Húnavaka - 01.05.1992, Page 275
HUNAVAKA
273
uðinn. Lítið var um hlýindi og
varð hidnn mestur þann 27. eða
9,7 stig. Kaldastvar 12 stigafrost
þann fjórða og 11,7 stig þann tí-
unda. Frostlaust var með öllu í
10 sólarhringa. Aldrei varð
hvasst til skaða, mest sjö vindstig
þann 13. og 14. mánaðarins.
Loftvog stóð mjög hátt um
tíma, hæst 1047,2 mb. Snjórvar
óverulegur á láglendi, en snjó-
lag gefíð alla daga mánaðarins
nema þrjá þá síðustu. Snjódýpt
var gefin 15 mm þann fjórða en
sjatnaði fljótt. Snjór féll alls 25,1
mm á átta dögum og regn 14,7
mm á fjórum dögum. Alls 39,8
mm. Tíu daga var úrkoma ekki
mælanleg.
Veðrið í apríl var yfirleitt hag-
stætt til allra athafna og sam-
göngur að mestu ótruflaðar.
Frost var mjög lítið í jörðu og
gróður byrjaður að lifna í mán-
aðarlokin.
Maí.
Ovenju mikil úrkoma var
þrjár fyrstu vikur mánaðarins,
en hún var mælanleg í 23 daga
en skráð í 25 daga. Mest var úr-
koman þann áttunda 21 mm en
alls 82,3 mm sem er venjulegt
tveggja til þriggja mánaða
magn. Aðeins einu sinni mæld-
ist frost 0,6 sdg þann sjöunda.
Hlýjast varð 17,2 sdg þann 25.
Hægviðrasamt var allan mánuð-
inn. Mesti vindur skráður 6
vindsdg af suðaustri þann sjö-
unda. Gróður kom fljótt og vel,
endajörðin klakalítil. Kartöflur
voru settar niður undir lok
mánaðarins. Nokkur skriðuföll
urðu í fjöllum, en hvergi stór-
vægileg. Veður voru hagstæð til
allra verka bæði á sjó og landi.
Samgöngur greiðar og gæftir á
sjó.
Júní.
Júnímánuður var afbrigðilega
þurr og bjartur. Urkomu varð
aðeins vart í sjö daga en mælan-
leg í þrjá, alls 1,5 mm. Loftvog
var stöðug og há. Norðanstæð
átt var ríkjandi og köld fram yfir
miðjan mánuðinn. Lágmarks-
hiti var aðeins 0,1 stig aðfara-
nótt þess 17. en úr því hlýnaði
og varð hámarkshiti mánaðar-
ins 16,8 sdg þann 18. Vindur var
hægur, skráður mest 6 vindstig á
norðaustan þann 14. Þurrkur
stóð gróðri mjög fyrir vexti í
mánuðinum og sá það mjög á í
mánaðarlokin. Til var að sláttur
hæfist um miðjan mánuðinn,
en á meirihluta bæja var hann
ekki hafinn i mánaðarlok. Lax-
veiði var treg og kennt um
vatnsleysi í ám. Hagstæð veðr-
átta var til ferðalaga og allra
verka. Fjallvegir voru opnaðir til
umferðar um 20. júní.
18