Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 3
Bækur 3Helgarblað 22.–24. nóvember 2013 Krimmar í Norræna húsinu n Ókeypis á flesta viðburði bókmenntahátíðarinnar „Iceland Noir“ sem fer fram um helgina G læpasagnahátíðin Iceland Noir fer fram nú um helgina í Reykjavík í fyrsta skipti. Er há­ tíðin öllu glæpabókmennta­ forminu til heiðurs og stíga á svið margir þekktustu samtímarithöf­ undar íslensku þjóðarinnar. Fyrir­ mynd hátíðarinnar eru ýmsar sam­ bærilega hátíðir sem haldnar eru víðs vegar um heim allan svo sem Krimfestivalen í Ósló og Thrillerfest í New York. Heiðursgestur hátíðar­ innar er sjálfur krimmakóngur Ís­ lands, Arnaldur Indriðason. Umtals­ verður áhugi er á hátíðinni erlendis og var hún valin, þrátt fyrir að vera haldin í fyrsta skipti í ár, með bestu glæpasagnahátíðum heims af breska dagblaðinu The Guardian í sumar. Helstu aðstandendur hátíðarinn­ ar eru rithöfundarnir Yrsa Sigurðar­ dóttir og Ragnar Jónasson sem og breski rithöfundurinn Quentin Bates. Að sögn fannst skáldunum kominn tími til að haldin yrði hátíð sem þessi í Reykjavík þar sem margir vinsælustu rithöfundar landsins sérhæfa sig að mestu í krimmum. Ragnar Jónasson sagði í samtali við Reykjavík Grapevine á dögunum að hátíðin væri með öllu byggð á sjálf­ boðavinnu; engum þeirra erlendu rithöfunda sem boðað hafa komu sína á hátíðina sé borgað og auk þess borgi þeir eigið flugfar. Segja má að meginuppistaða há­ tíðarinnar séu annaðhvort pall­ borðsumræður eða viðburðir þar sem áhorfendur geta spurt rithöf­ unda spjörunum úr. Fer hátíðin með öllu fram á enskri tungu og er ókeyp­ is á nær alla viðburði hátíðarinnar. Á flesta viðburðina er þó nauðsynlegt að skrá sig með góðum fyrirvara. Á laugardegi er fjölbreytt dagskrá frá klukkan níu um morgun til sjö um kvöld í Norræna húsinu. Nefna má „Hvað er svo sérstakt við norðrið?“ og „Er hægt að þýða íslenskan skáld­ skap?“ sem dæmi um þær pall­ borðsumræður sem fara fram þar. Auk ýmissa viðburða geta gestir meðal annars sótt námskeið þar sem írski glæpasagnahöfundur­ inn William Ryan kennir hvern­ ig skrifa skal glæpasögu. Nám­ skeiðið fer fram í Borgarbókasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu klukk­ an fimm á föstudegi. Auk þess býður Úlfhildur Dagsdóttir gestum í göngu­ ferð um heimaslóðir þekktasta rann­ sóknarlögreglumanns íslenskrar bók­ menntasögu, Erlends Sveins sonar úr bókum Arnalds Indriðasonar. Gönguferðin er öllum opin að kostn­ aðarlausu, líkt og námskeið Ryans, og hefst stundvíslega klukka hálf fjögur á föstudegi fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu. n Lygn streymir Sæmd G uðmundur Finnbogason heimspekingur gerir á ein­ um stað greinarmun á tvenns konar ritstíl. Annars vegar er það textinn sem er illa sam­ inn: „Sumra mann hugsanir og orð eru eins konar hrúgald – nokkurs konar trölladyngjur, sem villa augað og loka augsýn, en vekja þó grun hjátrúaðra manna um að mannbyggðir, gull og grænir skógar leynist þar í hvilftun­ um.“ Svo var það stíllinn á „hverju vel sömdu verki“: „En um Vestfirði er það sagt, að komi maður þar upp á há­ heiðar, ber ekki á neinum skorum eða gljúfrum; firðir og dalir hverfa. Alt sýn­ ist slétt, og heildin blasir við.“ Þessi orð Guðmundar Finnboga­ sonar rifjuðust upp fyrir mér er ég las nóvellu – já, þetta er nóvella – Guð­ mundar Andra Thorssonar, Sæmd. Heimspekingurinn hélt reyndar áfram í lýsingu sinni á vel skrifuðum stíl og sagði: „En undir þessu tilsýndarslétta yfirborði leynast þó djúpir dalir og fagr­ ir firðir, sem spegla lífið á ströndinni – fagrir firðir þar sem finnast slögin frá hjarta hafsins þess hins djúpa.