Húnavaka - 01.05.1992, Page 290
288
HÚNAVAKA
MJÓLKURSAMLAG SAH.
Innlögð mjólk á árinu var
4.061.861 lítri sem var minnkun
um 5.644 lítra frá árinu áður,
eða 0,14%. Meðalfíta í inn-
lagðri mjólk var 3,92% og með-
alprótein 3,32%. Grundvallar-
verð ársins var 51,306 kr.
Helstu framleiðsluvörur sam-
lagsins voru þessar:
Lítrar
Nýmjólk, léttmjólk
og súrmjólk........ 738.947
Rjómi................. 58.064
Kg
Smjör................ 36.721
Smjörvi............... 92.828
Undanrennuduft...... 118.121
Nýmjólkurduft....... 82.489
Kálfafóður............ 95.761
Fullvirðisréttur héraðsins á
verðlagsárinu 1990-1991 var
3.962.213 lítrar. Ekkert verð
fékkst fyrir 13.224 lítra af um-
frammjólk á svæðinu.
Breytingar.
Rjómasölu til Mjólkursamlags
KEA var hætt í byrjun árs og haf-
in framleiðsla á smjörva sem
hefur gengið mjög vel.
FramkvæmcLir.
Ný kælivélasamstæða var
keypt og sett upp. Við það eykst
rekstraröryggi til muna. Sam-
stæðan notar ammoníak til kæl-
ingar ísvatns og glýkóls og er því
að öllu leyti vistvæn, meðan aðr-
ir kælimiðlar, eins og Freon,
eru skaðlegir ósonlaginu.
Úrvalsmjólk.
Viðurkenningu fyrir úrvals-
mjólk árið 1991 fengu:
Gunnar Ástvaldsson, Hvammi,
Vatnsdal, Jóhann Bjarnason,
Auðólfsstöðum og Stefán A.
Jónsson, Kagaðarhóli.
Eftirtaldir 10 bændur lögðu
inn flesta lítra af rnjólk á árinu:
Lítrar
Holti Líndal,
Holtastöðum........ 128.134
Björn Magnússon,
Hólabaki............115.082
Jóhannes Torfason,
Torflæk II......... 108.946
Páll Þórðarson,
Sauðanesi.......... 108.143
Stefán A. Jónsson,
Kagaðarhóli ....... 102.509
Sigurður I. Guðmundsson,
Syðri-Löngumýri......98.123
Jóhann Bjarnason,
Auðólfsstöðum........95.905
Valgarður Hilmarsson,
Fremstagili..........91.846
Kristján Sigurðsson,
Höskuldsstöðum.......91.585
Bjarni Sigurðsson,
Eyvindarstöðum.........90.543
Páll Svavarsson.