Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1929, Side 8
6
BúnaÖarsliýrslur 1928
Hefur sauðfjenaði fjölgað í öllum landshlutum, mest á Suðvestur-
landi (um 7 °/o), en minst á Austurlandi (um 1 °/o).
Hve mikið fjenu hefur fjölgað eða fækkað í einstökum sýslum sjest
á 1. yfirliti (bls. 7). Fjenu hefur fjölgað meira eða minna í öllum sýslum,
nema Norður-Múlasýslu. Tiltölulega mest hefur fjölgunin orðið í Húna-
vatnssýslu (14%).
Geitfje var í fardögum 1928 talið 2 845. Árið á undan var það
talið 2 810, svo að því hefur samkvæmt því fjölgað á árinu um 35 eða
1.2 %. Um 3/4 af öllu geitfje á landinu er í Þingeyjarsýslu.
í fardögum 1928 töldust nautgripir á öllu landinu 30 023, en
árið áður 28 912. Hefur þeim þá fjölgað um 1111 eða um 3.8%.
Af nautgripunum voru:
1927 1928 Fjölgun
Kýr og kelfdar kvígur 20 075 21 083 5 %
Griðungar og geldneyti 1 043 982 -í- 6 —
Velurgamall nautpeningur .... 3 420 3 063 —=— 10 —
Kálfar 4 374 4 895 -1- 12 —
Nautpeningur alls 28 912 30 023 -r- 4 o/o
Kúm og kálfum hefur fjölgað á árinu, en veturgömlum nautpeningi
og geldneyti fækkað. Hefur nautpeningur aldrei verið eins mikill siðan
um 1860.
Nautgripatalan skiftist þannig niður á landshlutana:
1927 1928 Fjölgun
Suðvesturland 7 274 7 683 6 %
Vestfirðir 2 400 2 469 3 —
Norðurland 7 653 7 926 4 —
Austurland 3 354 3 341 - •f- 0 —
Suðurland 8 281 8 604 4 —
Nautgripum hefur fjölgað í öllum landshlutum, nema á Austurlandi,
tiltölulega mest á Suðvesturlandi (um 6 %). í 4 sýslum hefur orðið
nokkur fækkun, þar af mest í Austur-Skaftafellssýslu (um 5%), en í 14
sýslum hefur sauðfjenaði fjölgað, tiltölulega mest í Dalasýslu (um 9 %).
Hross voru í fardögum 1928 talin 52 245, en vorið áður 53 084,
svo að þeim hefur fækkað á árinu um 839 eða um 1.6 o/o. Hefur hrossa-
talan ekki verið svo lág síðar 1925.
Eftir aldri skiftust hrossin þannig:
1927 1928 Fjölgun
Fullorðin hross 35 580 35 932 í %
Tryppi 13 338 12 932 -f- 3 —
Folöld 4 166 3 381 -f- 19 —
Hross alls 53 084 52 245 -r- 2 %