Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Page 2
2 Bækur 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað Ruddalegur eftirmáli n Sagan um fjárdráttinn er vísbending um að Hemmi dragi ekkert undan H emmi Gunn er einn þeirra fáu sem standa undir þeim titli að vera sonur þjóð- ar. Það er því réttnefni á ævisögu hans. Ævisaga hans, Hemmi Gunn - Sonur þjóð- ar, kom út á dögunum, nokkrum mánuðum eftir andlát hans. Lífs- hlaup Hemma er afar margbrotið. Hann var skærasta sjónvarpsstjarna Íslands og á árum áður einn fremsti knattspyrnumaður þjóðarinnar. En líf hans var ekki aðeins bað- að frægðarljóma og sælu. Þar er að finna skuggahliðar rótlauss manns sem glímir allt sitt líf við alkóhól- isma. Fjárdráttur Fyrri hluti bókarinnar er í senn skemmtilegur og einlægni sögu- persónunnar vekur athygli. Hann lýsir því til dæmis hiklaust þegar hann starfaði sem gjaldkeri hjá Póstinum og var staðinn að því að draga sér fé. Hann var þá mikið á ferðinni milli Akureyrar og Reykja- víkur og launin dugðu ekki fyr- ir öllu því umstangi. Hann gerðist því fingralangur. En til þess að bak- tryggja sig ef til skyndirannsóknar á kassa hans kæmi var hann með óút- fyllta ávísun frá félaga sínum, Bergi Guðnasyni. Svo rann upp stundin þegar talið var úr kassanum. Hemmi náði að fylla út ávísunina en hún þótt undarlega há og auk þess reyndist ekki vera innistæða í bank- anum. Það komst upp um kaupa. „Ég játaði á mig yfirdráttinn og mér til undrunar var ekki mikið gert úr málinu,“ segir Hemmi sem hætti hjá Póstinum og fékk mun skemmtilegri vinnu hjá skattinum í staðinn. Sagan um fjárdráttinn er vísbending um að Hemmi dragi ekkert undan. Grallarinn Hemmi Það eru margar grallarasögur í bókinni eins og Hemma er von og vísa. Hann segir frá því þegar hann bankaði upp á hjá föður sínum í dulargervi og ræddi við hann um heima og geima. Pabbinn botnaði ekkert í því að þessi ókunnugi mað- ur vissi deili á hinum og þessum úr frændgarði hans. Óborganleg saga er af því þegar Hemmi var í boltan- um og skaut á mark andstæðings- ins. Markmaðurinn varði fimlega. Hemmi strunsaði þá inn í markið og tók vatnsflösku markvarðarins og teygaði úr henni. Markvörður- inn brást ókvæða við og stormaði inn í markið til að taka í lurginn á Hemma. Vandinn var sá að hann kom með boltann í fanginu og dóm- arinn dæmdi umsvifalaust mark. Þetta er örugglega eitt frumlegasta mark Íslandssögunnar. Fráfall unnustunnar Hemmi átti afskaplega gott með að umgangast börn og viðtöl hans í þáttunum Á tali eru á meðal gullmola íslenskrar sjónvarpssögu. En þótt hann ætti gott með að ná til annarra barna var því ekki að heilsa með hans eigin afkvæmi. Hann eignaðist sex börn sem fæst höfðu eitthvað af honum að segja í uppvextinum. Hann viðurkennir fúslega í bókinni að hafa ekki bor- ið gæfu til þess að ná sambandi við börn sín fyrr en þau urðu fullorðin. Og hann eignaðist börnin sex með jafnmörgum konum. Lýst er frum- skógi af ástkonum sem maður botnar lítið í. Samböndin halda illa og Hemmi endar alltaf einn. Hann gerir upp sársaukann þegar hann missti austurríska kær- ustu sína, Maríu Steiner, í bílslysi. Þegar harmleikurinn átti sér stað á hraðbrautinni höfðu þau ákveðið að ganga í hjónaband. Hermann var atvinnumaður í Eisenstadt í Austurríki. Hann lýsir fráfalli unn- ustu sinnar sem áfalli sem hann hafi aldrei komist yfir. Eftir dauðs- fallið flosnaði hann upp úr atvinnu- mennskunni og fór heim til Ís- lands. Hann langaði ekki til að spila knattspyrnu framar. Baráttan við Bakkus Það er sniðugt hjá höfundinum að flétta inn í frásögn Hemma vitn- isburði vina hans og ættingja. Slíkt gefur bókinni dýpt og les- andinn fær skýrari mynd af sögu- hetjunni. Sá hluti bókarinnar þar sem Hemmi hefur orðið er ágætur og líflegur. Ekki verður annað séð en hann segi af einlægni frá sigr- um og ósigrum. Hann teiknar upp baráttuna við Bakkus í sterkum lit- um og lýsir þeirri eymd sem við var að glíma. Þá segist hann að mestu hafa verið edrú frá því að hann „dó“ árið 2003. Hann