Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2013, Blaðsíða 10
10 Fréttir 14. október 2013 Mánudagur
Offitusjúklingur gerðist einkaþjálfari
n Stúlka rak hann af skemmtistað því henni fannst hann ógeðslegur
M
ike Waudby hafði þróað með
sér þunglyndi vegna þyngd
ar sinnar. Hann var 210 kíló
og hafði reynt að svipta sig
lífi. En svo breytti hann lifnaðar
háttum sínum. Á átján mánuð
um missti hann meira en helming
líkams þyngdar sinnar, eða heil 114
kíló. Í dag ber hann viðurnefnið Mr.
Muscles.
Waudby reynir nú að forða öðrum
frá því að hljóta sömu örlög og hann;
að gera tilraun til sjálfsvígs vegna
offitu. „Þegar ég var 21 árs var ég 140
kíló. Ég fór stundum út að skemmta
mér en eitt kvöldið kom stúlka upp
að mér og bað mig að yfirgefa stað
inn sem við vorum á. Ég spurði hana
hvers vegna og hún svaraði því til að
hún og vinum hennar fyndist ég við
bjóðslegur. Þetta var í síðasta sinn
sem ég fór út fyrir hússins dyr – ef
ferðir til lækna eru frátaldar.“
Hann eyddi nokkrum árum
ævi sinnar lokaður af í herbergi
sínu; drakk áfengi og vafraði um
internetið. Dag einn, þegar hann
var að hlusta á Guns N‘ Roses, greip
hann til þess örþrifaráðs að hella í
sig tveimur viskíflöskum, drekka átta
bjóra og taka eins margar verkja
töflur og hann fann. „Ég man að ég
vaknaði upp án verkja en fullur við
bjóðs á sjálfum mér,“ segir hann við
Daily Mail.
Í kjölfarið ákvað hann að snúa við
blaðinu. Hann pantaði sér svokall
aða skíðavél, setti hana upp í her
berginu sínu, og byrjaði að hreyfa
sig. Hann gafst ekki upp og missti 114
kíló á einu og hálfu ári mánuðum. Í
kjölfarið fór hann í svuntuaðgerð auk
þess sem húð af upphandleggsvöðv
unum var fjarlægð. Hann hélt áfram
í ræktinni og er í dag orðinn lærð
ur einkaþjálfari. Hann eignaðist líka
kærustu. „Þyngdartapið breytti ekki
lífi mínu. Það beinlínis gaf mér líf.“ n
baldur@dv.is
Birtu
nektar mynd
á Facebook
Tvær sænskar stúlkur, 18 og 20
ára, hafa verið dæmdar til sam
félagsþjónustu og sektar fyrir
hrekk á Facebook sem fór langt
yfir strikið. Stúlkurnar fóru inn
á Facebookaðgang sautján
ára stúlku og birtu þar nektar
mynd af henni sem tvö þúsund
vinir hennar gátu séð. Að því
loknu breyttu þær lykilorðinu
að síðunni og því gat stúlkan
ekki brugðist við með því að
taka myndina út. Stúlkunum
var gert að greiða fórnarlamb
inu sem samsvarar 330 þúsund
krónum í skaðabætur.
Eftir að myndin birtist voru
óprúttnir aðilar fljótir að hala
henni niður og hefur myndin
birst á dónasíðum á netinu. Þá
hefur stúlkan fengið skilaboð
frá óþekktum aðilum sem segj
ast hafa séð hana nakta.
Þetta er annað málið af svip
uðum toga sem kemur til kasta
sænskra dómstóla á skömmum
tíma. Í þar síðustu viku voru
fjórar ungar stúlkur dæmdar til
samfélagsþjónustu fyrir að birta
nektarmyndir af þremur jafn
öldrum sínum á samskiptasíð
unni Instagram.
Njósnari
Gaddafis
fyrir dóm
Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn
hefur kveðið upp úrskurð þess
efnis að rétta megi yfir Abdullah
alSenussi í Líbíu. Abdullah var
yfirmaður leyniþjónustunnar á
valdatíma Muammars Gaddafi og
var einnig mágur einræðisherr
ans. Hann hefur verið ákærður
fyrir stríðsglæpi sem framdir voru
þegar uppreisnin gegn Gaddafi
stóð sem hæst en hann flúði til
Máritaníu í kjölfarið. Yfirvöld þar
í landi framseldu hann hins vegar
til Líbíu árið 2011.
Fyrir og eftir Eins og sjá má er breytingin
á manninum lygileg.
n Advania hýsti vefsíðuna n Eigandi Silk Road lét myrða notanda
Á
vefsíðunni Silk Road þreifst
vel falinn svartur markaður
með ýmiss konar eiturlyf. 2.
október síðastliðinn var síð
an tekin niður af bandarísku
alríkislögreglunni og var stofnandi
síðunnar, Ross William Ulbricht,
handtekinn. Nú tæpum tveimur vik
um síðar hefur ýmislegt komið fram
þó öll kurl séu ekki komin til grafar
í máli síðunnar, sem oft hefur ver
ið kölluð „eBay eiturlyfjanna“. Kom
ið hefur í ljós að síðan var meðal
annars hýst hjá Advania á Íslandi og
að Ulbricht borgaði leigumorðingja
fyrir að myrða einn meðlim síðunn
ar.
