Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2013, Qupperneq 16
N
ýr A class-Benz er einn flott-
asti bíllinn í sínum stærðar-
flokki og með honum er líka
gamall draugur kveðinn nið-
ur en forveri hans var ekki
mjög heppinn í útliti og á nánast ekk-
ert sameiginlegt með nýja bílnum
ef frá er talið nafnið og stjarnan sem
hann prýðir. Þessi bíll er gríðarlega
skemmtilegur í akstri og eldsneytis-
notkunin eiginlega ótrúleg. Þessi 170
hestafla bíll er gefinn upp með 4,4
lítra eyðslu á hundraðið í blönduð-
um akstri og kemst auðveldlega neð-
ar í langkeyrslu og það var sannreynt.
Það hefur verið mín reynsla að erfitt sé
að ná eyðslutölum framleiðenda við
reynsluakstur en hér voru það frekar
lægri tölur sem birtust á skjánum en
uppgefnar voru og ljóst að þróun nýju
mótoranna sem eru í þessum bílum er
að skila sínu og meiru til.
Öryggið í fyrirrúmi
A class-bíllinn er hlaðinn staðalbún-
aði og öryggisútbúnaður Mercedes er
einn sá besti sem í boði er í dag. Bíll-
inn er útbúinn fjarlægðarskynjurum
eins og margir aðrir bílar í dag en hjá
Mercedes virka þeir töluvert öðruvísi.
Bifreiðin vaktar aksturslag ökumanns
og grípur inn í akstur ef t.d. ökutæki
fyrir framan bifreiðina er komið of ná-
lægt þér. Þá varar hann einnig öku-
mann við ef fjarlægð í næsta bíl er
orðin of lítil og eykur hemlun ef útlit
er fyrir árekstur. Sé ökumann farið að
syfja þá skynjar bifreiðin það einnig
og bakkmyndavél bílsins er ein sú
allra besta sem ég hef prófað. Staðal-
búnaður í A class-bílnum er einnig
ríkulegur en þar má m.a. nefna 7 loft-
púða (þ.m.t. hnéloftpúði), litaðar rúð-
ur, fjarstýrðar samlæsingar, rafstýrða
og upphitaða hliðarspegla, mjög góða
aksturstölvu með 14,7 sentimetra skjá,
loftkælingu, Bluetooth-símatengingu
og AUX og USB tengimöguleika við
hljómkerfið. Hliðarspeglar bílsins
eru með svokölluðum „blinduvara“
(Blind Spot Assist) og greina þeir öku-
tæki í blinda blettinum og varar bif-
reiðin ökumann við yfirvofandi hættu
með því að birta mynd af rauðum þrí-
hyrningi í speglinum sé hún til stað-
ar. Þá er einnig „akreina vari“ í bílnum
(Lane Keeping Assist) en hann skimar
eftir vegmerkingu og upplýsir öku-
mann með mildum titringi í stýri um
að hann sé hugsanlega og óviljandi að
fara út af akreininni.
Mótorinn
Bíllinn er í boði hér á landi með fjór-
um gerðum af bensínvélum og fjór-
um útgáfum af dísilvélinni. Bílinn
sem hér var ekið er eins og áður var
greint frá með stærstu dísilvélinni en
hún skilar þessum litla bíl 170 hestöfl-
um og lygilega góðum eyðslutölum.
Hann er með sjö gíra frábærri skipt-
ingu og aldrei varð maður var við það
að hann næði að erfiða. Afl og tog er
meira en hægt er að biðja um í bíl af
þessari stærðargráðu en með þess-
um búnaði er bíllinn nær sportbíl en
fjögurra dyra millistærðarbíl í tilfinn-
ingu þrátt fyrir að vera olíuknúinn.
Spól- og skrikvörn er einnig gríðarlega
markviss og í akstri í snjó og hálku eins
og hér var reynt virkaði þessi búnað-
ur mjög vel. Þessi hjálparbúnaður var
meira að segja það góður að ég sakn-
aði þess svolítið að geta ekki slökkt á
honum handvirkt til þess að sjá og
finna bílinn án hans.
Innanrými
Þótt bíllinn virki þröngt hannaður
þegar maður sest inn í hann er innan-
rými mjög gott fyrir ökumann og far-
þega. Stjórntæki eru öll góð og vel
staðsett og hann er mjög sportleg-
ur að innan rétt eins og hann lítur út
að utan. Pláss er fyrir þrjá fullvaxna
einstaklinga aftur í honum en útsýnið
úr hliðargluggum er takmarkað nema
fyrir minni einstaklinga. Þá er far-
angursrýmið eitt af fáu sem hægt er
setja út á en það er fremur lítið og
einnig er þröngt aðgengið í það.
Verðmiðinn
Verðið á bílnum sem hér var ekið var
6.290 þús. sem er heldur hærra en
samkeppnisaðilar bjóða sína fáka á
en þessi bíll er líka töluvert betur út-
búinn. Ódýrasti A class-bíllinn er hins
vegar á 4.690 þús. sem er heldur nær
því verði sem aðrir svipaðir bílar fást á.
