Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2013, Blaðsíða 19
Menning 19Mánudagur 14. október 2013
Erró í Hafnar-
húsinu
Sýning á nýjum verkum Errós var
opnuð í Hafnarhúsinu á laugar
daginn. Verkin á sýningunni,
Heimurinn í dag, eru gerð á ellefu
ára tímabili og sýna nýjan kafla
í listsköpun Errós þar sem hann
skapar sína eigin myndrænu ver
öld með nýjum efnistökum og
myndefni. Hann notar fjölbreytt
efni, aðferðir og tækni við list
sköpun sína en verkin eru sam
klippimyndir, vatnslitamyndir,
smeltiverk, málverk og yfirmálað
stafrænt prent á striga.
Erró heldur áfram að gera til
raunir með efni og aðferðir. Á
síðastliðnum árum hefur hann í
auknum mæli unnið með stafræn
prent af ólíkum stærðum þar sem
hann kannar nýjar leiðir við að
endurnýja málverkið. Samhliða
þessu heldur Erró áfram að þróa
eða endurskoða myndbyggingu
verka sinna.
Ljáðu okkur
eyra
Tónleikaröðin Ljáðu okkur eyra
verður haldin fimmta veturinn
í röð en á henni er boðið upp á
hádegistónleika í Fríkirkjunni í
Reykjavík. Það var píanóleikar
inn og hljómsveitarstjórinn Gerrit
Schuil sem stofnaði þessa tón
leikaröð haustið 2009 og hefur
hann alla tíð síðan verið listrænn
stjórnandi tónleikanna.
Á tónleikum haustsins koma
fram margir fremstu tónlistar
menn Íslendinga og hvern mið
vikudag til 4. desember verður
sungið og spilað um hádegisbil
í Fríkirkjunni. Í þetta sinn
eru gestirnir þau Hulda Björk
Garðarsdóttir, Kolbeinn Ketilsson,
Elsa Waage, Sigríður Ósk Krist
jánsdóttir, Ágúst Ólafsson, Hlín
Pétursdóttir, Lilja Guðmundsdótt
ir og Eyjólfur Eyjólfsson.
Fyrstu tónleikar vetrarins hefj
ast miðvikudaginn 16. október, kl.
12.15.
Málverka-
sýning Söru
Sara Sigurðardóttir er tvítug stúlka
sem stundar nám við Myndlista
skólann í Reykjavík. Ung að aldri
vakti hún athygli fyrir myndlist
arhæfileika sína og núna hefur
hún opnað málverkasýningu á
annarri hæð Iðuhússins með verk
um eftir sig. Sýningin mun vera
aðgengileg gestum og gangandi út
október. Sara ferðaðist um landið
og sótti sér innblástur í náttúruna.
Helsta viðgangsefni verka hennar
sem verða á sýningu eru tengsl
mannsins og náttúrunnar. Sara
heldur úti vefsíðunni sarasig.
weebly.com þar sem hægt er að
skoða verk hennar.
Vel kryddaður hrærigrautur
n Beyond: Two Souls er virkilega flottur leikur með góðri graffík
B
eyond: Two Souls er leik
ur sem margir hafa beðið
með nokkurri eftirvæntingu,
enda kemur hann frá Qu
antic Dream, sama fyrirtæki og færði
tölvuleikjaáhugamönnum hinn mjög
svo athyglisverða Heavy Rain árið
2010 sem fékk lofsamlega dóma.
Í Beyond: Two Souls ertu í hlut
verki ungrar stúlku, Jodie Holmes að
nafni, sem býr yfir yfirnáttúrulegum
kröftum. Bandaríska leyniþjónustan,
CIA, fær veður af þessari náðargáfu
Jodie og slæst hún í lið með CIA í bar
áttunni gegn glæpum og spillingu um
víða veröld. En ekki er allt sem sýnist
og brátt snýst líf hennar upp í baráttu
um að komast af.
Með Beyond: Two Souls virðist
Quantic Dream hafa ætlað að byggja
á þeirri sigurformúlu sem gerði Heavy
Rain svo góðan – leikurinn fékk fjórar
og hálfa stjörnu hjá gagnrýnanda DV
á sínum tíma. Þó svo að þetta sé í eðli
sínu hasarleikur er hann hádrama
tískur á köflum. Líkt og Heavy Rain er
Beyond: Two Souls víxlverkandi leik
ur (e. interactive). Þetta þýðir að þær
ákvarðanir sem þú tekur hverju sinni
hafa áhrif á leikinn og hvernig hann
spilast.
Quantic Dream fór þá leið að
þessu sinni að fá þekkta Hollywood
leikara til að leika aðalsögupersón
urnar. Jodie Holmes er leikin af Ellen
Page og Willem Dafoe leikur geðlækn
inn sem Ellen kynnist ung að árum.
Þetta gefur leiknum ákveðið krydd og
á köflum er engu líkara en maður sé
staddur í bíómynd.
