Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2013, Side 27
Fólk 27Mánudagur 23. september 2013
Telur kynjakvóta tilraunarinnar virði
n Edda Hermanns hættir í Gettu betur
Þ
etta er mjög góð tilfinning.
Ég var búin að ákveða í vor
að hætta og ég held að þrjú
ár séu mjög passlegur tími,“
segir Edda Hermannsdóttir,
en hún hættir nú störfum sem spyrill
í Gettu betur eftir þrjú ár á skjánum.
„Það er búið að vera mjög lær-
dómsríkt að byrja sjónvarpsferilinn í
þessum þætti. Þetta fór alveg úr því að
vera mjög stressandi og erfitt yfir í að
vera bara stórkostlega skemmtilegt.“
Eftirmaður Eddu er sjónvarps-
maðurinn góðkunni Björn Bragi
Arnarsson sem undanfarin tvö ár hef-
ur stýrt sjónvarpsþáttunum Týndu
kynslóðinni við góðan orðstír.
„Ég held að það þurfi nú ekki að
gefa honum nein ráð, hann kann öll
trixin í bókinni,“ segir Edda, spurð
hvort hún lumi á einhverjum góðum
ráðum fyrir eftirmann sinn.
„En það væri þá aðallega bara það
að kynnast krökkunum og leyfa þeim
að njóta sín í þættinum.“
Líkt og fjallað hefur verið um
verður kynjakvóti í Gettu betur vor-
in 2015 og 2016 en ákvörðunin var
tekin á fundi stýrihóps keppninnar
fyrir helgi. Edda telur kynjakvóta ekki
fyrsta kost til að rétta af ójafnt kynja-
hlutfall í keppninni en að slíkt sé þó
tilraunarinnar virði.
„Það þarf hins vegar að breyta líka
öllum undirbúningi fyrir keppnina.
Það þarf að ná til skólanna og reyna
að virkja stelpurnar í að taka inntöku-
prófin því maður veit að það er fullt
af klárum stelpum sem fara ekki einu
sinni í inntökuprófin. En það er ágætt
að prófa þetta og sjá hverju þetta skil-
ar þó maður vonist auðvitað til þess
að þetta þurfi ekki til lengri tíma.“
Steinunn Ólína
í fótspor
langömmu
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir,
leikkona, rithöfundur og athafna-
kona, hefur stofnað veftímaritið
Kvennablaðið ásamt vinkonu
sinni, Soffíu Steingrímsdóttur.
Hún fylgir í fótspor langömmu
sinnar, Bríetar Bjarnhéðinsdóttur,
sem stofnaði samnefnt blað árið
1895 og verða efnistökin ekki
ósvipuð. Það hefur lítið breyst í
efnistökum ætluðum konum ef
marka má efni fyrsta tölublaðs
Kvennablaðsins árið 1895 en í því
var fjallað um sálarlíf barna, hús-
ráð og föndur.
„Skorið verði á
sæstrenginn“
Íslendingar búsettir erlendis hafa
stofnað kröfuhópinn Stoppum
Hulla-mismunun á ipetitions.
com. Krafa þeirra er sú að fá að-
gang að þáttunum og þykir þeim
fáránlegt að fólk utan Íslands geti
ekki horft á nýju þættina Hulla
sem sýndir eru á RÚV á fimmtu-
dagskvöldum.
Krafa þeirra er svohljóðandi:
„Þættirnir um Hulla eru auð-
vitað ógeð en við sem búum í út-
löndum eigum að fá að hneyksl-
ast á þeim eins og allir aðrir. Þess
vegna er fáránlegt að fólk utan
Íslands geti ekki horft á Hulla á
netinu.
Við krefjumst þess að Hulli
verði gerður aðgengilegur í út-
löndum. Ef stjórnvöld bregðast
ekki við þessari kröfu strax för-
um við fram á að skorið verði á
sæstrenginn milli Íslands og um-
heimsins. Það hlýtur að teljast
eðlileg og málefnaleg krafa.“
Á förum Edda hefur ekki áhyggjur af
eftirmanni sínum í Gettu betur.
Mynd Eyþór Árnason
Horfðist í augu
við óttann
n Dan Meyer er margfaldur heimsmethafi í sverðagleypingum
É
g var lagður í einelti og strítt
mikið þegar ég var barn. Ég
var alltaf hræddur og lítill í
mér. Að lokum fékk ég nóg
og ákvað breyta lífi mínu. Ég
ákvað að gera eitthvað sem ég var
rosalega hræddur við og komast yfir
ótta minn,“ segir Dan Meyer, sverða-
gleypir og Nóbelsverðlaunahafi, sem
er kominn á ritstjórnarskrifstofu DV
að sýna listir sínar.