“ Þessa lýsingu mætti hengja á flest það sem Guðmundur Andri skrifar. Einstakur stílisti Guðmundur Andri er auðvitað ótrú­ lega ritfær maður. Á meðan ég las Sæmd gerðist það aldrei – aldrei – að mér fyndist eitthvað vansagt eða of­ sagt, einhver orð sem hefðu mátt missa sín; einhverjir beinir hnökrar. Nei, það er ekkert slíkt: Þetta streymir svo lygnt hjá Guðmundi Andra. Text­ inn hjá honum er álíka áreynslulaus og niðandi og á sem rennur fínlega og mjúklega áfram í stilltu veðri á hægu vorkvöldi. Alltaf er unun að lesa Guðmund Andra að þessu leyti af því hann skrif­ ar svo vel, sama hvort það er skáldsaga eða blaðagrein. Allt er yfirleitt á ná­ kvæmlega sínum stað. Hann er með svo hlýjan stíl, eins og hann standi hjá manni og haldi eiginlega í hendina á lesandanum: „Hún hefur legið um stund og beðið, horft á mjöllina rjúka á skjánum, heyrt fjúkið úti og gnauðið sem hljómar eins og vindurinn sé svangur og vilji fá graut; heyrt svefn­ læti og smjattið í þeim Helgu og Estífu en ekki hroturnar fínlegu í pabba.“ Fáir íslenskir höfundar – ef ein­ hverjir – hafa það vald á tungumálinu sem Guðmundur Andri hefur. Stíllinn er besti vinur Guðmundar Andra og færni hans á því sviði gerir það eigin­ lega að verkum að ég efast um að hann gæti gefið út lélega bók eða skrifað vondan texta. Vantar neistann, kraftinn Mér finnst hins vegar yfirleitt vanta þann neista eða þann kraft í bækur hans sem geta gert góðar bækur að frábærum bókum, gert vel skrifaða bók að virkilega eftirminnilegri bók. Það er þessi kraftur sem fólk vill hvað helst finna í skáldsögum; kraftur sem hreyfir við fólki og lætur það finna til tilfinninga í gegnum lesturinn. Þetta er krafturinn sem ég fann fyrir til dæmis í Sjálfstæðu fólki, Svari við bréfi Helgu, Himnaríki og helvíti, Englum alheims­ ins; krafturinn illútskýranlegi sem fær­ ir höfundinn og verk hans upp á næsta svið. Það vantar því miður oft þenn­ an galdur í bækurnar hjá Guðmundi Andra. Mér finnst einhvern veginn eins og Guðmundur Andri sé ekki að segja mér sögu sem hann verður að segja; sögu sem brennur á honum, sögu með tilgang. Sæmd er dálítið eins og listilega gert handverk en réttnefnt listaverk í þeim skilningi að það upp­ hefji lesandann um stund og veki í brjósti hans tilfinningar eða krefjist þess af honum að hann hugsi um ein­ hverjar tilteknar spurningar. Það vant­ ar meira blóð í Sæmd, meira líf. Sagan hreyfði ekki við mér, sótti ekki á mig. Gagnrýni í þessa átt hefur auðvitað fylgt Guðmundi Andra; stíl hans er alltaf hampað enda er varla annað hægt, en gagnrýnendur hafa kannski ekki verið eins afgerandi hrifnir af inntaki bóka hans, sögunni sjálfri sem hann segir. Í Kiljunni um daginn var sagt um veiðibók Pálma Gunnars­ sonar að hann væri kominn svo langt í fluguveiðiskapnum, orðinn svo fágaður í honum, að hann þyrfti varla að veiða fisk lengur enda fjall­ aði bókin ekki nema að hluta um veiði. Gagnrýnandi Kiljunnar kallaði Pálma „ japanskan tesiðameistara“ í þeim skilningi að hann þyrfti ekki lengur að drekka teið heldur snerist tedrykkjan meira um fagurfræðina á bak við athöfnina. Guðmundur Andri er eigin lega á svipuðum slóðum á skáldasagnasviðinu. Guðmundur Andri er svo fær höf­ undur og fágaður að það er eins og bækur hans skorti viljandi eitt af lykilatriðunum sem margir skáld­ sagnahöfundar eru alltaf að reyna að ná fram: Kraft eða tilfinningu sem hreyfir við lesandanum – „kraft­ birtingarhljóm guðdómsins“. Það er engin ókyrrð, það er engin spenna, það eru engin læti. En sá eiginleiki er svo auðvitað vandmeðfarinn líka og auðvelt að fara fram úr sér í með­ ferð hans og getur það leitt til óþol­ andi „háfleygni“. Slíkt er svo einnig til vansa. Auðvitað tekst Guðmundi Andra að gera nákvæmlega það sem hann ætlar sér að gera í þeim bókum sem hann skrifar. Hann er svo fær. Í þeim skilningi er kannski erfitt að gagnrýna bækur hans á þessum forsendum sem hér um ræðir þar sem verkin eru væntanlega nákvæmlega eins og Guð­ mundur Andri vill hafa þau. Einhver gæti kallað slíka gagnrýni ósanngjarna á þessum forsendum. En ég veit ekki alveg: Lesendur vilja finna kraftinn og