Húnavaka - 01.05.1992, Side 316
314
HÚNAVAKA
sem vert væri að gera betri skil.
Hvort sagan heldur áfram er
ekki víst, því öllum má ljóst vera
að breytinga er þörf í starfi
kvenfélaganna, ef þau eiga að
eflast á ný, og fá aftur hlutverk í
samtímanum.
Núverandi stjórn félagsins
skipa: Ásgerður Pálsdóttir,
Geitaskarði, formaður, Vilborg
Pétursdóttir, Fremstagili, ritari
og Björg Bjarnadóttir, Sölva-
bakka, gjaldkeri.
Asgerbur Pálsdóttir.
FRÁ NORRÆNA FÉLAGINU
Á BLÖNDUÓSI.
Vikuna 29. júní til 6. júlí var
haldin á Blönduósi ungmenna-
vika vinabæjanna á Norður-
löndunum.
Þátttakendur voru um 40 frá
öllum vinabæjunum. Aðalefni
vikunnar var útivist og náttúru-
skoðun. Gengið var á fjöll í ná-
grenninu, farið á Auðkúluheiði
og Blönduvirkjun skoðuð.
Einnig var þátttakendum gef-
inn kostur á silungsveiði. Guð-
rún Paulsdóttir, skipulagði vik-
una og var fararstjóri, ásamt
Herði Ríkharðssyni, æskulýðs-
fulltrúa.
Dagana 25. maí - 1. júní, sátu
eftirtaldir bæjarstjórnarmenn á
Blönduósi fund í Karlstad í Sví-
þjóð: Ofeigur Gestsson, bæjar-
stjóri, Vilhjálmur Pálmason og
Einar Flygenring. Einnig sátu
fundinn aðrir forsvarsmenn
vinabæjanna á hinum Norður-
löndunum. Var fundurinn fýrst
og fremst til kynningar og skoð-
anaskipta í boði Karlstadsbæjar.
Fundir sem þessir eru haldnir
til skiptis í vinabæjunum á Qög-
urra ára fresti. Næsti fundur
verður haldinn á Blönduósi.
Félagsstarf aldraðra á Blöndu-
ósi gekkst fyrir ferð til Moss dag-
ana l.-9.júní. Fararstjórar voru
Guðrún Lára Ásgeirsdóttir,
prestsfrú á Prestbakka og Elísa-
bet Sigurgeirsdóttir, forstöðu-
kona Félagsstarfs aldraðra á
Blönduósi. Flogið var til Osló,
þar sem formaður Norræna fé-
lagsins í Moss tók á móti ferða-
fólkinu. Var farið með lest til
Moss. Farið var í skoðunarferðir
um Moss og umhverfi og fyrir-
tæki skoðuð, svo og til Osló og
víkingaskipið og Bygdöysafnið
skoðað. Síðan var boðið til kaffi-
samsætis í boði Norræna félags-
ins í Osló. Lestarferð var farin
til Halden og með ferju til Hort-
en, yfir Oslófjörð og Sjóhersafn-
ið heimsótt. Síðustu tvo dagana
tók ferðahópurinn þátt í árlegri
Mosshátíð. Hópurinn gisti
þessa daga á skátaheimili í
Moss, en hélt til meira eða