Blátt bann við sölu barnakláms
Upphaf Silk Road, eða Silkivegarins,
má rekja til seinni hluta árs 2010, en
þá hófst uppbygging hennar; síð
an sjálf fór þó ekki á internetið fyrr
en sex mánuðum síðar. Uppbygging
síðunnar var ekki harla ólík venju
legum netverslunum líkt og Am
azon og eBay; skráning var ókeypis
og buðu notendur vöru sína, aðal
lega eiturlyf, til sölu. Varan var svo
send með pósti líkt og um venjulega
vöru væri um að ræða. Við kaup og
sölu var notast við rafræna gjald
miðilinn Bitcoin og er talið að velta
síðunnar hafi numið ígildi tæpra
hundrað og fimmtíu milljóna króna
á mánuði. Bandaríska alríkislög
reglan gerði tæpar fjórar milljónir
dollara í Bitcoinformi upptækar í
rassíu sinni. Rannsókn The Guardi
an síðastliðinn mars á síðunni leiddi
í ljós að um sjötíu prósent þeirra
tíu þúsunda vara sem voru til sölu
voru fíkniefni; afgangurinn var hefð
bundnari vara svo sem klám og sí
garettur. Blátt bann var þó lagt við
sölu barnakláms, þjónustu leigu
morðingja og gjöreyðingarvopna.
Lofuðu nafnleynd
Helsti munurinn á Silkiveginum og
hinum hefðbundnu síðum var að til
að komast inn á síðuna þurfti að kafa
djúpt á internetinu. Ekki var hægt að
finna síðuna með „gúgli“ og ekki var
slóð vefsíðunnar heldur munnþjál:
„http://silkroadvb5piz3r.onion“. Auk
þess var ekki hægt að komast á síð
una nema forritið Tor væri notað,
það má því segja að nær ómögulegt
hafi verið fyrir hinn almenna mann
að ramba á síðuna. Með því að nota
Tor, sem hefur verið gagnrýnt fyrir að
nýtast glæpamönnum við iðju þeirra,
gat vefsíðan lofað notendum sínum
algjöri nafnleynd. Það loforð virðist
þó ekki hafa staðist, því samkvæmt
BBC voru fjórir menn handteknir í
Bretlandi síðastliðinn þriðjudag fyrir
sölu eiturlyfja á Silkiveginum.
Leigumorðingi myrti notanda
Í rassíu bandarísku alríkislög
reglunnar kom í ljós að Bandaríkja
maðurinn Ross William Ulbricht
hafði stofnað vefinn og rak hann,
fram að handtöku. Talið er að hann
hafi hagnast vel á rekstri síðunnar en
alríkislögreglan áætlar að hann hafi
tekið um tíu prósent af allri sölu, sem
gera milljónir króna hvern mánuð
sem síðan var starfrækt. Segja má að
hinn tuttugu og níu ára Ulbricht hafi
hægt og hægt orðið að nokkurs kon
ar eiturlyfjakóngi internetsins, með
því ofbeldi sem slíku fylgir. Í einu
kæruskjalanna sem lagt var fram við
handtöku hans kemur fram að hann
réð leigumorðingja til að myrða einn
notenda síðunnar. Sá var kanadískur
og kallaði sig FriendlyChemist og
hafði hann reynt að kúga fé af Ul
bricht með því að hóta að gefa upp
opinberlega raunveruleg nöfn not
enda. Í skilaboðum Ulbricht kemur
fram að hann borgaði leigumorðingj
anum tæpar tuttugu milljónir fyrir
morðið. Önnur skilaboð hans til leig
umorðingjans er ekki hægt að skilja
öðru vísi en að FriendlyChemist hafi
verið myrtur. Ulbricht á að öllum lík
indum yfir höfði sér lífstíðardóm.
Hýst á Íslandi
Í kæruskjali Ulbricht kemur fram að
hann hafi notað sex IPtölur til að
styðja við síðuna, þar af voru tvær
staðsettar hér á Íslandi. Í kærunni
kemur fram að þær IPtölur sem
voru raktar til Íslands voru hýstar
af Thor Data Center sem er rekið
af Advania. Rannsóknardeild lög
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu
greindi frá því síðastliðinn miðviku
dag að hún hafi aðstoðað bandarísku
alríkislögregluna frá því um miðjan
maí síðastliðin við rannsókn á síð
unni. Samstarfið fólst meðal annars í
öflun rafrænna gagna um vefsíðuna.
Engar handtökur hafa verið fram
kvæmdar hér vegna málsins. n
Hjálmar Friðriksson
blaðamaður skrifar hjalmar@dv.is
Hann myrti
vonarbarnið
Fréttir af því að lögreglan í New
York hafi loksins borðið kennsl á
„vonarbarnið“ svokallaða bárust
á dögunum. Um var að ræða litla
telpu sem, fyrir tveimur áratug
um á Manhattan, varð fyrir kyn
ferðislegri misnotkun og síðan
myrt. Líki litlu telpunnar, Anjelicu
Castillo, var síðar komið fyrir í
kæliboxi og hún skilin eftir þann
23. júlí 1991 í Bronxhverfinu.
Í tuttugu ár vissi enginn hvað
an barnið kom eða hverra manna
hún var. Var hún því kölluð Baby
Hope eða vonarbarnið. Nú hef
ur morðingi hennar játað á sig
morðið og misnotkunina auk
þess sem hann hefur verið færð
ur í gæsluvarðhald. Morðinginn
reyndist vera frændi telpunnar,
Conrado Juarez . Hann viður
kenndi grófa misnotkun og morð,
en segir systur sína hafa aðstoðað
sig við að fela lík telpunnar.
Eiturlyfjabasar
á internetinu
„Dread Pirate Roberts“
Þrátt fyrir ungan aldur var
Ulbricht farinn að líkjast eit-
urlyfjabarón með tilheyrandi
peningaþvætti og morði.