undanskilur þó tvö til þrjú tilvik þar sem hann féll eftir 2003. Sem sagt: Hann viðurkennir að hafa fallið eftir 2003. Það vekur spurningar um framkomu höf- undar í lokakafla bókarinnar. Heilt yfir er fátt nýtt að finna í ævisögu Hemma. Flest hefur komið fram í ótal viðtölum sem hafa birst við hann í gegnum tíðina. Uppjör höfundar Ævisagan er ekki hefðbundin í þeim skilningi að Hemmi hefur ekki einn orðið heldur afgreiðir höfundurinn hann í sérstökum eftirmála. Lýsir hann söguhetjunni sem ósanninda- manni þar sem hann hafi drukkið í Taílandsferðum sínum. „Hemmi faldi drykkjuna þar fyrir öllum heima á Íslandi,“ segir höfundur- inn og áréttar að með því að leyna drykkju sinni hafi hann svikið það loforð að draga ekkert undan í frá- sögn sinni. Þar með tekur höfund- urinn völdin og segir það sem hann telur eðlilegt að upplýsa þjóðina um. Skrásetjarinn segir jafnframt frá því að eftir lát Hemma hafi hann komist að því að heimili hans væri eins og geymsla. „Íbúðin minnti um margt meira á geymslu en heim- ili og var í hróplegu ósamræmi við snyrtimennið Hemma Gunn,“ skrif- ar höfundurinn í eftirmálanum sem er í besta falli undarlegur ef litið er til þess að trúnaðarsamband átti að ríkja á milli höfundar og sögu- persónu. Hann beinlínis valtar yfir minningu Hemma og brýtur þannig sjálfur gegn samkomulagi þeirra. Það er hulin ráðgáta hvort það bæti einhverju við söguna að Hemmi hafi drukkið oftar á Taílandi en lýst er. Og það er beinlínis furðulegt að draga heimili hans inn í myndina og lýsa með svo grófum hætti. Niðurstaðan er sú að rudda- legur eftirmálinn varpar dimm- um skugga á annars sæmilega bók. Bókin fær þrjár stjörnur. n Hemmi Gunn Sonur þjóðar Höfundur: Orri Páll Ormarsson Útgefandi: Sena 372 blaðsíður Reynir Traustason rt@dv.is Dómur „Einlægni sögu- persónunnar vekur athygli. Sérstakar og öðruvísi neglur N aglaskraut er litrík og skemmtileg bók sem inni- heldur allt sem þú þarft að vita varðandi umhirðu nagla ásamt því að vera með meira en 50 hugmyndir af flottum nöglum. Bókin er skrifuð af systr- unum Donne og Ginny Geer en þær reka vinsæla naglasnyrtistofu í Kaliforníu. Þær eru þekktar fyr- ir að gera sérstakar og öðru- vísi neglur. Í þessari bók deila þær helstu hugmyndum sínum. Margar þeirra eru mjög flottar og skemmtilegar. Sumar hugmynd- irnar eru samt frekar flóknar og eru alls ekki allir sem geta gert þær en margt af þessu er auðveldlega hægt að gera. Farið er yfir hvern- ig naglaskrautið er gert skref fyrir skref með myndum og texta sem gerir það eins auðvelt og hægt er. Í kaflanum um umhirðu nagla er að finna allt sem þarf að vita til að halda nöglunum heilbrigðum og fallegum. Bókin er vel upp sett og vel þýdd. Myndirnar eru lit- skrúðugar og skemmtilegar. Sumt af naglaskrautinu krefst mikill- ar þolinmæði og einbeitingar en þó ættu flestir að geta gert margt af þessu. Ég mæli hiklaust með bókinni fyrir alla sem vilja læra að gera flottar neglur. Harpa Mjöll Reynisdóttir Naglaskraut Höfundar: Donne og Ginny Geer Útgefandi: Vaka Helgafell 144 blaðsíður Brauð- og eftir- réttir Kristu Í dag, föstudag, kemur út bókin Brauð- og eftirréttir Kristu. Bók- in er eftir Maríu Kristu Hreiðars- dóttur sem haldið hefur út vinsælli bloggsíðu um lágkol- vetnamataræði. Bókin inniheld- ur uppskriftir að brauð- og eftir- réttum sem innihalda ekki sykur, hveiti, ger eða glútein. Í umfjöllun hjá Bókaútgáfunni Sölku kemur fram að bókin sé jafnt fyrir þá sem vilja fylgja lág- kolvetnamataræði og þá sem berjast við sykursýki, bólgusjúk- dóma eða glúteinóþol – eða þá sem vilja takmarka neyslu á hvít- um sykri og sterkju í mataræði sínu. „Hér sýnir Krista að sætindi og eftirréttir þurfa alls ekki að vera bragðlausir og óspennandi þótt í þá vanti allan sykur, ger og hveiti. Auðveldir, fljótleg- ir og gómsætir eftirréttir; kökur, konfekt og brauðréttir – bæði í veisluna, nestistöskuna, barnaaf- mælin og saumaklúbbinn. “ segir í kynningu á bókinni á vef Sölku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.