Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1928, Page 8
6
Búnaðarskýrslur 1926
1925 1926 Fjölgun
Suðvesturland.......... 115581 114694 -h 1 %
Vestfirðir.................. 59 645 61 187 3 —
Norðurland................ 164 648 181 315 10 —
Austurland.................. 88 792 96 623 9 —
Suðurland ............. 137 029 136 218 4- 1 —
Hefur sauðfjenaði fækkað lítið eitt á Suðvesturlandi og Suðurlandi,
en fjölgað í öllum öðrum landshlutum, mest á Norðurlandi (um 10 °/o).
Hve mikið fjenu hefur fjölgað eða fækkað í einstökum sýslum sjest
á 1. yfirliti (bls. 7*). Fjenu hefur fjölgað meira eða minna í 10 sýslum,
en fækkað í 8. liltölulega mest hefur fjölgunin orðið í Norður-Múla-
sýslu (15 o/o), en fækkunin mest í Gullbringu- og Kjósarsýslu (4 °/o).
Geitfje var í fardögum 1926 talið 2753. Árið á undan var það
talið 2492, svo að því hefur samkvæmt því fjölgað á árinu um 261 eða
10.6 °/o. Um 3/4 af öllu geitfje á landinu er í Þingeyjarsýslu.
í fardögum 1926 töldust nautgripir á öllu landinu 27 857, en
árið áður 26 281. Hefur þeim þá fjölgað um 1 576 eða um 6.0 o/o.
Af nautgripunum voru:
1925 1926 Fjölgun
Kýr og kelfdar kvígur 18615 19 121 3 %
Qriðungar og geldneyti 828 904 9 —
Veturgamall nautpeningur ... 2 736 2 953 8 —
Kálfar 4 102 4 879 19 —
Nautpeningur alls 26 281 27 857 6 %
Öllum nautpeningi hefur fjölgað á árinu og hefur hann aldrei verið
eins mikill síðan um 1860.
Nautgripatalan skiftist þannig niður á landshlutana:
1925 1926 Fjölgun
Suðvesturland ................... 6 528 6 802 4 %
Vestfirðir....................... 2 373 2 376 0 —
Norðurland....................... 6 816 7 563 11 —
Austurland....................... 2 966 3 261 10 —
Suðurland........................ 7 598 7 855 3 —
Nautgripum hefur fjölgað í öllum landshlutum, tiltölulega mest á
Norðurlandi, (um 11 °/o), en hjer um bil staðið í stað á Vestfjörðum.
Aðeins í einni sýslu (Barðastrandarsýslu) hefur orðið töluverð fækkun (um
7 o/o), en annars hefur orðið meiri og minni fjölgun í öllum sýslum og
tiltölulega mest í Norður-Múlasýslu (um 13 °/o).
Hross voru í fardögum 1925 talin 52 868, en vorið áður 51 524,
svo að þeim hefur fjölgað á árinu um 1344 eða um 2.6 °/o. Hefur
hrossatalan ekki verið svo há síðan 1918.