Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 4
4 Bækur 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað Miskunnarlaus morðsaga í útvarpinu n Verk eftir Kristínu frumflutt S unnudaginn 24. nóvember klukkan 13.00 frumflytur Út­ varpsleikhúsið verkið Hér eftir Kristínu Ómarsdóttur rithöfund í nýrri útvarpsleikgerð eftir Bjarna Jónsson sem jafnframt er leikstjóri verksins. Tónlist við verkið samdi hljóm­ sveitin Múm en þetta er þriðja verk­ ið sem Bjarni og Múm hafa unnið saman úr verkum íslenskra nú­ tímaskálda. Hin verkin eru Svefn­ hjólið eftir Gyrði Elíasson og Augu þín sáu mig eftir Sjón. Bæði verk­ in hlutu Grímuna og Svefnhjólið og auk þess Norrænu útvarpsleikhús­ verðlaunin. Leikritið fjallar um hermanninn Rafael sem kemur á bóndabýli þar sem rekið er heimili fyrir börn. Hann myrðir alla heimilis­ menn, unga sem aldna en einnig félaga sína tvo, því hann vill hlaup­ ast undan stríðinu sem stendur yfir og gerast bóndi. Hann þyrmir hins vegar lífi Billiear, barnungrar stúlku á bænum, og þau tvö hefja einhvers konar sambúð í veröld þar sem við­ teknum gildum og venjum hefur verið kastað fyrir róða. Sögukona er leikkonan Bryn­ hildur Guðjónsdóttir, Rafael leikur Hilmir Jensson, með önnur hlutverk fara Rafnhildur Rósa Atladóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Pétur Einarsson og Telma Marín Jónsdóttir. n kristjana@dv.is Vígaleg valkyrja n Pólitík í unglingabókmenntum á hug höfunda M úrinn eftir Sif Sigmars­ dóttur er fyrsta bókin í sagnabálkinum Freyju Saga. Aðalsöguhetjan er ung stúlka, Freyja. Val­ kyrja sem stendur frammi fyrir erfiðu verkefni. Sagan gerist í fjarlægri framtíð í niðurníddu landslagi sem einhvern tímann var Reykjavík. Hafið hefur flætt upp á land og heimurinn gjör­ breyttur. Lífsgæðin skert. Um fúlar götur hlaupa rottur, símar og tölvur þekkjast ekki. Í framtíðarborginni sem kallast Dónol er ekki rafmagn og einvaldurinn Zheng ræður þar lofum og lögum. Vísanir í goðafræði Sif vísar í norræna menningu með fjölbreyttum hætti. Nöfn söguhetja eru mörg fengin úr norrænni goða­ fræði og í nokkrum átakasenum má greina vísanir í goðsögur. Af þessum sökum og öðrum ættu fullorðnir jafnt sem unglingar að hafa gaman af lestri bókarinnar. Það er þrælsniðugt hjá Sif að fá lesandann til að ímynda sér niðurnídda höfuð­ borgina. Söguhetjur þræða Suður­ götuna, Hólalækjartorg og Austur­ stræti, göturnar eru myrkar og skítugar, gráar og litlausar. Þar sem eitt sinn var Grjótaþorp er Fýlusund, forarsvað þar sem skólpið flæðir um göturnar. Borgin er afgirt með háum og rammgerðum múr og íbúar borgar­ innar hafa skert mannréttindi og ein­ valdurinn elur á ótta. Í anda fantasíubókmennta málar Sif grípandi framtíðarmynd af veruleika borgarbúa. Óhugnanlegum og þeim sem við vildum allra síst. Þar sem þetta er fyrsta bók í þrí­ leik er söguhetjan og sögusvið kynnt vandlega í upphafi og eins og áður sagði vekur umgjörðin athygli. Heimurinn sem Sif skapar er sann­ færandi og það eru söguhetjurn­ ar líka. Henni tekst á lipran hátt að höfða til unglinga og gleymir ekki að vísa í hversdaginn, fjalla um ást og framtíðarvonir. Eftir því sem líður á söguna fær lesandinn að vita meira um sögu borgarinnar og Sif heldur vandlega um alla þræði. Pólitískar bókmenntir Bókin er spennandi og söguþráðurinn hlykkjast hratt þegar heimurinn hef­ ur verið kynntur á sannfærandi hátt. Heimur fantasíunnar er vel smíðaður og mjög í anda bóka sem hafa slegið í gegn síðustu misseri, til að mynda Hungurleikanna. Bækurnar eiga það sameiginlegt að vera pólitískar. Hvetja til gagnrýnnar hugsunar um vald og eðli ofbeldis. Um réttlæti og mannréttindi og grunngerð samfélags. Allt þarft lestrarefni fyrir ungt fólk í síbreytilegum heimi. Sif tekst vel að matreiða pólitíkina án yfirlætis eða tilgerðar. Það er styrk­ leiki bókarinnar að heimurinn sem Sif skapar hefur vísanir í okkar veruleika. Á okkar tímum eru enn reistir múrar sem skipta þjóðum, þar er alið á ótta og hatri í garð þeirra sem búa hinum megin múrsins. Einræði þrífst víða og óttinn er kúgunartæki miklu víðar í hinum frjálsa heimi en við viljum viðurkenna. Bók hennar er vægðarlaus og örlög margra söguhetja grimm, það er enginn krúttlegur Disney­snúningur í sjónmáli. Eins og með aðrar kraftmiklar fantasíusögur er saga Sifjar tilvalin á hvíta tjaldið. Kannski við Íslendingar getum átt okkar eigin Hungurleika, kaldari, drungalegri og grimmilegri. Já, og blóðugri. n Pólitískar fantasíubækur Bækurnar eiga það sameiginlegt að vera pólitískar. Hvetja til gagnrýnnar hugsunar um vald og eðli ofbeldis. Um réttlæti og mannréttindi og grunngerð samfélags. Allt þarft lestrarefni fyrir ungt fólk í síbreytilegum heimi. Mynd Sigtryggur Ari Dómur Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Freyjusaga: Múrinn Höfundur: Sif Sigmarsdóttir Útgefandi: Mál og menning 365 blaðsíður Útgáfuteiti Óskars Magnússonar Keikur í köflóttu Það var margt um manninn í út­ gáfuteiti Óskars Magnússonar í Eymundsson í Austurstræti í gær. Óskar fagnaði útgáfu fyrstu skáldsögu sinnar, Látið síga pilt­ ar, sem á kápu hennar er lýst sem átakasögu bændafólks við nátt­ úruöfl og bankabrögð. Óskar er lögfræðingur að mennt og hefur áður gefið út tvö smásagnasöfn, Borðaði ég kvöld­ mat í gær? (2006) og Ég sé ekkert svona gleraugnalaus (2010). Hann hefur komið víða við á starfsferli sínum og starfað við stjórn fyrir­ tækja og fjölmiðlun. Óskar las upp úr verki sínu og vakti athygli í glæsilegum, köflótt­ um jakka. Vinir og velgjörðamenn létu sig ekki vanta. Jón Steinar Gunn­ laugsson, Sigurður Gísli Pálma­ son, Inga María, Þorsteinn frá Hamri, Jóhann Páll Valdimarsson og fleiri glöddust með Óskari. „Kannski við Íslendingar getum átt okkar eigin Hungurleika, kaldari, drungalegri og grimmi- legri. Já, og blóðugri. rithöfundur í útvarpi Verk eftir Kristínu verður frumflutt á Rás 1 á sunnudag. Mynd EyþÓr ÁrnASon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.