Alþýðublaðið - 04.12.1919, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.12.1919, Blaðsíða 4
4 alÞtðublaðið heldur fund í Bárubúð sunnud. 7. þ. m. kl. 2 e. h. Mætið stundvíslega. Stjórnin. r Arsskemtun feitaðlagsins „Dagslrnn" verður haldin í Bárubúð laugardags- og sunnudags- kvöld þ. 6. og 7. þ, m. Aðgöngumiðar verða afhentir í Bárunni. Fyrir laugardagskvöld: Föstudaginn 5. þ. m. frá kl. 11 árd. til 67* síðd. Og fyrir sunnudagskvöld: Laugard. 6. þ. m. frá kl. 11 árd. til 6 síðd. Húsið verður opnað kl. llh, og skemtunin byrj- ar stundvíslega kl. 8 síðd. Skemtinefndin. ©f œfíifœrisfíaup á nýjmn fiski hfá fisksölu Hásetafélagsins. 18 aura pd. ef tekin eru 100 pd. í einu. Botnía fór frá Kaupm.höfn á þriðjudaginn var, á leið hingað. Minna og jafnara. Undanfarin kvöld og nætur hefir veriö heið- skírt veður og glaða tunglsskin, samt hefir iogað á götuljósunum og það meira að segja fram á morgun á sumum. Væri ekki heppilegra að kveikja á ögn fleiri Ijóskerum þegar niðamyrkur er, en spara Jjósið í tunglskini. i. JColi konnngnr. Eftir Upton Sinclair. (Frh.). „Eg vil heldur vera þar, sem eg erK, sagði Hailur, „sólsetrið er svo yndislegt". „Nú skal eg færa mig svo þér getið betur séð“. Hún tók fult fangið af þvotti og tróð honum niður í körfuna. „Nei, nú er það ekki lengur fallegt“, sagði Hallur. „Litirnir eru horfnir. Hún snéri sér aftur við og leit á hann. „Ó, hættið þessu! Mér hefir verið strítt á þessu hári síðan eg gat staðið“. „Eintóm öfund“, sagði Hallur í sama tón. Hann gekk nokkrum skrifum nær, til þess að geta séð hár hennar betur. Það liðaðist fagurlega um enni og vanga. Föst og þung flétta féll um öxl henni niður á belti. Axlirnar voru sterk legar og auðsýnilega vanar erfiði. Pæi' fullnægðu ekki hinum aí- njennu hugtökum um kvenlega blíðu og þróttleysi en þó hvíldi einskonar yndisþokki og máttur í öllu látæði hennar. Hún var klædd blaum, upplituðum bómullarkjól, sem til allrar óhamingju var ekki með öllu hreinn. Ungi maðurinn kom líka auga á saumsprettu á annari öxlinni og sá á húðina. Unga stúlkan hafði fylgt augna- raði hans. Það kom tortiyggnis- svipur á andlit hennar og hún kastaði nokkru af þvottinum yfir •öxi sér. „Hver eruð þéi ?“ spurði hún alt í einu. „Eg heiti Joe Smith og er hestasveinn í nr. 2“. „Og hvað höfðust þér að þarna upp 'frá, mætti eg spyrja?“ Hún leit upp eftir fjallshlíðinni berri og blásinni. Þaðan kom Hallur svífandi í rykskýi fyrir nokkru síðan. „Eg gekk þaDgað upp eftir til að líta yfir konungsríkið mitt“, svaraði hann. „Yðar hvað?* „Konungsríkið mitt. Jörðin er eign félagsins en landslagið eiga allir“. Hún ypti öxlum. „Hvar lærðuð þér nú þetta?* „í annari tilveru, áður en eg varð hestasveinn. Frá fjarlægum löndum, frá Paradísar ströndum, kem eg“. Hún velti því fyrir sér um stund og brosti. „Það líkist Ijóði! Haldið. áfram*. cTSomié ocj lífié á nýju vörurnar !nmðá edau£av&£ 46. Spyrjið um verðið! — Sjú- ið hvort það er hœrra ert annarsstaðar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.