Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1923, Blaðsíða 15
Búnaðarskýrslur 1921
11*
í öllum landshlutum hefur töðufengurinn orðið meiri árið 1921
heldur en meðaltal áranna 1916—20. Sama er að segja um úthey-
skap á Suðurlandi, en í öllum öðrum landshlutum hefur útheyskap-
urinn orðið minni en meðaltal áranna 1916—20.
Uppskera af jarðeplum varð mjög rýr þetta ár, að eins rúml.
16 þús. tunnur. Er það hjerumbil helmingur á móts við uppsker-
una árið á undan, sem var 33 þús. tunnur og rúml. helmingur á
móts við meðaluppskeru 5 næstu áranna á undan (1916—20), sem
talin var 29 þús. tunnur. — Sama máli er að gegna um uppskeru
af rófum og næpum. Hún var að eins 6^/2 þús. tunnur árið
1921, en var 11 þús. tunnur næsta ár á undan og 12 þús. tunnur
að meðaltali árin 1916—20.
Mótekja befur verið 428 þús. hestar haustið 1921. Er það
lítið eitt minna heldur en árið á undan, er hún var 436 þús. hestar,
og nokkru minna heldur en meðaltal 5 áranna á undan, sem var
446 þús. hestar. — Hrísrif hefur verið 19 þús. hestar árið 1921.
Er það heldur minna en að undanförnu. Árið 1920 var það 20 þús.
hestar og meðaltal áranna 1916—20 var 22 þús. hestar.
IV. Jarðabætur.
Amélioraiions inlroduiles aux fermes.
Jarðabótaskýrslurnar eru teknar eftir skýrslum búnaðarfjelag-
anna, sem þau senda stjórnarráðinu, en það miðar úthlutunina á
styrk þeim til búnaðarfjelaganna, sem veittur er i fjárlögunum, við
jarðabætur þær, sem unnar hafa verið í hverju búnaðarfjelagi næsta
almanaksár á undan úthlutuninni. í þeim hreppum, sem búnaðar-
fjelög eru í, mun mega gera ráð fyrir, að langmestur hlutinn af þeim
jarðabótum, sem unnar eru, sjeu gerðar innan búnaðarfjelagsins. En
í sumum hreppum er ekkert búnaðarfjelag, og eins er svo að sjá
sem búnaðarfjelög í sumum hreppum sendi eigi æfinlega skýrslu. En
lítið mun kveða að jarðabótum í þeim hreppum, þar sem ekkert
búnaðarfjelag er til. Og þar sem búnaðarfjelag er til, en ber sig
ekki eftir jarðabótastyrknum með þvi að senda skýrslu, mun líka
óhætt að gera ráð fyrir, aö mjög litlar jarðabætur muni vera gerðar,
og ef þær eru nokkrar, munu þær sennilega teknar til greina, þegar
fjelagið sendir næst skýrslu.
Yfirlitsskýrslan eftir sýslum um jarðabætur búnaðarfjelaganna
(tafla VI, bls. 19—23) hefur verið gerð jafnnákvæm og sundurliðuð