Húnavaka - 01.05.1992, Síða 261
HÚNAVAKA
259
Fjóla Gísladóttir,
Skagaströnd
Fædd 5. júlí 1918 - Dáin 5. nóvember 1991
Fjóla Gísladóttir fæddist að Saurum í Nesjum. Foreldrar hennar
voru Gísli Jónsson og Jóhanna Eiríksdóttir. Hún var yngsta barn
þeirra hjóna, en alls áttu þau 13 börn. Þrjú af systkinahópnum,
Eiríkur, Gísli Guðlaugur og Anna, eru enn á lífi.
Fjóla ólst upp að Saurum bernsku- og unglingsár sín, eða til vorsins
1936, en þá fluttist hún að Finnsstöðum rétt fyrir utan Skagaströnd.
Ari síðar dó faðir Fjólu. Arið 1938 fluttist Jóhanna, móðir Fjólu, til
dóttur sinnar sem bjó að Neðri-Harrastöðum í Skagahreppi, en Fjóla
fór í kaupamennsku suður til Reykjavíkur og var þar í vist.
Haustið 1939 fór Fjóla til Vestmannaeyja. Hún réði sig í vist hjá
Margréti Guðmundsdóttur og Guðsteini Þorbjarnarsyni. Hjá þeim
hjónum kynntist hún bróður Margrétar, Kristjáni, sem var ekkju-
maður og átti þriggja ára gamlan son. Hann varð eiginmaður
hennar, en þau gengu í hjónaband 26. október 1940.
I Vestmannaeyjum bjuggu þau Fjóla og Kristján til vorsins 1943,
en þá fluttu þau norður í land, að Neðri-Harrastöðum. Síðar fluttu
þau að Háagerði, rétt utan við Skaga-
strönd. Þar bjuggu þau Fjóla og Kristján
í 20 ár, eða þangað til þau hættu búskap.
Hvergi fannst Fjólu fallegra en í Háa-
gerði, enda er þar einstakt bæjarstæði og
fagurt útsýni. Þar ól Fjóla upp börnin
sín, en Kristján og Fjóla áttu saman sex
börn, auk þess sem Fjóla gekk áður-
nefndum syni Kristjáns í móður stað.
Einnig bjó Jóhanna, móðir Fjólu, hjá
þeim í Háagerði frá því að þau fluttust
þangað og þar til hún dó. Börn þeirra
Fjólu og Kristjáns eru: Guðný, sem býr í
Hafnarfirði, Jóhanna Guðrún, sem býr í
Reykjavík, Sigurbjörg, sem býr í Hafnarfirði, Jóna, sem býr í Reykja-
vík, Gísli, sem býr á Sauðárkróki og Anna Margrét, sem býr í Hafn-
arfirði. Fóstursonur Fjólu hét Guðmundur Einar, en hann lést árið
1977.