mikilvægið í inntaki skáldskapar og ef þetta skortir þá vantar mikilvægan hlekk inn í heildarmyndina. Stílsnilldin stendur eftir Sögusvið Guðmundar Andra í Sæmd er Reykjavík á seinni hluta nítjándu aldar. Bókin er að hluta til byggð á sögulegum staðreyndum sem Guð­ mundur Andri leikur sér með. Bene­ dikt Gröndal skáld og Björn M. Ólsen eru kennarar við Lærða skólann og eru mjög svo ólíkir menn og þeir tak­ ast á. Einn nemandi er vændur um að stela bók úr skólanum og þeir Björn og Benedikt deila um hvernig eigi að af­ greiða það mál. Fyrst og síðast er verk Guðmundar Andra mann­ og aldar­ farslýsing á Reykjavík. Í bókinni eru ekki margir þræðir sem hann bind­ ur saman og að því leyti er hún dá­ lítið eins og löng smásaga. Söguefnið gengur varla í heilli skáldsögu. Einhverjir hafa gagnrýnt notkun Guðmundar Andra á sögulegum heimildum í verkinu og bent á að hann segi ekki satt og rétt frá í ein­ hverjum tilfellum. Sú gagnrýni á hins vegar ekki rétt á sér að mínu mati: Þetta er skáldsaga og ber að taka sem slíkri að öllu leyti. Í raun ættu lesendur ekki að velta því fyrir sér hvað í henni er sögulega rétt og hvað ekki. Um er að ræða skáldverk sem ber að taka á sín­ um eigin forsendum en ekki söguleg­ um. Sú gagnrýni er því ósanngjörn að mínu mati. Eftir lestur bókarinnar stendur því stílsnilld Guðmundar Andra aðallega eftir, líkt og oft áður. Erindi sögunnar finnst mér sannast sagna eilítið loðið þó bókin sé fallegasta hugverk. Ef dýpt sögunnar er falin undir sléttu og fal­ legu yfirborði hennar, í anda Guð­ mundar Finnbogasonar, þá verð ég að viðurkenna að ég kom ekki auga á hana og hún snerti mig því miður lítið þó orðin séu haganlega og fal­ lega saman sett eins og flest sem Guð­ mundur Andri skrifar. n n Fallega stíluð bók Guðmundar Andra en erindi sögunnar er nokkuð órætt Sæmd Höfundur: Guðmundur Andri Thorsson Útgefandi: JPV 176 blaðsíður Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Dómur Hnökralaus stíll Guðmundur Andri skrifar fallegan stíl í Sæmd. MyNd JoHaNN Pall drottning glæpasögunnar Yrsa Sigurðardóttir er meðal aðstandenda hátíðarinnar. Hún hefur verið einn söluhæsti rithöfundur landsins síðustu árin. MyNd SIgtryggur arI Transilvaníu- búar í bókasafni Transilvanía er gjarnan nefnd í sömu andrá og Drakúla, en hefur vissulega fleira að bjóða en got­ neska kastala og vampírusagnir. Næstkomandi laugardag munu brottfluttir Transilvaníubúar, bú­ settir á Íslandi, segja frá landi og þjóð í Gerðubergssafni. Transil­ vanía, eða Sjöborgaland, eins og hún nefnist á íslensku, er hálent ríki í hjarta Evrópu og er hún gjarnan kölluð Sviss Karpataslétt­ unnar. Dagskráin hefst klukkan tvö og fer fram á íslensku sem og einu af þeim tungumálum sem töluð eru í Transilvaníu, með túlk­ un þegar við á. Drakúlaandlits­ málun er í boði fyrir börnin. Lífsstílsbók fyrir drengi Nýverið kom út bókin Strákar eftir Kristínu Tómasdóttur, sem hefur um árabil unnið að æskulýðsmál­ um og er höfundur þriggja bóka fyrir unglingsstelpur, og Bjarna Fritzson, atvinnumann og þjálfara í handbolta. Bókin er sögð vera fróðleg uppflettibók sem fjallar um líf íslenskra stráka frá ýmsum hliðum. Fjármál og fjölskyldan, stelpur og staðalímyndir, kynlíf og mataræði, tölvur og tilfinningar, eru meðal þeirra málefna sem bókin fjallar um. Bildungsroman í Reykjavík Úr húsi afa míns er þriðja og síð­ asta bókin í þríleik Finnboga Her­ mannssonar um bernskubrek á eftirstríðsárunum í Reykjavík. Sögumaður er að vaxa úr grasi á sama tíma og hið unga lýðveldi Íslands er að slíta barnsskónum. Líkt og í fyrri bókum sínum, Í húsi afa míns og Í fótspor afa míns, opnar Finnbogi Hermannsson lesendum sínum sýn inn í ein­ hverja mestu umbrotatíma í sögu íslenskrar þjóðar. Bókin hefst á því að sögumaður stendur á tímamót­ um því að framtíðin er farin að knýja dyra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.