Alþýðublaðið - 04.12.1919, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.12.1919, Blaðsíða 3
A íi Þ Ý Ð U B L A Ð IÐ 3 Viötal við þjóf, Eg sef svo laust áð eg hrekk uPp við minsta hávaða, en það kom ekki til þess í þetta sinn. Eg var nýbúinn að leggja frá ^hér „Fornar ástir“ i gærkvöldi, °g ætlaði að fara að slökkva. Þá heyrði eg að gengið var um götu- dyrnar, en mér hefði nú ekki þótt Petta merkilegt, þó kl. væri rétt að segja eitt, því margir búa í húsinu, ef það hefði ekki verið Það að hurðin var látin aftur með hœgð. Það er fjöður í hurðinni, °g allir láta hurðina skellast hvað seint sem þeir koma heim. Eg heyrði komumann ekki ganga ion ganginn; en eg heyrði braka ofurlitið í stiganum, og hið var- i0ga fótatak hans, eftir að hann yar kominn upp. Svo heyrði eg þrusk á gangin- hm, og var að furða mig á hvab Það gæti verið, sem maðurinn vseri að gera. Svo kom hljóð sem eg þekti. Það þýddi áreiðanlega að tekin var yfirhöfn með keðju- hanka af járnsnaga. Hvert í syngjandi! Eg fór í snatri fram úr rúminu, en hljóðlega þó, greip nærbuxurn- ai' mínar við fótagaflinn og kast- aði um hálsinn á mér eins og abbadísin forðum, tók lampa minn i aðra hendina og morgunskóna í hina og læddist út að dyrum Þar boraði eg fótunum ofan í skóna. Svo opnaði eg hurðina snögg- iega og fór út á gang. Manninum varð afar hverft við Hann stóð með fangið fult af yf- hhöfnum. „Hvað eruð þér að gera hér?“ sagði eg alt annað en vingjarn- lega. „Eg — eg — eg ætlaði---------“ hieiru kom hann ekki út úr sér. „Hengið þór þetta upp aftur“, sagði ég öllu vingjarnlegar en áður. En það var svo mikill taugaó- styrkur á honum, að óg held að hann hafi verið í hálfa mínútu að föýna að hengja upp nýja frakk- ann minn frá Guðmundi Sigurðs- syni. Eg sá að þetta mundi aldrei Sanga. „Leggið þér það alt hór“, sagði eS og benti á kistu, en hann var svo utan við sig aö hann skildi það ekki fyr en eg hafði endur- tekið það. Svo opnabi eg hurðina inn í herbergið sem er beint á móti þar sem eg sef. „Komið hér inn“, sagði eg. Hann virtist tregur, en gegndi þó. „Hvað heitið þér?“ spurði eg og stóð á öðrum fæti, því eg var að fara í nærbuxurnar. Hann muldraði eitthvað, sem eg skildi ekki. „Mig varðar annars ekkert um þab“, sagði eg um leið og eg fór í hina skálmina, „eg ætla ekki að klaga yður. Annað hvort gerið þór þetta ekki aftur eða þór hald- ið því áfram eins fyrir þvi þó þér farið í steininn. Eg hefi nú ekki mikla trú á því að það bæti neinn þó hann fái ekkert að éta um tíma nema þurt brauð.“ Maðurinn fékk nú alt í einu málið. Hann romsaði upp úr sér með feiknabraða, fyrst voðalega miklu þakklæti yfir því að eg ætlaði ekki að klaga sig, síðan kom æfisaga hans öll, en þó eink- um nákvæmlega sá hluti hennar sem skeði eftír að hann kom til Reykjavíkur. Máske var helmingurinn lygi af því sem maðurinn sagði, en svo mikið er víst, maðurinn var hvorki góður eða vondur, hann var eins og fólk er flest, þó vandræði leiddu hann út í að ætla að fara að stela. Mér var orðiÖ dauðkalt, og yar þó búinn að sækja frakkann fram á ganginn og fara í hann, þegar maðurinn var búinn að segja alt sem hann þurfti að létta af sér. Og eg var þá búinn að bjóðast til að lána honurn 25 kr. til þess hann kæmist úr þessurn sárustu vandræðum sínum. Eg bað hann að bíða meðan eg sækti peningana yfir í svefnher- bergið mitt. Þegar eg þangað kom- inn fór að blaða í veskinu mínu, sem lá undir koddanum, fanst mór eg vera svo skrambi ríkur, því eg hafði samdægurs fengið mán- aðarkaupið útborgað, svo eg ákvað að lána manninum 50 krónur. En þegar ég kom til baka var maðurinn farinn. Sem snöggvast datt mér í hug að hann hefði haft eitthvað með sér, en svo var þó ekki. Satt að segja þótti mér hálf- leiðinlegt að maðurinn skyldi fara á undan peningunum, sem eg veit að hann þurfti á að halda. Svo var eg líka hálfgramur yfir því að hann skyidi fara án þess a& kveðja, læðast svona burtu. Því skyldi hann hafa farið? Ætli hann hafi verið hræddur um að eg ætl- aði samt sem áður að reyna að koma sér undir mannahendur? Eg hefi skrifað þessa frásögu, sem eg ætla að biðja Alþýðublað- ið að flytja, í þeirri von, að hún veki svo mikið umtal að maður- inn heyri um hana líka og lesi þetta. Því eg þarf að koma þess- ari orðsendingu til mannsins: Pen- ingarnir, 50 kr., standa ennþá til boða. Hann getur sótt þá þang- að sem hann sagðist hafa fundið 25-egringinn. Til þess að þeir fjúki ekki lœt eg þá innan i flala blikkdós. Gunnar. Bi daginn og veginn. ísland fer til Seyðisfjarðar og Reyðarfjarðar á föstudaginn, þaðan til Hafnar. Sand vantar tilfinnanlega á göturnar. Yonandi bætt úr þvi hið bráðasta. Anstanpðstur (jólapóstur) fer á morgun. Til Keflavíkur eru póst- ferðir að jafnaði vikulega. Markús Jónsson, bryti á „Suð- urlandi" kom til Alþ.bl. með 30 kr. frá nokkrum skipverjum á „Suðurlandi" og bað það að koma því til mannsins á Kárastíg 13, sem misti konuna sína. Markús hafði kornið með peningana til Mbls., en þar var honum sagt að hann kæmi of seint. Alþbl, mun koma þessu til skila. Óþrifnaðnr. Út úr portinu, sunnan við Aðalstræti 14, hefir undanfarna daga seitlað skólp fram á götuna og er þar að mynd- ast svellbunki úr þessum þrifnaði. Ófyrirgefanlegur trassaskapur, er að láta þetta ólagfært, því bæði fer illa á því að sjá „skólpræsi“ ofanjarðar inni í miðri höfuðborg- inni, og óþægindi að svellbúnka á almaunafæri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.