Húnavaka - 01.05.1992, Page 271
HUNAVAKA
269
Þau Guöni og Klemensína eignuðust fjóra syni og var Ingvi þeirra
elstur. Bræður hans eru: Pálmi, sem nú býr að Hnitbjörgum Blöndu-
ósi, Rósberg G. Snædal skáld sem bjó á Akureyri, en hann er nú látinn
og Guðmundur Kristinn, sem bjó á Skaga-
strönd og er einnig látinn
Eins og títt var um menn af kynslóð
Ingva fór hann snemma að vinna. Hann
fór ungur í vinnumennsku, var vetrarmað-
ur á ýmsum bæjum eða fór suður á vertíð-
ir. Um eða eftir 1942 kynntist hann SoffTu
Sigurðardóttur, dóttur hjónannaSigurðar
Benediktssonar bónda á Leifsstöðum og
Ingibjargar Sigurðardóttur. Þau hófu bú-
skap að Hvammi á Laxárdal. Eftir nokk-
urra ára búsetu þar fluttu þau að Finns-
tungu í Blöndudal og voru þar um tvö ár,
en því næst fluttu þau til Skagastrandar.
Þar vann Ingvi alla almenna vinnu, auk þess sem hann stundaði refa-
veiðar um áratuga skeið og átti alltaf kindur og hesta.
Ingvi eignaðist tvo syni. Arið 1934 átti Ingvi dreng með Jóhönnu
Björnsdóttur, frá Kolgröf í Lýtingsstaðahreppi, Hauk Sveinbjörn,
sem býr í Litla-Dal í Skagaflrði. Eiginkona hans er Valdís Gissurar-
dóttir. Með Soffíu konu sinni eignaðist Ingvi einn son, Eðvarð Ar-
dal sem býr á Skagaströnd. Eiginkona hans er Signý Magnúsdóttir.
Leiðir þeirra Soffíu og Ingva skildu er hún lést skyndilega í sept-
ember 1968, þá aðeins 50 ára að aldri. Síðastliðin tuttugu og tvö ár,
eða frá 1969, hefur Ingvi búið hjá syni sínum og tengdadóttur á
Skagaströnd en þar á heimilinu lést hann.
Ingvi lifði lífi sínu alla tíð á einfaldan og látlausan hátt. Hann var
hæglætismaður sem lét lítið fyrir sér fara. Hann hafði ánægju af kveð-
skap og orti talsvert, en flíkaði lítið skáldskap sínum. Nokkuð hefur
þó birst eftir hann af ljóðum og stökum í Húnavöku og Feyki.
I ljóðum hans kemur glögglega fram hvað það var sem honum
var hugleiknast en það var íslensk náttúra, dalir, heiðar og fjöll,
með öllu því lífi og fjölbreytileika sem I henni felst.
Utför Ingva Sveins Guðnasonar fór fram frá Hólaneskirkju 11.
janúar, 1992.
Egill Hallgrímsson.