Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1927, Blaðsíða 8
6
Búnaðarskýrslur 1925
Hefur sauðfjenaði fjölgað nokkuð á Suðvesturlandi og Vestfjörðum,
en fækkað í öllum öðrum landshlutum, mest á Norðurlandi (um 10 °/o).
Hve mikið fjenu hefur fjölgað eða fækkað í einstökum sýslum sjest
á 1. yfirliti (bls. 7*). Fjenu hefur fjölgað meira eða minna í 9 sýslum,
en fækkað í 9. Tiltölulega mest hefur fjölgunin orðið í Snæfellsnessýslu
(8 o/o), en fækkunin mest í Þingeyjarsýslu (14 °/o).
Geitfje var í fardögum 1925 talið 2 492. Árið á undan var það
talið 2 610 svo að því hefur samkvæmt því fækkað á árinu um 118 eða
4.5 o/o. Fækkunin er álíka mikil eins og fjölgunin árið á undan, svo að
talan er hjerumbil eins og vorið 1923. Um 3/4 af öllu geitfje á landinu
er í Þingeyjarsýslu.
I fardögum 1925 töldust nautgripir á öllu landinu 26281, en
árið áður 26 949. Hefur þeim þá fækkað um 668 eða um 2.5 9/o.
Af nautgripunum voruf
1924 1925 Fjölgun
Kýr og kelfdar kvígur 18 606 18 615 0 °/o
Oriðungar og geldneyti . ... 876 828 -4- 5 —
Veturgamall nautpeningur .. 2 884 2 736 v5-
Kálfar 4 583 4 102 -hlO —
Nautpeningur alls 26 949 26 281 -4- 2 %
Tala kúnna hefur haldist ábreytt að kalla, en öllum öðrum naut-
peningi hefur fækkað á árinu.
Nautgripatalan skiftist þannig niður á landshlutana:
1924 1925 Fjölgun
Suðvesturland 6 460 6 528 1 °/o
Vestfirðir 2 484 2 373 -r4-
Norðurland 7 280 6816 -4- 6 —
Austurland 2 991 2 966 -7- 1 —
Suðurland 7 734 7 598 -4- 2 —
Nautgripum hefur fækkað í öllum landshlutum nema Suðvesturlandi
og íiltölulega mest á Norðurlandi. Aðeins í 5 sýslum hefur orðið ofur-
lítil fjölgun (um 2 °/o), en annars hefur orðið meiri og minni fækkun í
öllum sýslum og tiltölulega mest í Þingeyjarsýslu (um 9 o/o).
Hross voru í fardögum 1925 talin 51 524, en vorið áður 51 009, svo
að þeim hefur fjölgað á árinu um 515 eða um l.o o/o. Er sú fjölgun álíka
eins og næsta ár á undan. Hefur hrossatalan ekki verið svo há síðan 1919.
Eftir aldri skiftust hrossin þannig:
1924 1925 Fjölgun
Fullorðin hross 33 438 33 345 -r 0 o/o
Tryppi 13 393 14 047 5 —
Folöld 4 178 4 132 -4- 1 —
Hross alls 51 009 51 524 l.%