Húnavaka - 01.05.1992, Page 265
HUNAVAKA
263
Eignuðust þau fimm börn, en þau eru: Sigurlaug, gift Kristni
Breiðfjörð Eiríkssyni, en þau eru búsett í Reykjavík. Oskar, bóndi í
Meðalheimi, kvæntur Guðnýju Þórarinsdóttur. Björn áður bóndi á
Hurðarbaki, en hann er látinn fyrir nokkrum árum. Eftirlifandi
kona hans er Anna Pálsdóttir. Jakob, en hann bjó einnig á Hurðar-
baki, en hann er látinn fyrir mörgum árum og Guðrún sjúkraliði í
Reykjavík.
Sigurfinnur lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi árið 1987 eft-
ir tveggja ára dvöl þar.
Fyrir tveim árum, er halla tók undan fæti sökum elli og þreytu,
gerðist Björg vistkona á Elliheimilinu á Blesastöðum á Skeiðum.
Undi hún hag sínum þar hið besta, fékk þar góða umönnum og
þar lést hún 92 ára að aldri.
Björg á Hurðarbaki var merk kona og minnisstæð. „Hún var gæf-
lynd og góð kona“, eins og sveitungi hennar einn komst að orði við
lát hennar.
Utför hennar var gerð frá Blönduósskirkju 16. nóvember.
Arni Sigurdsson.
Hilmar Þór Davíðsson,
Blönduósi
Fœddur 24. október 1967 - Dáinn 22. nóvember 1991
Hilmar Þór Davíðsson, var fæddur á Blönduósi. Foreldrar hans
eru Davíð Sigurðsson, ættaður frá Reykjavík og Bóthildur Halldórs-
dóttir frá Bergsstöðum. Hann var næst elstur sex systkina, ásamt tví-
burabróður sínum Sigurði, en yngri bróðir hans lést á barnsaldri.
Hann ólst upp hjá foreldrum sínum á Blönduósi en dvaldi lengst af
í æsku, ásamt tvíburabróður sínum, á sumrum hjá móðursystur
sinni Kristínu og manni hennar Gesti Pálssyni er þá bjuggu á Bergs-
stöðum. Taldi hann heimili þeirra jafnan sem sitt annað heimili.
Að skólanámi loknu vann hann um eins árs skeið hjá Blönduóssbæ.
Snemma hneigðist hugur hans að vélum og öllu því, er að þeim
laut. Vann hann næstu árin hjá Vélsmiðjunni Vísi og síðar í Vél-
smiðju Húnvetninga á Blönduósi. Nokkru síðar kynntist hann Þór-