Meyer var heiðursgestur á
Heimsmetadegi Ripley‘s sem
haldinn var í Háskólabíói um helgina
þar sem þessi margfaldi heimsmeist-
ari í sverðagleypingum sýndi íslensk-
um áhorfendum stórhættulegar
kúnstir sem tekið hefur mörg ár að
fullkomna.
Ferðast um allan heim
„Ég ákvað að leitast við að læra allt
sem mér þótti ómögulegt og jafnvel
hættulegt, þannig horfðist ég í augu
við óttann,“ segir Dan jafnframt og
bætir við að þessi ævintýralegi við-
snúningur á lífi hans hafi leitt hann á
hinar ótrúlegustu slóðir en hann hef-
ur ferðast um allan heim og skapað
sér nafn sem einn besti sverðagleypir
heims. Árið 2009 tók hann svo þátt í
hinum sívinsæla sjónvarpsþætti
America‘s Got Talent þar sem hann
heillaði áhorfendur upp úr skónum
og komst í 50 manna úrslit fyrir listir
sínar. Ferðalögin hafa verið mörg og
er Meyer vel að sér í tungumálum, en
hann talar til að mynda góða sænsku
og hreint ekki slæma íslensku.
ótrúlegar kúnstir
Árið 1997 uppgötvaði Meyer að að-
eins tólf manns störfuðu sem sverða-
gleypar í heiminum. Hann tók sig því
til og hóf stífar æfingar sem stóðu
yfir í marga klukkutíma á dag auk
þess sem hann rannsakaði sverða-
gleypingar og kynnti sér sögu þessar-
ar fornu sirkuslistar. Sjálfur segir
Meyer að það hafi tekið hann hátt í
13 þúsund misheppnaðar tilraunir
að ná að gleypa sverð úr köldu stáli
og nú gleypir hann sverð sem hafa
allt að 67 sentímetra langt blað. Þá
getur hann einnig gleypt nokkur
sverð í einu auk þess sem hann hef-
ur sett rauðglóandi sverð, hitað upp í
1.500°C af járnsmiði, ofan í kok.
Hlaut nóbelsverðlaun í
læknavísindum
Óhætt er að segja að Meyer hafi helg-
að líf sitt sverðagleypingum því auk
þess að þjálfa sig upp í listinni sjálf-
ur og sýna kúnstirnar um heim allan
hefur hann stundað ýmsar rann-
sóknir þeim tengdum í gegnum tíð-
ina. Árið 2007 tók hann til að mynda
við lg Nóbelsverðlaununum í lækna-
vísindum, bandarískri eftirhermu
af þeim sænsku, í Harvard-háskóla,
fyrir tveggja ára rannsókn sína á af-
leiðingum sverðagleypinga en niður-
stöður rannsóknarinnar birtust í
hinu virta tímariti British Medical
Journal.
Fjölmörg heimsmet
Meyer hefur margoft komist í
Heimsmetabók Guinness og á lista
hjá Ripley‘s Believe It or Not en
alls hefur hann sett sjö heimsmet í
þessari stórhættulegu list. Þeirra á
meðal í að gleypa 15 sverð í einu og
að gleypa sverð á kafi í vatni. Þessi
stórmerkilegi maður hefur sannar-
lega látið til sín taka í heimi sverða-
gleypinga en auk skemmtisýninga og
heimsmeta heldur hann fyrirlestra
um allan heim og kynnir leyndar-
dóma þessarar fjögur þúsund ára
gömlu listar.
Hörn Heiðarsdóttir
blaðamaður skrifar horn@dv.is
ótrúlegt
Dan Meyer sýnir
blaðamönnum DV
kúnstir sínar.
Mynd siGtryGGur ari
Hæfileikaríkur Dan er margfaldur
heimsmetahafi. Mynd siGtryGGur ari
Hefði staðið í
skugga föður síns
„Þótt ég hefði haft einhverja
skáldagáfu hefði verið vonlaust
fyrir mig að gefa út bók, ég hefði
alltaf staðið í skugga föður míns,“
segir Sigríður Halldórsdóttir,
dóttir Halldórs Laxness, í viðtali
við Sunnudagsmogga um lífið á
Gljúfrasteini og það að vera sögu-
persóna í skáldsögu dóttur sinnar,
Auðar Jónsdóttur.