Húnavaka - 01.05.1992, Page 267
HÚNAVAKA
265
strandarkauptúns þar sem fjölskyldan átti heimili á ýmsum stöðum
næstu árin. Haustið 1929 fluttist fjölskyldan að Vík, þar sem Hjörtur
og Asta höfðu byggt sér steinhús miðja vegu milli Hólaness og Höfða.
Svo sem títt var á þeim tímum varð
skólaganga Hólmfríðar í knappasta lagi,
en þeim mun meiri þátttakan í heimilis-
störfunum eftir því sem aldur og þroski
leyfðu, enda þörfin brýn á fátæku og
barnmörgu heimili.
Veturinn 1925-26 er Hólmfríður í vist
að Auðnum á Vatnsleysuströnd og kynn-
ist þar Einari L. Péturssyni frá Rannveig-
arstöðum í Álftafirði eystra. Um vorið
eru þau heitbundin en halda þá hvort til
síns heima um sinn. Á næstu árum eign-
ast Hólmfríður fjögur börn í stopulli
sambúð með Einari. Börn þeirra eru:
Þórir Haukur, Ragna Sigríður, Alda Hallfríður og Asta Hjördís.
Alda lést langt um aldur fram, Ragna og Asta eru búsettar erlendis
en Þórir býr í Reykjavík. Alda og Ragna ólust að mestu upp hjá fóst-
urforeldrum.
Sumarið 1935 slitnar endanlega upp úr samvistum þeirra Hólm-
fríðar og Einars. Veturinn 1935-36 er Hólmfríður í vetrarvist á Auð-
kúlu í Svínavatnshreppi og hefur með sér elsta barn sitt. Þar kynn-
ist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Pálma Sigurðssyni frá Steiná
í Svartárdal. Þau stofnuðu heimili á Skagaströnd sumarið 1937 og
bjuggu þar öll sín bestu ár, en fluttust á efri árum til Reykjavíkur.
Börn Hólmfríðar og Pálma eru: Ingibjörg Perla, Gunnar Birkir,
Sigurður Þráinn og Súsanna Klemensína. Þrjú þau fyrstnefndu eru
búsett í Reykjavík en Súsanna býr í Mosfellssveit. Ennfremur áttu
þau stúlkubarn, Guðrúnu Björk, er lést fárra mánaða gömul.
Hólmfríður átti við langvarandi vanheilsu að stríða, er ágerðist
mjög með aldrinum. I veikindum sínum naut hún stuðnings og
umönnunar eiginmanns síns, er hann lét henni í té af mikilli
tryggð og fórnfýsi, allt til þess er yflr lauk.
Hólmfríður var mikil trúkona og meðlimur Fíladelfíusafnaðarins
meiri hluta ævi sinnar. Hún var á vissan hátt einfari að eðlisfari og
lunderni og mikið náttúrubarn. Hún var mikill dýravinur, unni blóm-