-jeppanum þar sem Elías Jón er í aðalhlutverki. Hann segist hafa gert myndbandið í vor þegar hann fékk bílinn að láni. „Ég gerði svolítið grín að þessum bíl þegar strákurinn fékk hann og setti lagið Ég á líf und- ir, eins og að lífið felist eingöngu í því að eiga svona bíl. Ég enda síðan á að segja að það hafi auðvitað ekkert með hamingju að gera að aka um á flottum bíl,“ segir Elías Jón um myndbandið. Hann hefur áhyggjur af áreiti fólks í sinn garð. „Ég fæ tölvupóst og verð fyrir aðkasti. Mér er sagt að ég ætti nú að hafa vit fyrir þessum 24 ára gamla dreng,“ segir Elías Jón. „Auðvitað er ég algjörlega andsnúinn því að menn séu að misnota þessi stæði. Ég hef starfað í 15 ár sem geðhjúkrunarfræðingur og veit allt um fötlun og þjáningu. Þess vegna svíður mér að ráðist sé á mig, bæði með tölvupóstum og komment- um,“ segir Sveinn Elías sem segist hafa hvatt soninn til að leggja betur. „Sveinn Elías er afreksmaður Fjöln- is og fyrirmyndarmaður í íþróttum og landsliðsmaður til margra ára. Hann hefur talið þessa hegðun sína létt- væga samanborið við þá tugi manna sem keyra stórhættulegir yfir á rauðu ljósi og valda okkur samborgurum hættu. Þannig hefur hann snúið sig út úr þegar ég hef verið að koma með athugasemdir,“ segir Elías Jón sem telur viðbrögð almennings of hörð. „Eitthvað hefur þetta hreyft við fólki en menn hafa gert voðalega mikið úr þessu máli,“ segir hann að lokum. Föður og syni ruglað saman n Faðir Sveins Elíasar, eiganda Range Rover-bifreiðarinnar, kvartar undan yfirgangi Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 6.–8. septeMBeR 2013 100. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr. Grínmyndband Elías Jón gerði grínmynd- band um Range Rover sonar síns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.