Húnavaka - 01.05.1992, Síða 277
HUNAVAKA
275
uð blaut. Sauðfjárslátrun lauk á
Blönduósi þann 25.
Nóvember.
Breytileg átt, skýjað loft og
umhleypingatíð var í nóvember.
Urkomu varð vart í 27 daga, þar
af 24 mælanleg, 42,4 mm snjór
og 27,3 mm regn eða alls 69,7
mm. Hlýjast varð þann annan
6,0 stiga hiti og sjö sólarhringa
var alveg frostlaust. Mest frost
var þann sautjánda 14,0 sdg, en
í heild var mánuðurinn frostlít-
ill. Hörð norðaustan átt með
snjókomu og slyddu kom þann
tólfta. Mældist úrkoman þann
dag 14,2 mm. Urðu þá miklar
skemmdir á raflínum einkum á
Skagaströnd og Skaga, og fylgdi
rafmagnsleysi til mikilla óþæg-
inda. Jarðlítið varð í útsveitum
af þessu veðri og þurfti að gefa
hrossum þess vegna. Sauðfé
hafði yfirleitt verið tekið á hús
snemma í mánuðinum. Sam-
göngur trufluðust nokkuð
vegna snjóa, en mjög hált varð á
vegum og nokkur slys, þar af
leiðandi. Gæftirvoru stopular.
Desember.
Hann reyndist í heild mildur
og hlýr. Aðeins hvessti aðfara-
nótt 30. og voru skráð 7 vindsdg
af suðri. Logn mátd heita frá 18.
dl 25. Frostlaust var með öllu í
sex daga og komst hidnn í 9,2
stig þann sjötta og 13,4 stig
þann 21. Frost mældist að vísu í
25 daga, en alla jafnan lítið, fór
þó í 10,2 stig þann 23. og 11,5
sdg þann 24. Vindátt var að
meirihluta suðlæg. Skýjahula
nokkuð mikil en skyggni þó
gott. Urkoma var skráð í 23
daga en sjö daga ekki mælan-
leg. Hún varð alls 28,5 mm, 12,7
mm regn og 15,8 mm snjór. I
lok ársins var jörð mjög klakalít-
il og ár að mestu auðar. Snjór
var aldrei til trafala við akstur í
mánuðinum, en stundum varð
nokkuð hált á vegum. Varla var
sporrækt hér á Blönduósi í lok
ársins. Vel viðraði til áramóta-
brennu í suðlægri golu.
I heild var árið 1991 gott og
gjöfult.
Saman tekið eftir veðurbók-
um á Blönduósi.
Grímur Gíslason.
FRÁ HÉRAÐSBÓKASAFNINU.
Aðföng safnsins, sem skráð voru
dl útlána árið 1991 voru 442
bækur, þar af 308 bækur keypt-
ar nýjar en 134 bækur gefnar
safninu. Auk þess kaupir safnið
mikið af ársritum, tímaritum og
blöðum til lestrar á safninu eða
útlána.
Utlán á árinu voru 9683 bindi
sem skiptust þannig: