Húnavaka - 01.05.1992, Page 315
HUNAVAKA
313
Kór Akureyrarkirkju söng undir
syórn Björns Steinars Sólbergs-
sonar, organista. Margrét Bóas-
dóttir, sópran söng einsöng.
Messunni var sjónvarpað,
samtímis, á öllum Norðurlönd-
unum þann 15. september.
Á.S.
FRÁ KVENFÉLAGI
ENGIHLÍÐARHREPPS.
Þann 10. desember 1991, voru
liðin 50 ár frá því að Kvenfélag
Engihlíðarhrepps var endur-
vakið. Fyrirrennari þess var Iðn-
félag Engihlíðarhrepps, sem var
stofnað árið 1915. Guðríður
Líndal á Holtastöðum var for-
maður þess alla tíð. Tilgangur
Iðnfélagsins var að efla íslensk-
an heimilisiðnað. Félagið keypti
fyrstu spunavélina sem kom í
héraðið og kostaði jafnframt
stúlku til að læra meðferð og
notkun vélarinnar.
Arið 1927 var nafni og lögum
félagsins breytt og varð það þá
eitt af stofnfélögum SAHK Árið
1932 lést Guðríður á Holtastöð-
um. Þá var félagið leyst upp. Svo
var það á haustdögum 1941 að
sjö konur komu saman á Björn-
ólfsstöðum og stofnuðu Kvenfé-
lag Engihlíðarhrepps. Fyrstu
stjórn þess skipuðu: Sigríður
Arnadóttir, Geitaskarði, for-
maður, Ragnhildur Þórarins-
dóttir Efri Mýrum, gjaldkeri og
Guðrún Aradóttir, Glaumbæ,
ritari.
Félagið hefur jafnan stutt
mannúðar og menningarmál
eftir bestu getu. Þá hefur það
hlynnt að Holtastaðakirkju eftir
föngum. A fyrstu árum félagsins
var á vegum þess hjúkrunarsjóð-
ur og nokkur hjúkrunargögn,
sem voru nýtt eftir þörfum.
Þetta lagðist niður með tilkomu
tryggingalaganna og var sjóður-
inn látinn renna til sjúkrasam-
lagsins. Þá stóð félagið um ára-
bil fyrir jólaskemmtunum og
stundum fyrir stuttum skemmti-
ferðum. Einnig sá það um
þorrablót um nokkurra ára
skeið, fyrst aðeins fýrir Engihlíð-
arhrepp, síðan bættust við Vind-
hælis- og Torfalækjarhreppur
og samvinna við kvenfélög
þeirra hreppa. Það var undan-
fari þess vinsæla „hreppablóts"
sem allir þekkja.
A síðustu árum hefur starf-
semi félagsins verið lítil, það
orðið fámennt og hlutverk
kvenfélaga ekki lengur það sem
það var. Flestir voru félagar þess
17 en nú eru þeir aðeins sjö og
heiðursfélagar tveir.
Hér hefur verið stiklað á
stóru, enda ekki rými til annars
í stuttri grein. Lítið kvenfélag í
50 ár á þó að baki merka sögu,