Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 6
6 Bækur 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað Lífið er bæjarleið n Hógvær stílbrögð n Yfir öllu er kyrrð og trúnaður n Ljóð um einsemd og eftirsjá, vonir þrár og óljósan ugg B æjarleið nefnist ljóðabók eftir Ara Trausta Guðmundsson. Á bókarkápu er hún sögð fjalla um „líf trillusjómanns í kaup- stað sem muna má fífil sinn fegurri“. Enn fremur er vísað til þess að nátt- úruöfl og árstíðir séu þar snar þáttur í daglegu lífi og það bjóði bæði upp á ljóðræna fegurð og háska. Hér, líkt og í fyrri ljóðabókum, slær hann á hófstillta strengi með hnitmiðun orða og markvissu myndmáli. Umgjörð ljóðanna í bókinni er vissulega líf í litlum bæ þar sem nátt- úruöfl og árstíðir umlykja, skekja og vagga manneskjunni á víxl. Bókin er þó ekki um þetta heldur öllu heldur um einsemd og eftirsjá, vonir, þrár og óljósan ugg. Bygging bókarinnar fylgir árs- tíðunum. „Vorið kemur til að hverfa“ nefnist upphafskaflinn, sem er þó strax markaður dauðanum í fyrsta ljóði. Ljóðmælandinn lítur yfir líf sitt í bjarmanum af fullu tungli (3), líkt og Grímur Thomsen gerði forðum í merlandi mánaskini blikandi fjar- lægðar. Dagarnir líða við „vélaslátt tímans“ (5) og það er kvíði í þessum ljóðum sem helguð eru hverfulleika vorsins. En svo kemur sumarið og „sum- arið er djúp sjávarbylgja“. Einhvern veginn er ljóðmælandinn þó ekki þátttakandi í sumrinu, heldur áhorf- andi þess. Eins og kynslóðirnar berst hann sjálfur með straumi tím- ans og fetar „mjóan stíg ofan fjör- unnar með gjólu í bakið, á vit nýrra alda“ (9). Í þessum hluta sýnir lífið þó „sjálfu sér umhyggju“ (19), það er ys og þys á bæjartorginu og menn halda til veiða enda hefur ljóðmæl- andinn komist að því „að strandbæ- ir okkar geta ekki hrörnað að fullu fyrir inngróinni þrjósku“ (24). En það er tregi í lofti – einhver óorðuð sorg sem skynja má af myndmálinu og þeim minningum sem dregnar eru upp. Dreifðir og dökkleitir bryggjustaurar standa upp úr sjón- um í ljósaskiptunum og gætu minnt á „skógarleifar, ef ekki væri fyrir hrúðurkarlana“ (18). Á eftir sumri kemur haust og „haustið er jafn langt hverri hugs- un“ segir í yfirskrift þriðja hluta bók- arinnar. Sá grunur læðist að lesand- anum að skáldið upplifi sjálft sig í haustinu öðrum árstíðum fremur: „Ég hef, þrátt fyrir allt, aldrei náð að skilja af hverju fuglarnir með mis- fögru hljóðin flýja staðinn þegar á líður og þeir þöglu dvelja um kyrrt með mér“ (26). Hlátrar og skvald- ur sem berast inn um opinn glugga fletta vitund hans „eins og trega- fullri bók með auðum síðum“ (28) og manneskjurnar bera haustlitina innra með sér (35). Hér verður þó eins og einhver þíða í vitundinni líkt og húsunum á eyrinni sem „gráta sóltárum af hrímuðum þökum“ (29). Fjórði og síðasti hluti bókarinn- ar er helgaður vetrinum sem felur í sér nýja von. Snjótittlingarnir breyt- ast í fjörugar sólskríkjur og fara að tísta á ný (51) og bleikrauð vetr- arblóm opnast í klettaskoru (52). Þannig má líkja uppbyggingu bók- arinnar við sálrænan feril, hvort það er nú þroska- eða sorgarferill, nema hvort tveggja sé, en svo mikið er víst að hann tákngerist og helst í hend- ur við árstíðirnar. Myndmálið er ein- falt, stílbrögðin hógvær. Yfir öllu er einhver kyrrð og trúnaður og les- andanum skilst fljótlega að sú bæj- arleið sem þarna er farin er lífið sjálft.n Fórnarlömb greddunnar … eða líf í Svartfjallalandi? n Ekkert ómerkilegt við ljóðabók Dags Hjartarsonar S egja má að helstu persónur smásagnasafnsins Eldhafið yfir okkur eftir Dag Hjartar- son, sem bókaútgáfan Bjartur gaf út fyrr á þessu ári, séu á sinn hátt „fórnarlömb sömu ómerkilegu greddunnar“ sem frá er sagt í einni af sögum bókarinnar (115) og er kannski einkenni okkar tíma, þótt verið hafi viðfangsefni bókmenntanna í margbreytilegum myndum um aldir. Samt er ekkert „ómerkilegt“ við þessa bók eða viðfangsefni hennar. Engar klisjur eða hjakk, heldur raunveruleg – og á ýmsan hátt fersk – tilraun til þess að takast á við af- mörkuð, áleitin málefni úr samtím- anum. Sögurnar hafa mismikið vægi hvað þetta varðar, sumar eru svolítið ungæðislegar og óslípaðar, en aðr- ar fágaðri og þyngri á metum. Engu að síður er ljóst að fram er kominn efnilegur rithöfundur sem fróðlegt verður að fylgjast með hvernig þró- ast. Einlægur yfirlætislaus tónn Ungskáldið Dagur Hjartarson hefur þegar vakið athygli fyrir sín fyrstu spor á ritvellinum. Hann hlaut