En Beyond: Two Souls er ekki
sterkari en veikasti hlekkurinn. Sögu
þráður leiksins er á köflum algjör
hrærigrautur og langdreginn. Hann
flakkar fram og til baka í tíma og
stundum þarf maður að hafa sig allan
við að átta sig á hvað er að gerast. Þá
er spilunin nokkuð einhæf og lendir
Jodie oft í svipuðum aðstæðum sem
verður þreytt til lengdar.
Þrátt fyrir þessa galla er Beyond:
Two Souls virkilega flottur leikur með
góðri grafík. Þá eru aðalpersónurn
ar, sem Ellen Page og Willem Dafoe
túlka, trúverðugar. Þegar allt kemur
til alls er Beyond: Two Souls hinn
þokkalegasti leikur, en samt langt því
frá gallalaus. n
Tölvuleikur
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Beyond: Two Souls
Upplýsingar: Ævintýraleikur
Framleiðandi: Quantic Dream
Spilast á: PS3 Flott grafík Ellen Page og Willem Dafoe
fara með aðalhlutverkin í leiknum.
Fór í karókí
í New York
n Lára Rúnarsdóttir tók dúett með Agnesi úr hljómsveitinni Sykur
V
ið vorum að spila á tón
leikum í þeim tilgangi
að kynna íslenska tón
list í New York, við og
krakkarnir í Sykur og
Snorri Helgason,“ segir söngkonan
Lára Rúnarsdóttir í samtali við
DV en hún segist hafa átt afmæli í
ferðinni og meðal annars hálf týnst í
Stóra eplinu. Hún segir viðburðinn,
sem hét Reykjavík Calling, hafa ver
ið lið í því að koma íslensku tónlist
arfólki á framfæri erlendis og að Ís
landsstofa hafi einnig komið að
samstarfinu. „Það var haft samband
við okkur og við beðin um að koma
og taka þátt í þessum viðburði, Filt
er Magazine sá um að velja böndin,“
segir Lára sem gaf út fjórðu breið
skífuna sína Móment í sumar.
Mikill áhugi fyrir Íslandi
Að sögn Láru er áhuginn fyrir Ís
landi mikill vestanhafs. Fjölmargir
aðdáendur lands og þjóðar væru
meðal áheyrenda og stemningin
gríðarleg. „Maður fann það sér
staklega þetta kvöld. Fólk sagði
mjög stolt frá því þegar Sykur spurði
hverjir hefðu komið til Íslands, þá
voru undarlega margir sem réttu
upp hendi og sögðust hafa kom
ið hingað. Það er greinilega sterk
tenging við landið og fólk sýnir því
mikinn áhuga,“ segir Lára.
Hápunktur ferðarinnar
Íslenski hópurinn lenti að sögn
Láru í skemmtilegu ævintýri á af
mælisdeginum hennar. „Þetta var
eiginlega hápunktur ferðarinnar,
við týndumst og enduðum á dúb
íus neðanjarðarkarókíbar,“ seg
ir Lára og skellir upp úr. Hún seg
ir hópinn hafa slegið þessu upp í
grín og ákveðið að taka nokkur lög
í viðurvist nokkurra hræðna sem
voru staddir á barnum. „Það sungu
allir nokkur lög, nokkra dúetta og
gamalt næntís rapp. Ég og Agnes í
Sykur tókum dúettinn Turn Around
saman,“ segir Lára sem segist hafa
verið búin á því þegar hún kom
heim aftur til Íslands. „Mér finnst
New York æðisleg borg, rosalega
mikil orka og fínt í fimm daga en ég
efast um að ég gæti búið þarna.“
Á bandarískum markaði
Breiðskífa Láru, Móment, er sem
fyrr segir nýútkomin og stefnir Lára
á að kynna hana á erlendri grundu.
„Við höfum unnið með fyrirtæki
þarna úti og erum að fylgja plöt
unni eftir á bandarískum markaði,“
segir Lára. Hún sagðist þó ekki enn
vita hvernig viðtökurnar hafi al
mennt verið á plötunni en að áhugi
tónleikagesta hafi ekki farið á milli
mála.
Verður á Airwaves
Nú fer að líða að fjölsóttustu og
stærstu tónlistarhátíðinni á Íslandi
frá upphafi, Iceland Airwaves. Fjöl
margir ferðamenn streyma að utan
til landsins eingöngu til þess að
upplifa íslenska tónlistarmenn
ingu í hjarta miðborgarinnar. Lára
ætlar að sjálfsögðu ekki að láta sig
vanta. „Ég verð á Gauknum á mið
vikudaginn,“ segir söngkonan að
lokum. n
Svala Magnea Georgsdóttir
blaðamaður skrifar svala@dv.is
„Þetta var eigin-
lega hápunktur
ferðarinnar, við týndumst
og enduðum á dúbíus
neðanjarðarkarókíbar.
Á Airwaves Lára leggur mikið upp úr
glæsilegum klæðum og nýstárlegum hár-
greiðslum á setti.
Lára Rúnars „Það sungu allir nokkur lög, nokkra dúetta og gamalt næntís rapp. Ég og
Agnes í Sykur tókum dúettinn Turn Around saman,“ segir Lára.