Húnavaka - 01.05.1992, Qupperneq 280
278
HUNAVAKA
ingum eða fólki sem tengist
héraðinu á einhvern hátt. Alls
eru það 43 aðilar sem þannig
hafa styrkt safnið á liðnu ári. Ef
frá eru taldar bækurnar frá
Lestrarfélagi Bólstaðarhlíðar-
hrepps hefur Pétur Sigurðsson
verið drýgstur að miðla til safns-
ins.
Ekki er rúm til að geta um
gjöf hvers einstaks en skrá yfir
þá fylgir hér á eftir. Þó vil ég
geta þess að systurnar frá Mið-
gili, Guðrún, Ingibjörg, Elísabet
og Anna, gáfu bókina um Bolla-
garðaætt sem er falleg bók og
mjög vel unnin. Þá afhenti
Landsvirkjun allar prentaðar
skýrslur um byggingu Blöndu-
virkjunar og gaf 12 litmyndir
sem teknar voru á byggingar-
tímanum við hátíðleg tækifæri.
Safnið var opið þrjá daga í
viku frá nóvember til aprílloka.
Á mánudögum og þriðjudög-
um frá klukkan 14-18 og á mið-
vikudögum 16-20. Það var ný-
breytni til reynslu og hugsuð
fyrir þá sem ekki hefðu tök á að
koma að deginum. Þetta fyrsta
ár skilaði nýi opnunartíminn
sér ekki alveg en í vetur hefur
samt aftur verið sami háttur á
hafður. Auk þess má alltaf hafa
samband við skjalavörð ef á þarf
að halda. Margir sem átt hafa
leið hér um hafa notfært sér
það, einkum að sumrinu. Hér-
aðsnefnd hefir fjármagnað safn-
ið af myndarskap en alltaf er
þörf fyrir peninga þótt reynt sé
að spara eins og hægt er. Stjórn
safnsins þiggur t.d. ekki laun
fyrir störf sín.
Jí-
Skrá yfir gefendur til Héraðsskjala-
safnsins árið 1991.
Anna Amadóttir, Ashreppur (hrepp-
stjóri), Bjami Pálsson, Elinborg Guð-
mundsdóttir, Elinborg Jónsdóttir, El-
ísabet Árnadóttir, Elísabet Sigurgeirs-
dóttir, Ellen Sighvatsson, Erla Jakobs-
dóttir, Grímur Gíslason, Guðrún Arna-
dóttir, Hannes Guðmundsson, Héraðs-
sjúkrahúsið á Blönduósi, Héraðsskjala-
safn Skagfirðinga, Ingibjörg Amadótt-
ir, Jón Gíslason, Jón Isberg, Jón
Tryggvason, Jón Þórarinsson, Júdit
Jónbjörnsdóttir, Kaupfélag Húnvem-
inga, Kári Snorrason, Konráð Eggerts-
son, Landsvirkjun, Lestrarfélag Ból-
staðarhlíðarhrepps, Magdalena Sæ-
mundsen, María Jónsdóttir, Olafur
Pálsson, Pétur Sigurðsson, Ragnar
Jónsson, Rúnar Kristjánsson, Samband
austur-húnvetnskra kvenna, Sigríður
Árnadóttir, Sigurður Kr. Jónsson, Sig-
urlaug Valdimarsdóttir, Skarphéðinn
Ragnarsson, Sýslumaður Húnavams-
sýslu, Sýsluskrifstofan, Torfalækjar-
hreppur (hreppstjóri), Úr dánarbúi
Jóns Eyþórssonar, og Valgerður Guð-
mundsdóttir.
FRÁ HÉRAÐSNEFND.
Árið 1991 var rekstur héraðs-
nefndarinnar svipaður og á ár-