bók- menntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar á síðasta ári fyrir ljóðahandrit sitt Þar sem vindarnir hvílast, og fleiri einlæg ljóð. Augljóst er af þessari bók að Dagur á fullt er- indi inn á bókmenntasviðið. Hann kann vel til verka við ritsmíðar, enda hefur hann numið bókmennta- fræði og ritlist, og verður ekki betur séð en að þessi bók sé ágætis vottur um gagnsemi þeirrar undirstöðu. Þó er þakkarverðara að sjá að hon- um liggur ýmislegt á hjarta varð- andi mennskuna, samskipti fólks og mörkin milli einstaklinga. Þá má greina í bókinni einhvern einlægan, yfirlætislausan tón sem talar beint til lesandans og laðar hann að sögu- þræðinum. Í bókinni eru þrettán smásög- ur. Allar fjalla þær á einhvern hátt um yfirgang og sambandsleysi, fórnir og undirgefni, nánd og fjar- lægð milli fólks óháð vegalengdum. Tekist er á við ofbeldi í víðum skiln- ingi. Hvaða áhrif og afleiðingar hef- ur það að þröngva sér inn í líf fólks, hugskot þess eða líkama? Hugtakið „ nauðgun“ fær hér margvísandi skírskotun eins og sjá má af fyrstu og síðustu sögum bókarinnar, sem kall- ast haganlega á hvað það varðar. Í þeim, eins og raunar flestum sögun- um, er lesandinn sjálfur kallaður til samstarfs við höfundinn. Undir hinni skrifuðu atburðarás felst önn- ur saga sem ekki er sögð berum orð- um en lesandinn skynjar og skapar að verulegu leyti sjálfur. Þannig lað- ar höfundur lesandann til liðs við sig og nýtir ímyndunarafl hans til þess að kalla fram marglaga frásögn, þar sem fleira gerist en það sem sagt er. Forgarður helvítis Stílbrögð eru yfirlætislaus en á köfl- um kunnáttusamleg, þó svo að höf- undur eigi trúlega eftir að slípa þau og þróa betur. Hann notast við hefð- bundið táknsæi, án þess að ofhlaða eða torvelda lesandanum um of eig- in uppgötvanir um mannseðlið og mannlega hegðun. Gulur hundur í bandi er mynd sem kallast á við konu í gulum kjól. Hringur þrengir að fingri og segir sína sögu um sam- band tveggja einstaklinga. Gjósandi eldfjall sem speglast í augum undir svörtum snjó af gosösku kallar fram hugrenningatengsl við ofsa og eyði- leggingaröfl í sjálfri manneskjunni, frumhvatirnar í heimi sem kannski er bara „forgarður helvítis“ (101). Þannig beitir höfundur óhikað hæfilega skýrum táknmyndum til áhersluauka þess sem hann vildi sagt hafa, og tekst það oftast vel. Niðurstaða: Góð bók eftir áhuga- verðan höfund sem vafalaust á eftir auðga íslenskt bókmenntalíf á kom- andi árum. n Eldhafið yfir okkur Höfundur: Dagur Hjartarson Útgefandi: Bjartur Ólína Þorvarðardóttir Dómur Bæjarleið Höfundur: Ari Trausti Guðmundsson Útgefandi: Uppheimar Ólína Þorvarðardóttir Dómur „Góð bók eftir áhugaverðan höfund sem vafalaust á eftir auðga íslenskt bókmenntalíf á komandi árum. Skáld sem á erindi Stílbrögð eru yfirlætislaus en á köflum kunnáttu- samleg, þó svo að höfundur eigi trú- lega eftir að slípa þau og þróa betur. Bókamessa í Ráðhúsinu Dagana 23. og 24. nóvember verður Bókamessa í Bókmennta- borg haldin í þriðja sinn. Messan er, eins og áður, haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem útgefendur sýna nýjar bækur sínar. Auk þess verður boðið upp á fjölbreytta bókmenntadagskrá. Hátíðin á rætur að rekja til þess að Reykja- vík var útnefnd Bókmenntaborg UNESCO í ágúst 2011. Titillinn er varanlegur. Ráðhúsið verður opið frá klukkan 12 til 18 á laugardag og sunnudag. Ólæsinginn vekur lukku Ólæsinginn sem kunni að reikna er glæný bók eftir sama höfund og Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf sem hefur not- ið fádæma vinsælda á heimsvísu. Hér segir Jonas Jon- asson aðra ærslafulla gamansögu með húmor og hlýju en beinir um leið spjótum gegn ofstæki og bók- stafstrú, sem og þeirri grillu að manngildi fólks ráðist af litarhætti þess. Hann afsannar líka þá goð- sögn að kóngar kunni ekki að af- hausa hænur! Fimm ára gömul fer Nombeko Mayeki að vinna við að hreinsa kamra í Soweto í Suður-Afríku. Hún er óskólagengin og munað- arlaus en kemst til mannvirðinga í hreinsunardeildinni þegar í ljós kemur að þótt hún sé ólæs er hún ansi leikin með tölur. Örlögin haga því svo þannig að stúlkan úr fátækrahverfinu flæk- ist inn í alþjóðlega stjórnmála- refskák, verður eftirlýst af alræmd- ustu leyniþjónustu veraldar og kynnist bræðrum á norðurslóðum sem eru nákvæmlega eins en þó gjörólíkir. Þá fer af stað ótrúleg at- burðarás sem ógnar heiminum – eins og heimurinn hefur hingað til þekkt sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.