Húnavaka - 01.05.1992, Page 308
306
HUNAVAKA
stöðum. Mest var gróðursett af
birki, lerki og ösp.
Aðalfundur félagsins var hald-
inn 17. júlí í Snorrabúð á
Blönduósi. Ur stjórn félagsins
átti að ganga Hannajónsdótdr í
Stekkjardal, en hún var endur-
kjörin. Aðrir í stjórn eru: Har-
aldur Jónsson, Blönduósi form.,
Arni Sigurðsson, Blönduósi, rit-
ari, Sigurður Ingþórsson,
Blönduósi, gjaldkeri, og Guð-
mundur Guðbrandsson, Saur-
bæ. Á.S.
FRÁ SÝSLUSKRIFSTOFUNNI.
Á árinu urðu tollafgreiðslur
342, einkamál 47, opinber mál
88, aðfaragerðir og önnur
fógetamál 122, hjónaskilnaðar-
mál 9 og sifjamál 10. Gjald-
þrotabeiðnir urðu 14 en þrír úr-
skurðaðir gjaldþrota. Uppboðs-
beiðnir á fasteignum og skipum
urðu 86 en aðeins ein fasteign
seld. Ekki eru taldar með upp-
boðsbeiðnir frá Byggingasjóði
ríkisins. Eitt lausafjáruppboð
var haldið.
Jí-
FRÁ TAFLFÉLAGI BLÖNDUÓSS.
Starfsemi Taflfélagsins var með
svipuðu sniði og undanfarin ár.
Verður hér á eftir fjallað um
helstu mót.
Minningarmót Jónasar og Ara.
Teflt var á Hótel Blönduósi
12. og 13. október í einum
flokki. Sigurvegari varð Ægir
Páll Friðbertsson Súðavík með
4,5 v.
Meistaramót Taflfélags Blönduóss.
Alls tók 31 skákmaður þátt í
mótinu en teflt var í 4 flokkum.
I A-riðli fullorðinna sigraði Páll
Leó Jónsson og í B-riðli Guð-
mundur Guðmundsson. I ung-
lingaflokki sigraði Ingimar Ein-
arsson og Guðjón Sveinsson í
barnaflokki.
Hrábskákmót Taflfélags Blönduóss.
Opna flokkinn vann Páll Leó
Jónsson í fimmta sinn en Brynj-
ar Bjarkason vann unglinga-
flokkinn. Alls kepptu 20 manns
í flokkunum tveimur.
Deildakeppni
Skáksambands Islands.
Sveit USAH varð í öðru sæd í
2. deild með 26 vinninga, hálf-
um vinningi á efdr d-sveit Tafl-
félags Reykjavíkur. En þar sem
hvert félag má einungis hafa
tvær sveitir í hverri deild og
Taflfélag Reykjavíkur þegar
búið að fylla þann kvóta, var
ljóst að USAH hafði unnið sér
sæti í 1. deild.