Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1935, Blaðsíða 11
Búnaðarskýrslur 1933
9
lýsingum hefur því síðan 1930 hestum af öllum tegundum allsstaðar
verið breytt í 100 kg hesta, en þar sem upplýsingar hefur vantað um
hestþyngdina hefur verið farið eftir upplýsingunum fyrir nágranna-
hreppana eða þá sem næstir voru með slíkar upplýsingar. Samkvæmt
þessu reyndist meðalþyngd á hesti i búnaðarskýrslunum 1930 þessi:
Taða................................ 86 kg
Úthev af áveitu- «g flæðiengi . . . 93 —
Annað úthey ........................ 76 —
Othev vfirleitt .................... 80 —
Svörður og niór..................... 83 —
Hris og skógarviður................. 86 —
Eru þessi þyngdarhlutföll notuð, þar sem hestum frá fvrri árum
er breytt í 100 kg hesta.
Samkvæmt búnaðarskýrslunuin hefur heyskapur að undanförnu
verið (allsstaðar breytt í 100 kg hesta).
Taða Úthey
1901—05 meðaltal.... 524 þús. hestar 1 002 þús. liestar
1906—10 — 536 — — 1 059 —
1911—15 — 574 — — 1 138
1916—20 — 513 — — 1 176
1921—25 — 647 — — 1 039 —
1926—30 — 798 — — 1 032 —
1928—32 — 871 — — 1 030 —
1932 ............... 1 045 — — 1 090 —
1933 ............... 1 238 — — 992 —
Árið 1933 hefur töðufengur orðið 18% meiri en næsta ár á undan.
Samanborið við meðaltal 5 næstu áranna á undan (1928—32) varð hann
jafnvel 42% meiri. Aftur á móli var útheyskapur 9% minni heldur en
næsta ár á undan (1932), og 4% minni heldur en meðaltal áranna
1928—32.
2. yfirlit (hls. 10) sýnir heyskapinn í hverjum landshluta fyrir sig.
í öllum landshlutum hefur töðufengur orðið töluvert meiri árið
1933 heldur en næsta ár á undan, en útheysskapur minni allsstaðar
nema á Norðurlandi.
Uppskera af jarðeplum 1933 varð meiri en í meðallagi, nál.
44 þús. tunnur. Árið næst á undan var hún 44% þús. tunnur, en ineðal-
uppskera 5 næstu áranna á undan (1928—32) var 41 þús. tunnur. —
Uppskera af rófum og næpum árið 1933 var 21% þús. tunnur og er
það langt fyrir ofan meðallag. Árið á undan var hún 16% þús. tunnur,
en meðaltal áranna 1928—32 var aðeins 14 þúsund tunnur.
Mótekja haustið 1933 var i búnaðarskýrslunum talin 173 þús.
hestar á 100 kg. Árið á undan var mótekjan 195 þús. hestar og meðaltal
5 áranna á undan var 201 þús. hestar (á 100 kg). — Hrísrif var talið
í búnaðarskýrslunum 1933 13 þús. hestar. Er það töluvert minna en