Húnavaka - 01.05.1992, Page 278
276
HÚNAVAKA
1991 1990
Barnabækur 2485 (2939)
Skáldverk 3862 (4083)
Flokkabækur 3008 (2913)
Tímarit 70 ( 87)
Hljóðbækur 258 ( 246)
Þessar tölur bera með sér að
enn hefur orðið samdráttur í út-
lánum safnsins. Sú þróun, sem
orðið hefur í bóklestri síðustu
árin, virðist ekki hafa stöðvast á
síðasta ári, en því má skjóta hér
inn að á fyrstu tveim mánuðum
ársins 1992 hefur orðið veruleg
aukning útlána, annarra en
barna- og unglingabóka.
Sú staðreynd, að útlán barna-
og unglingabóka hafa dregist
saman ár frá ári, hlýtur að valda
verulegum áhyggjum.
Til að gefa hugmynd um
hversu gríðarlegan samdrátt er
hér um að ræða skal þess getið
að árið 1983, fyrsta heila starfs-
ár safnsins í núverandi hús-
næði, voru útlán barna- og ung-
lingabóka 8962 bindi, fækkun á
þessum 8 árum eru 6477 bindi.
Hverjum og einum skal svo
látið eftir að draga sínar álykt-
anir af þessum tölum og velta
fyrir sér orsökum og afleiðing-
um.
Bókasafninu bárust margar
góðar gjafir á árinu. Ber þá fyrst
að telja gjöf Guðrúnar Erlends-
dóttur og barna hennar, tíl
minningar um Baldur Þórarins-
son, ljósprentaða útgáfu af
Skarðsbók, hinn mesta kjör-
grip, sem afhent var safninu 21.
september 1991.
Þrjú fyrirtæki á Blönduósi,
Búnaðarbankinn, Islandsbanki
og Trésmiðjan Stígandi hf. gáfu
safninu vandað sýningarborð
fyrir bækur og aðra muni.
Ymsir aðrir gáfu safninu bæk-
ur á árinu.
Asta Rögnvaldsdóttír, bóka-
safnsfræðingur sem veitt hefur
safninu forstöðu sl. tíu ár, lét af
störfum í maímánuði og fluttist
úr héraðinu. Bókasafnsstjórn
þakkaði Astu vel unnin störf
með bókagjöf á kveðjufundi.
Auglýst var eftir bókasafnsfræð-
ingi til að veita safninu forstöðu
en því miður virðast slík störf á
landsbyggðinni ekki freista sér-
menntaðra starfskrafta, enginn
bókasafnsfræðingur spurði um
starfið.
I starf bókavarðar var síðan
ráðinn Þorvaldur G. Jónsson á
Guðrúnarstöðum, en Stefán A.
Jónsson bóndi á Kagaðarhóli
tók sæti hans í stjórn bókasafns-
ins.
Síðastliðið haustvar tekin upp
sú nýbreytni að efna tíl mál-
verkasýninga á safninu, Hjördís
Bergsdóttir listmálari og mynd-
menntakennari á Blönduósi
reið á vaðið með sýningu á verk-