Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 14. október 2013 Mánudagur
Samkeppni á ójöfnum grunni
n Tugir fyrirtækja í eigu bankanna í meira en tvö ár
F
yrirtæki í eigu banka eiga í
samkeppni við önnur fyrirtæki
á markaði á ójöfnum grunni
og skaða þannig markaðinn
og hagsmuni neytenda vegna efna-
hagslegs styrkleika bankans sem
bakhjarls.“ Þetta kemur fram í til-
kynningu sem Félag atvinnurek-
enda sendi frá sér á föstudag. Þar
kemur fram að tugir fyrirtækja hafi
verið í eigu banka í meira en tvö ár.
Þetta kemur fram í svörum Fjármála-
eftirlitsins við fyrirspurn félagsins,
en fyrirspurnin var send þann 12.
september síðastliðinn. Núverandi
löggjöf kveður á um tólf mánaða
eignarhaldstíma banka á fyrirtækj-
um, en eignarhald banka í 68 af 72
fyrirtækjum hefur varað lengur en
tólf mánuði samkvæmt upplýsing-
um Fjármálaeftirlitsins. Af 51 fyrir-
tæki í söluferli eiga bankar 40–100
prósenta eignarhlut, eða ráðandi
eignarhlut í 30 þeirra.
Vegna þessa vill Félag atvinnu-
rekenda breyta lögum um fjár-
málafyrirtæki á þann veg að tíma-
mörk eignarhalds verði sex mánuðir.
Þegar fjármálafyrirtæki sækir svo
um aukinn frest samkvæmt ákvæð-
inu þurfi að birta nafn viðkomandi
fyrirtækis sem fresturinn tekur til og
eignarhluta fjármálafyrirtækisins í
fyrirtækinu. Eins og staðan er núna
eru lengri frestir veittir án þess að
upplýsingar um það séu birtar opin-
berlega.
Félag atvinnurekenda skorar að
lokum á stjórnvöld að bregðast við
þessum vanda enda sé það löngu
tímabært. n
einar@dv.is
Náfrænka Davíðs
sótti um hjá LÍN
n Fékk áminningu sem dregin var til baka n Illugi tekur ákvörðunina
S
tutt er nú í að Illugi
Gunnarsson mennta-
málaráðherra skipi nýjan
framkvæmdastjóra yfir
Lánasjóð íslenskra náms-
manna. Stjórn Lánasjóðs íslenskra
námsmanna er þessa dagana að
fara yfir umsóknir um starf fram-
kvæmdastjórans samkvæmt Sirrý
Hallgrímsdóttur, aðstoðarkonu Ill-
uga Gunnarssonar. „Stjórnin vinnur
nú að tillögum til ráðherra og nýtur
ráðgjafar Hagvangs,“ segir hún.
29 manns sóttu um starfið en um-
sóknarfrestur um það rann út í lok
ágúst síðastliðinn. Að sögn Sirrýjar
mun stjórnin fara yfir umsóknirnar,
vega þær og meta, og gera svo tillögu
um skipun framkvæmdastjórans til
Illuga Gunnarssonar.
Systir Ólafs Barkar
Einn af umsækjendunum um fram-
kvæmdastjórastarfið er náfrænka
Davíðs Oddssonar, Hrafnhildur Ásta
Þorvaldsdóttir, en hún er skrifstofu-
stjóri í umhverfis- og auðlindaráðu-
neytinu. Hrafnhildur var skipuð
skrifstofustjóri í ráðuneytinu á síð-
asta ári, í tíð síðustu ríkisstjórnar.
DV hefur heimildir fyrir því að
áminning sem Hrafnhildur Ásta fékk
í starfi hafi verið dregin til baka fyrr á
árinu. Hrafnhildur Ásta er systir Ólafs
Barkar Þorvaldssonar hæstaréttar-
dómara en ráðning hans í dómara-
starfið var umdeild á sínum tíma og
var talin dæmi um flokkspólitíska
spillingu. Umfjöllun og umræður um
ráðningu hafa komið upp aftur og
aftur síðastliðin tíu ár. Björn Bjarna-
son, þáverandi dómsmálaráðherra
og meðráðherra Davíðs í ríkisstjórn,
skipaði hann sem dómara við réttinn
árið 2003. Hvað svo sem segja má um
ráðningu Ólafs Barkar þá hefur ekki
annað heyrst en að hann þyki standa
sig ágætlega sem dómari.
Flokkspólitísk tengsl
Illugi Gunnarsson er fyrrverandi
aðstoðarmaður Davíðs Oddsson-
ar frá þeim tíma þegar hann var for-
sætisráðherra. Fyrr á árinu skipaði
hann Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi
forstjóra Fjármálaeftirlitsins og
fyrrverandi stjórnarmann í Sam-
bandi ungra sjálfstæðismanna, sem
stjórnar formann LÍN. Á það var bent
á heimasíðu RÚV þegar Jónas Fr. var
ráðinn sem stjórnarformaður að allir
þrír stjórnarmennirnir sem tilnefnd-
ir væru af ráðuneyti Illuga Gunnars-
sonar hefðu flokkspólitísk tengsl
við Sjálfstæðisflokkinn. Hinir tveir
stjórnarmennirnir eru Eyrún Ingi-
björg Sigþórsdóttir og Katrín Helga
Hallgrímsdóttir lögmaður en þær
hafi eining unnið á vegum Sjálf-
stæðisflokksins – sú fyrrnefnda er
varaþingmaður flokksins og sú síð-
arnefnda situr í stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd hans.
Illugi skipar í starfið
Líkt og áður segir mun ráðningin á
framkvæmdastjóranum fara þannig
fram að Capacent mun senda niður-
stöður úr ráðningarferlinu til stjórn-
ar LÍN, að sögn Sirrýjar. Stjórnin
mun svo fara yfir tillögur Capacent
og koma með tillögur um væntan-
legan framkvæmdastjóra til Illuga
Gunnarssonar. Í lögum um LÍN seg-
ir um þetta: „Menntamálaráðherra
skipar framkvæmdastjóra til fimm
ára í senn að fengnum tillögum
sjóðsstjórnar. Framkvæmdastjóri
ræður annað starfsfólk.“
Áminning dregin til baka
Sem fyrr segir hefur DV heim-
ildir fyrir því að áminning sem
Hrafnhildur Ásta fékk í starfi sínu
hafi fyrr á árinu verið dregin til
baka. Áminningin var vegna sam-
starfsörðugleika við annan starfs-
mann ráðuneytisins sem sagður
er hafa verið mikið í veikindafríi.
DV hefur tvær sjálfstæðar heimild-
ir fyrir því að Hrafnhildur Ásta hafi
fengið áminninguna en umhverfis-
og auðlindaráðuneytið neitar að tjá
sig um málið. „Vísa til fyrirspurn-
ar þinnar fyrr í dag. Ráðuneytið
getur ekki tjáð sig um mál einstakra
starfsmanna, sbr. 7. gr. upplýs-
ingalaga nr. 140/2012,“ segir í svari
Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur,
uppplýsingafulltrúa ráðuneytisins,
við fyrirspurn DV.
DV hefur heimildir fyrir því að
lögmaður Hrafnhildar Ástu í mál-
inu – að fá áminninguna dregna til
baka – hafi verið Jón Steinar Gunn-
laugsson, fyrrverandi hæstaréttar-
dómari og aldavinur Davíðs Odds-
sonar.“ n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Stjórnin
vinnur
nú að tillögum
til ráðherra og
nýtur ráðgjafar
Hagvangs
Sótti um Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir
sótti um starf framkvæmdastjóra LÍN
ásamt tæplega 30 öðrum.
Skipar í starfið Illugi Gunnarsson skipar
í starfið en hann var aðstoðarmaður Davíðs
Oddssonar til margra ára. Mynd SIgTryggur ArI
Vilja breytingar Félag atvinnurekenda
vill að lögum verði breytt á þann veg að
tímamörk eignarhalds verði sex mánuðir.
Mikilvæg
aðstoð til
innflytjenda
Mannréttindaskrifstofa Reykja-
víkurborgar hefur um nokkurra
ára skeið veitt innflytjendum ráð-
gjöf og upplýsingar um þjónustu
borgarinnar en hægt er að sækja
þjónustuna í þjónustuver á Höfða-
torgi. Reynslan af verkefninu sýnir
að þörfin fyrir aðstoðina er brýn,
en hægt er að sækja þangað upp-
lýsingar um þjónustu við fjöl-
skyldur, atvinnumál, dvalarleyfi,
ríkisborgararéttindi og réttindi og
skyldur í íslensku samfélagi. Ráð-
gjöfin er ókeypis og starfsmenn
eru bundnir trúnaði, en bæta á við
ráðgjafardegi í Borgarbóksafninu
við Tryggvagötu á fimmtudögum
í vetur.
Reykjavíkurborg bendir á að
ráðgjafarnir sem veiti þessa þjón-
ustu séu sjálfir innflytjendur og
tali ensku, pólsku, filippseysku, lit-
háísku og rússnesku. Boðið er upp
á þjónustu túlks ef fyrirspyrjandi
talar önnur tungumál.
Vilja auka
notkun fána
Tíu þingmenn Framsóknarflokks-
ins hafa lagt fram frumvarp um
breytingu á fánalögum, þar sem
lagt er til að heimilt verði að hafa
fána að húni allan sólarhringinn
frá 15. maí til 15. ágúst.
Samkvæmt núgildandi reglum
má ekki draga fána að húni fyrr en
klukkan sjö að morgni, en hann
má ekki vera uppi lengur en til
sólarlags, og aldrei lengur en til
miðnættis.
Markmið breytinganna er að
auka almenna notkun íslenska
fánans.