Húnavaka - 01.05.1992, Page 314
312
HÚNAVAKA
hélt Hamrahlíðarkórinn undir
stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur,
tónleika. Flutt voru innlend og
erlend tónverk. M.a. flutti kór-
inn þátt úr Magnifícat eftir J.S.
Bach. Aðsókn var mjög góð.
Þess má geta að kórinn hélt tón-
leika í Félagsheimilinu á
Blönduósi þann 13. apríl. Auk
íslenskra og erlendra þjóðlaga
voru flutt íslensk tónverk og
tónlistfrá 16. og 17. öld.
Mótettukór Hallgrímskirkju
hélt tónleika í Þingeyrakirkju
föstudaginn 7. júní undir stjórn
Harðar Áskelsonar. Flutti kór-
inn m.a mótettur eftir J.S.Bach,
svo og innlend og erlend tón-
verk.
Reykjavíkurkvartettinn efndi
til sumarhátíðar í kirkjunni vik-
una 26. júní - 2. júlí. Dvaldi lista-
fólkið á Þingeyrum og lék dag-
lega fyrir ferðamenn og aðra
gesti. Kvartettinn skipa Rut Ing-
ólfsdóttir, Zbignew Dubik,
Guðmundur Kristmundsson og
Inga Rós Ingólfsdóttir.
Á efnisskrá voru sígild tón-
verk, m.a. tónverk eftir W.A.
Mozart en á liðnu ári var hið
svokallaða Mozartár, þ.e.
minnst 200 ára dánardægurs
þessa mikla snillings. Tókst há-
tíðin í alla staði vel og fór að-
sókn vaxandi eftír því sem á leið
tónleikahaldið. Má ætla, að
þetta sé upphafíð að árlegu tón-
leikahaldi í Þingeyrakirkju.
Þann 5. október héldu þau
Guðrún Oskarsdóttir, sembal-
leikari og Kolbeinn Bjarnason,
flautuleikari, tónleika í kirkj-
unni. Fluttu þau aðallega
barokktónlist svo og ný íslensk
tónverk.
Er þetta framtak listafólksins
mjög lofsvert og standa heima-
menn í mikilli þakkarskuld við
þessa góðu gesti. Það er sam-
dóma álit þessa tónlistarfólks að
Þingeyrakirkja henti mjög vel til
hljómleikahalds hvað varðar all-
an hljómburð.
Á.S.
SAMNORRÆN MESSA
í ÞIN GEYRAKIRKJU.
Sunnudaginn 1. september fór
fram upptaka á Samnorrænni
messu í Þingeyrakirkju á vegum
íslenska Sjónvarpsins. Sr. Bolli
Gústavsson vígslubiskup predik-
aði og þjónaði fyrir altari, ásamt
sóknarpresti kirkjunnar. Mess-
an hófst með inngangi þ.e. tón-
verki „I forgörðum Drottins“ úr
Davíðssálmun eftir Jón Hlöðver
Áskelsson. Flytjendur tónverks-
ins voru hljóðfæraleikararnir,
Rut Ingólfsdóttír, Lilja Hjalta-
dóttir, Richard Korn, Guðrún
Þórarinsdóttir, Valva Gísladóttir,
og Kristínn Orn Kristinsson.