Hagskýrslur um atvinnuveg

Eksemplar

Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.02.1991, Side 28

Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.02.1991, Side 28
aðfanga. íslensk þjóðhagsreikningagerð er ekki enn komin á það stig að þessi aðferð til að staðvirða vergar þáttatekjur geti talist nægjanlega nákvæm. Niðurstaða framangreindra fyrirvara verður því sú, að enn sé ekki unnt að reikna út og birta í töfluformi framleiðni og framleiðniþróun fyrir einstakar atvinnugreinar með þeirri nákvæmni sem telja verður nauðsynlega. Töfluna hér að framan verður því að skoða með það í huga. Hins vegar tekur íslensk hagskýrslugerð stöðugum framförum þannig að að því mun koma að slíkir útreikningar hafi marktækt gildi. 7.2 Útflutningur eftir atvinnugreinum. í töflu 6.3 er birtur útflutningur á vörum eftir atvinnugreinum árið 1988. Tafla þessi er unnin upp úr verslunarskýrslum og útflutningur eftir tollnúmerum flokkaður niður á þriggja stafa atvinnugreinanúmer Hagstofu íslands. Tafla þessi var fyrst birt í atvinnuvegaskýrslum Þjóðhagsstofnunar 1987, en er nú nokkuð breytt vegna nýrrar tollskrár sem tók gildi í ársbyrjun 1988. 7.3 Veltutölur. í töflu 6.4 eru birtar veltutölur samkvæmt söluskattsframtölum. Veltutölurnar ná frá 1982 til 1989 og lýsa veltubreytingum nokkurra iðnaðar- og viðgerðagreina, svo til allra verslunargreina og nokkurra þjónustugreina. Veltutölur þessar eru unnar úr öllum söluskattsframtölum á landinu. í töflunum er birt heildarvelta, það er samanlögð söluskattskyld velta að meðtöldum söluskatti ogþeirri veltu sem er undanþegin. í sama formi er einnig tiltæk hjá Þjóðhagsstofnun söluskattskyld velta sérstaklega, þótt hún sé ekki birt hér. Skýrslugerð þessi var unnin mánaðarlega og var að jafnaði tiltæk þremur mánuðum á eftir þeim, sem lýst er. Með upptöku virðisaukaskatts í stað söluskatts á árinu 1990 fellur þessi úrvinnsla niður en væntanlega verða upplýsingar um veltu samkvæmt virðisaukaskattsframtölum ekki síðri í framtíðinni. Samanburður á veltutölum samkvæmt ofangreindum söluskattskýrslum annars vegar og sölutekjum samkvæmt rekstraryfirlitum Þjóðhagsstofnunar hins vegar er áhugaverður fyrir ýmissa hluta sakir. Þar er fyrst að nefna, að sölutekjur eru heildartölur áætlaðar á grundvelli úrtaksathugana en veltutölur eru heildartölur allra framteljenda til söluskatts. Hér ætti því að fást einhver vísbending um gæði úrtaksins. Samanburður þessara tveggja heimilda bendir til mjög viðunandi samræmis milli þeirra, að minnsta kosti þegar litið er á smásöluverslun sem heild. Hins vegar geta komið fram nokkur frávik í einstökum atvinnugreinanúmerum, en slíkt á sér yfirleitt eðlilegar skýringar. Má þar nefna: í fyrsta lagi skila fyrirtæki sem ekki selja söluskattskyldar vörur hvorki söluskatt- skýrslum né upplýsingum um heildarveltu. Fyrirtæki af þessu tagi má finna í flestum atvinnugreinum í framleiðsluiðnaði. Sem dæmi má nefna atvinnugreinar nr. 201 slátrun- og kjötiðnað, nr. 202 mjólkuriðnað og nr. 232 prjónavöruframleiðslu. í öðru lagi þá er ekki tryggt að fullt samræmi sé í atvinnugreinamerkingu fyrirtækja í söluskattsskrá og launamiðaskrá, en launamiðaskráin m.a lögð til grundvallar við gerð rekstraryfirlita Þjóðhagsstofnunar. Til skýringar má nefna, að sé smásöluverslunin tekin sem heild, þá svara veltutölur samkvæmt söluskattskýrslum allvel til sölutekna í rekstraryfirliti eins og áður greinir. Sé hins vegar gerður samanburður innan einstakra greina verslunar kemur víða fram nokkur munur á þessum tveimur heimildum. Athugun á einstökum fyrirtækjum staðfestir misræmi í merkingu þeirra í söluskattskrá og launamiðaskrá.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Hagskýrslur um atvinnuveg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um atvinnuveg
https://timarit.is/publication/1124

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.