Húnavaka - 01.05.1992, Side 292
290
HUNAVAKA
ur 3.235. Er þá heimtekið og
úrkast talið með, svo og þær
kindur, sem slátrað var fyrir
ríkissjóð vegna fækkunar á
sauðfé í landinu. Innlagt
dilkakjöt var 459.085 kg sem er
nokkur aukning frá fyrra ári.
Meðalþungi dilka var 15,037 kg.
Flokkun innlagðra dilka
skiptist þannig:
D I úrval......... 4,50%
D IA.............. 75,00%
DIB.......................12,99%
DIC....................... 2,95%
D II.............. 1,88%
D III............. 0,68%
D IV.............. 0,01%
D X............... 1,90%
D XX.............. 0,09%
Eftirtaldir sauðfjárbændur
lögðu inn flesta dilka:
Félagsbúið Stóru-Giljá 1039
Meðalvigt 14,7 kg.
Ragnar Bjarnas., Norðurh. 733
Meðalvigt 14,5 kg.
Heiðar Kristjánsson, Hæli 717
Meðalvigt 14,6 kg.
Magnús Péturss., Miðhúsum 664
Meðalvigt 15,9 kg.
Kristján Jónsson, Stóradal 589
Meðalvigt 14,8 kg.
Jóhann Guðmundss., Holti 529
Meðalvigt 15,4 kg.
Guðm. Asgrímss., Asbrekku 519
Meðalvigt 14,7 kg.
Lúther Olgeirss., Forsæludal 507
Meðalvigt 15,2 kg.
Arnijónsson, Sölvabakka 504
Meðalvigt 15,0 kg.
Innlagðir nautgripir voru 807
og innlögð hross voru 1.067.
Rekstur kjötvinnslu var með
svipuðu sniði og undanfarin ár.
A haustdögum var Björn
Kristjánsson ráðinn forstöðu-
maður kjötvinnslunnar.
HBbijnaðarbanki
ÍSLANDS
Á BLÖNDUÓSI.
Inngangur.
A árinu 1991 var lausafjárstaða
útibúsins góð, eins og verið hef-
ur í mörg ár, en með lausafjár-
stöðu er átt við það fjármagn
sem bankinn hefur til aukning-
ar útlána hverju sinni.
Aukning innlána í útibúinu á
árinu 1991 varð 16,7 %, sem er
heldur hærra hlutfall en aukn-
ing innlána bankans í heild,
sem var 14,3 %.
Atak var gert í að laga lóð
bankans að Húnabraut 5. Settur
var gangstígur í kringum húsið
og gróðursett tré og runnar.
Bekkjum var komið fyrir við
gangstíg og er fólki bent á að
nota þessa aðstöðu, setjast þar
niður og njóta fegurðarinnar
við Blöndu.
\