Húnavaka - 01.05.1992, Page 258
256
HUNAVAKA
Sigmar Ólafsson,
Brandsstöðum
Fæddur 12. janúar 1921 - Dáinn 30. október 1991
Sigmar Ólafsson fæddist á Eiríksstöðum í Svartárdal. Foreldrar
hans voru Ólafur Sigurðsson og Guðrún Jónasdóttir. Þau hjón
eignuðust þrjú börn. Sigmar var í miðið, eldri var Soffía og yngri
Sigurjón, en þau eru bæði látin.
Foreldrar Sigmars byrjuðu búskap í Brekku í Seyluhreppi og
fluttu þaðan að Eiríksstöðum, og síðan suður dalinn að Bergsstöð-
um, Hóli og Kúfustöðum. Rúmlega tvítugur flytur Sigmar, að föður
sínum látnum, ásamt móður sinni og Sigurjóni bróður sínum, í
Mjóadal. Soffía systir þeirra bræðranna,
var þá farin að búa þar ásamt manni sín-
um, Guðlaugi Péturssyni. Arið 1949 flytja
svo bræðurnir ásamt móður sinni í
Brandsstaði, þar sem þeir bjuggu upp frá
því.
Samhliða búskapnum starfaði hann
um árabil hjá Búnaðarsambandi Austur-
Húnvetninga á skurðgröfu og jarðýtu.
Þessi rúmlega 40 ár sín á Brandsstöð-
um bjó Sigmar með þremur kynslóðum.
Fjölskylda Sigurjóns var fjölskylda Sig-
mars. Kona Sigurjóns var María Stein-
grímsdóttir, nú á Leifsstöðum og dóttir
þeirra, Guðrún, býr á Auðkúlu II.
Efdr að Sigurjón lést 1971, tók við nýtt tímabil. Pétur, systursonur
bræðranna, keypti jörðina vorið 1972 og flutti með fjölskyldu sína
í Brandsstaði og tók við búskapnum. Sigmar var áfram á sínum
bletti og naut nú samvista við þetta fjölskyldufólk sitt.
Fyrir fáum árum tók svo yngri kynslóð við. Guðrún dóttir Péturs,
og sambýlismaður hennar, Guðmundur Þór Sveinsson, og var 4 ára
dóttir þeirra, Brynja Ósk, sólargeisli í lífí Sigmars síðustu æviárin.
Þegar Sigmar hætti búskap, tók hann að sinna ýmsum hugðarefn-
um sínum, bæði sjálfum sér og öðrum til gagns og ánægju. Hann