Hagskýrslur um landbúnað

Issue

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1928, Page 13

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1928, Page 13
Búnaðarskýrslur 1926 11 ríkissjóði. — Trúnaðarmenn Búnaðarfjelagsins mæla allar jarðabætur á landinu og eru VI. og VII. tafla hjer í skýrslunum (bls. 19—35) teknar eftir skýrslum þeirra um þær mælingar. Eins og jarðabótaskýrslurnar áður eru þær miðaðar við búnaðarfjelögin, þannig að ein skýrsla er fyrir það svæði sem hvert búnaðarfjelag nær yfir, og notar stjórnarráðið skýrslurnar til þess að miða við styrk úr ríkissjóði til búnaðarfjelaga, en auk þeirra jarðabóta, sem sá styrkur er miðaður við, eru þar líka taldar allar jarðabætur samkv. II. kafla jarðræktarlaganna, sem sjerstakur styrkur er veittur til, jarðabætur leiguliða ríkissjóðs, sem ganga til afgjaldsgreiðslu, og yfirleitt allar aðrar jarðabætur, að svo miklu leyti sem um þær hefur verið kunnugt eða til þeirra hefur náðst. Vfirlitsskýrslan eftir sýslum (tafla VI. bls. 19—23) er gerð jafnnákvæm og sundurliðuð eins og skýrslur trúnaðarmanna Búnaðarfjelagsins, en skýrslurnar um jarðabætur innan svæðis hvers búnaðarfjelags (tafla VII, bls. 24—35) hafa verið dregnar nokkuð saman, svo að þær eru ekki eins mikið sundurlið- aðar. Síðustu árin hefur tala búnaðarfjelaga, sem styrk hafa fengið, tala jarðabótamanna og tala dagsverka unnin af þeim við jarðabætur, sem hjer segir: Dagsverlí Fjelög Jarðabótamenn alls á mann 1922 ................... 111 1 924 102 000 53 1923 ................... 115 1 997 101 000 50 1924 ................... 169 2 380 238 000 100 1925 ................... 176 2 797 354 000 127 1926 ................... 196 3 365 426 000 126 Árið 1924 hækkar mikið bæði fjelagatalan, tala jarðabótamanna og dagsverkatalan. En sennilega stafar sú hækkun að nokkru leyti frá því, að skýrslurnar hafa náð til fleiri jarðabóta heldur en áður. Einnig hefur breyst nokkuð útreikningurinn á því, hvernig jarðabætur eru lagðar í dagsverk. En annars hefur líka orðið stórmikil aukning á jarðabótum árin 1925 og 1926. Matjurtagarðar, sem gerðir hafa verið síðustu 5 árin, hafa samkvæmt jarðabótaskýrslunum verið samtals að stærð svo sem hjer segir (talið í hektörum). 1922 .................. 7.9 ha 1923 ................ 6.0 — 1924 .................. 7.8 — 1925 ................... ll.i — 1926 .................. 13.5 — Túnræktin hefur verið þannig 5 síðustu árin:

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.