Húnavaka - 01.05.1992, Side 276
274
HUNAVAKA
JÚlí.
Mánuðurinn einkenndist af
hægviðri, birtu og hlýindum.
Heitast varð 19,0 stig annan júlí.
Jöfn hlýindi voru fram um miðj-
an mánuðinn og eins í lok hans.
Lægsta hitastig var þann 22. eða
3,5 stig. Urkomu varð vart í 15
daga en mælanleg í 14, alls 28,8
mm. Þrumur gerði um og upp
úr miðnætti aðfaranótt 9. júlí
og fylgdi skörp skúr. Mikill vöxt-
ur var í öllum gróðri vegna
birtu og hita. Heyskapartíð var
mjög hagstæð en veiði í ám lak-
leg og kennt um vatnsleysi.
Gæftir á sjó voru hagstæðar og
afli góður.
Ágúst.
Mildur og hlýr en nokkuð vot-
viðrasamur mánuður. Hæsta
hitastig mældist þann fimmta,
16,6 stig, en lægst 2,6 stig þann
24. Úrkoma var skráð í 25 daga
en mælanleg í 21, alls 58 mm.
Aldrei snjóaði í fjöll> hvað þá í
byggð. Heyskapartíð var erfið,
en rúllubaggaverkun bjargaði
miklu, þannig að heyskap var
víðast hvar lokið í mánaðarlok-
in. Allur vöxtur jarðargróðurs
var með eindæmum mikill.
Gæftir og samgöngur í besta
lagi.
September.
September var mildur og hag-
stæður. Loft var skýjað en hæg-
viðri og allt að logn margan
daginn. Hlýtt var fyrstu viku
mánaðarins, hámark 16,5 stig
þann sjötta. Sjö nætur sýndi lág-
marksmælir frost, mest 2,6 sdg
þann 16. Fyrst gránaði í fjöll
þann 10. og hélst það að mestu
út mánuðinn. Nokkuð var úr-
komusamt, alls 68,3 mm, sem
féll á 15 dögum en tvo daga var
úrkoma ekki mælanleg. Mesta
úrkoma á einum degi féll þann
áttunda, 27,4 mm. Nokkuð stríð
norðnorðaustan átt var þann
24., skráð 7 vindstig. Mánuður-
inn var hagstæður til allra
starfa, heyskapar, garðaupp-
töku, fjárleita, sjósóknar og
ferðalaga.
Október.
Mild tíð var í október og ekk-
ert frost komst í jörð. Hiti komst
þó niður að 0 gráðum sex sinn-
um og 6,6 stiga frost varð þann
18. en hlýjast varð þann 23. eða
13,7 stiga hiti. Fyrstu viku mán-
aðarins var áttin norðanstæð og
nokkuð rík. Síðan að mestu suð-
læg og svo logn síðustu dagana.
Lá þá þoka yfir og nokkur úr-
koma fylgdi. Úrkoma var skráð í
18 daga en mælanleg í 15, alls
66,4 mm, 16,8 mm féllu sem
snjór þann 25. en tók strax upp
nóttina eftir. Jörð var alauð í
byggð í mánaðarlokin, en nokk-