Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1939, Síða 68
Hagstofa Islands
gefur 111 eftirfarandi rit:
I. Hagslcýrslur íslands. Þar eru birtar ítarlegar skýrslur um þau
efni, sem Hagstofan tekur til meðferðar. Skýrslurnar koma út í
sjálfstæðum heftum, og fást þau keypt einstök. Menn geta lika
gerst áskrifendur að Hagskýrslunum með því að snúa sér beint
lil Hagstofunnar. Áskriftargjald er 5 krónur um árið.
Á hverju ári kemur út eitt hefti af verslunarskýrslum, bún-
aðarskýrslum og fiskiskýrslum og venjulega auk þess eitt hefti
um önnur efni.
II. Hagtíðindi, mánaðarblað. Eru þar birtar mánaðarskýrslur um
innflutning og útflutning, smásöluverð og ýmislegt fleira, sem
ekki þykir taka að birta í sérstöku liefti af Hagskýrslunum.
Ennfremur bráðabirgðaskýrslur um ýmislegt, sem siðar koma
um ítarlegri skýrslur. Áskriftargjald er 1 króna og 50 aurar
um árið.
r *
III. Arbók Hagstofu Islands. Er þar birtur útdráttur úr þeim tal-
fræðiupplýsingum, sem til eru á öllum sviðum, án þess farið
sé mikið út í einstök atriði. Ennfremur eru þar allmargar töflur
með alþjóðlegum yfirlitum. Af árbókinni er út kominn 1. árg.
1930. Ivostar 3 krónur.
IV. Manntal á íslandi árið 1703, tekið að tilhlutun Arna Magnús-
sonar og Páls Vidalin. Er það prentað í heild sinni, og kemur
út eilt hefti á ári. Komin eru út 14 hefti, sem ná yfir alt landið,
nema nokkurn hluta af Árnessýslu.