Að kaupa sér nýjan Mercedes er hins
vegar fjárfesting sem heldur sér betur
í verði en aðrir bílar og gæðin eru
einnig vafalítið meiri. Þá er þessi nýi
A class mjög flottur og góður í akstri
og því eindregið hægt að mæla með
honum. n
16 Lífsstíll 25. nóvember 2013 Mánudagur
Sportlegur A Benz
n Einn fallegasti bíllinn í sínum stærðarflokki n Hlaðinn öryggisbúnaði
Bílar
Björgvin Ólafsson
bilar@dv.is
Mercedes Benz A
✘
Kostir: Útlit, eldsneytisnotkun,
aksturseiginleikar og öryggsbúnaður
✔
Gallar: Lítið útsýni aftur í bílnum og
farangursrými
Umboðsaðili: Askja
Eyðsla: 4,4 l/100 (blandaður akstur)
Hestöfl: 170
Gírar/þrep: 7 gíra sjálfskiptur
Árekstrarpróf: 82 %
Verð: 6.290 þús.
Sambærilegir bílar: Audi A3, BMW
1, VW Golf, Mazda 3, Ford Focus
Flottur A Class Nýi
A Benzinn er, ólíkt fyrra
módeli, mjög fallegur bíll og
nánast ekki hægt að bera
hann saman við gamla A
class-bílinn. Mynd BÓ
Að aftan Hönnun þessa bíls er ein af þeim flottari í þessum stærðarflokki bíla og A class-
bíllinn er ekki lengur viðundur í Benz-fjölskyldunni. Mynd BÓ
Mælaborðið Virkilega sportleg og flott innrétting og mjög notendavænt viðmót á öllum
stjórntækjum. Stór litaskjár er fyrir miðju þar sem hægt er að sjá allar aðgerðir, einfalt
Bluetooth-kerfi fyrir síma og einnig er hægt að hlaða niður smáforriti sem gefur enn meiri
möguleika og upplýsingar í símann. Mynd BÓ
Vélarrýmið Þessi bíll var með stærstu
dísilvélinni sem boðið er upp á hér á landi en
hún skilar honum 170 hestöflum. Eldsneytis-
notkun er aðeins 4,4 lítrar í blönduðum
akstri og í langkeyrslu var hægt að ná henni
niður í rúma þrjá. Mynd BÓ
Gott pláss Þótt bíllinn virki þröngt sniðinn
er gott pláss aftur í honum og þar rúmast
þrír fullorðnir án vændræða. Gluggar eru
lágir og því útsýni af skornum skammti hjá
fullvöxnum. Mynd BÓ
Nýr Mustang
væntanlegur
Þann 5. desember næstkom-
andi mun Ford svipta hulunni
af glænýjum Mustang-bíl sínum
en hann fagnar
fimmtíu ára
framleiðslu-
afmæli sínu
árið 2014. Bíll-
inn mun verða
kynntur sam-
tímis í sex borg-
um en þær eru Dearborn, New
York, Los Angeles, Barcelona,
Shanghai og Sydney. Mikið af
myndum hefur lekið á netið af
hugsanlegu útliti þessa bíls en
biðin mun nú vera á enda þegar
bíllinn verður loks frumsýndur.
Vélarval nýju bílanna hefur vak-
ið athygli víða en hann mun m.a.
verða fáanlegur með fjögurra
sýlindra mótor á ný.
B4 skilar 410
hestöflum
Hið sögufræga BMW-breytinga-
fyrirtæki Alpina er nú að kynna
nýja seríu af bílum eftir að BMW
skipti út „coupe“ þristinum fyrir
nýju 4 seríuna sína. B4 er nafnið
á nýja bílnum frá þeim og hefur
hann verið kynntur á Tókýó-bíla-
sýningunni. Bíllinn er byggður á
435i-bílnum en hann er í útfærslu
Alpina með tveimur túrbínum og
skilar hann 410 hestöflum. Hann
kemst úr kyrrstöðu í eitt hundrað
kílómetra hraða á 4,2 sekúndum
og hámarkshraði mun verða í
kringum 300 kílómetra hraða. Átta
gíra ZF-sjálfskipting mun svo sjá
um að koma aflinu aftur í drifrás
bílsins.
Afmælisútgáfa
hjá Saleen
Steve Saleen fagnar nú um þess-
ar mundir 30 ára starfsafmæli
sínu með Saleen-fyrirtæki sínu.
Af því tilefni kynnir hann nú
þrjá bíla í sérstakri afmælisút-
gáfu en aðeins verða settir tíu
bílar af hverri tegund á mark-
aðinn. Þessi afmælislína er sett
upp með Saleen 620 Camaro,
Saleen 570 Challenger og
Saleen 302 Mustang. Hver bíll
mun kosta ríflega 12 milljónir
í hreppnum og ljóst er að það
mun verða slegist um þá. Þá eru
einnig uppi hugmyndir um að
framleiða nýjan bíl frá grunni
á næsta ári en upphafið á því
ævin týri hófst árið 2008 þegar
S5S Raptor-bíllinn var þróaður.