Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1977, Qupperneq 9
7
deild sveitarfélaga f löggæslukostnaði, framlag þeirra til lffeyristrygginga almannatrygginga, og
helmingur framlags þeirra til sjúkratrygginga. — Allar fyrr greindar breytingar komu til fram-
kvæmda frá ársbyrjun 1972.
f töflum þessa rits eru kaupstaðir hafðir sér og hreppar sér. f þvf sambandi þarf aðhafaf huga,
að f mars ogaprfl 1974 fengu 5 sveitarfélög kaupstaðarréttindi,^ þ. e. Grindavík.Seltjamarnes, Bol-
ungarvík (Hojlshreppur), Dalvík og Eskifjörður. Af hagkvæmnisástæðum eru þessi sveitarfélög höfð
með hreppsfélögum f öllum töflum 1974, nema f töflu I. Er minnt á þetta í neðanmálsgrein við
hverja töflu. — Frá ársbyrjun 1974 voru Bessastaðahreppur og Garðahreppur fluttir úg Gullbringu-
sýslu fKjósarsýslu (lög nr. 43/1973), og kemur sú breyting ftam f töflum þessa ritsfrá sama tfma.
Tafla I er samdráttartafla, með tölum fyrir Reykjavfk.^kaupstaðina f heild og hreppana f heihk
HÚn sýnir rekstrartekjur og rekstrarútgjöld, tekjur og gjöld á eignabreytingareikningi, og eignir f
árslok, allt nokkuð sundurliðað, og loks heiídarskuldir f_árslok án sundurgreiningar. Tafla I er
samdráttur úrtöflu II (sjá þó það, sem fyrr segir varðandi árið 1974), sem gefur meiri reikningslega
sundurliðun. — Þar eru enn fremur tölur fyrir hvern kaupstað og fyrir hreppa hverrar sýslu f heild,
svo og fyrir hvern hrepp með fleiri en 500 íbúa. f töflu II er dýpsta sundurliðun ársreikninga, sem
birt er í þessu^riti. Tafla II er f tveimur hlutum, og sýnir annar þeirra, fyrir hvert ár, rekstrartekj-
ur og rekstrarútgjöld, en hinn hlutinn sýnir eignabreytingar, eignir og skuldir. Auk þess eru f hon-
um helstu niðurstöður úr reikningum hafnarsjoða, vatnsveima og rafveima, en ýtarlegri upplýsing-
ar um þessi fyrirtæki er að finna f töflu V. — f töflu III eru aðalniðurstöður reikninga hreppa með
færri en 500 ibúa hvort árið 1972 og 1973, og f töflu IV eru reikningar sömu hreppa 1974 með meiri
sundurliðun. f töflu V er yfirlit um fjármal hafnarsjóða, vatnsveitna_og rafveitnasveitarfélaga 1972
-74. Án efa vantar f það yfirlit fyrirtæki, sem þar eiga heima, og á hinn bóginn eru teknir þar með
reikningar, sem hæpið er að_eigi heima f yfirlitinu, vegna þess hve viðkomandi fyrirtæki erusmáf
sniðum. Vegna örðugleika á innheimtu þeirra reikninga, sem hér um ræðir, eru mikil vandkvæði
á að gera ynrlit sem þetta vel úr garði, og raunar torveldast það mjög af bókhaldi sveitarfélaga
eins^og þvi nú^er^háttað. Nánar er skýrt fra þessu, og frá reikningum sveitarsjóðsfyrirtækja almennt,
f skýringum hér á eftir, aðallega við liði G, H og I í töflu II.
Til glöggvunar á töflunum og einstökum liðum þeirra fara hér á eftir kaflar úr almennum
skýringum við eyðublaðið undir sveitarsjóðareikninga, en eins og áður segir eru allartöflumargerð-
ar eftir reikningunum, eins og þeir em færðir á það eyðublað af sveitarstjórnunum sjálfum eða af
Hagstofunni. Merking hugtaka f töflunum er hin sama og er f þessum skýringum á eyðublaðinu:
"Meginregla við færslu rekstrarreiknings skal_vera sú að faera tekjur og gjöld það ár, sem
þau tilheyra raunverulega, hvort sem greiðsla á^sér stað sama ár eða ekki. Ogreiddartekjur og
ogreidd gjöld f lok ársins færast þar af leiðandi á viðskiptareikninga. Undantekning frá þessari
reglu er færsla framfærsluútgjalda. Þau^skulu ætfð færð það ár, sem^þau eru greiddá sama hátt
og endurgreiðslur slíkra útgjalda færast á greiðsluárinu, enda koma ógreidd framfærsluútgjöld
aldrei á viðskiptareikninga. — Endurgreiðslur á útgj öldum sveitarsjóðs færasteftir hentugleik-
um annað hvort það ár, sem útgjöldin tilheyra, eða þegar þau eru greidd, en gæta verður þess
að hafa samræmi f færslunni fra ári til árs.
Fara verður sérstaklega með endurgreiðslur á útgjöldum til fjárfestingar (nýbygging, fast-
eignakaup o. s. frv.), sem færð er sem eign á efnahagsreikningi. Við byggingu skolat. d. færist
á eignabreytingareikning sem nýbygging aðeins hluti sveitarsjóðs af býggingarkostnaði, en ó-
greiadur hluti ríkissjóðs færist á viðskiptareikning ríkissjóðs. Hér er með öðmm orðum litið svo
a, að ríkissjóður eigi hluta f skólanum og sveitarsjóður geti ekki talið hluta ríkissjóðs sér til
eignar. Af þessu leiðir, að á efnahagsreikning sveitarfélagsins færist aðeins^ eignarhluti sveit-
arsjóðs (1^2, 1/4 o. s. frv.) f matsverði eða byggingarkostnaðarverði alls skólans. Sömu reglur
gilda um ýmsar aðrar eignir, sem sveitarfelagið byggir eða á með öðrum aðila, t.d. féy
lagsheimili, og gildir einu, hvort eignin eða stoftiunin er rekin af sveitarfélaginu eða_ f umsjá
þess. Ef endurgreiðslur á utgjöldum til eignaaukningar eru beinir styrkir, svo sem ^þá er félög
leggja fram óafturkræft fé til ákveðintiar fjárfestingar, þá færast slíkar greiðslur t tekjuhlio
rekstrarreiknings.
Allar niðurstöðutölur á rekstrarreikningi skulu sýna nettóupphæðir, ■ þ . e . endurgreiðslur
koma til frádráttar viðkomandi liðum. Þannig færast endurgreiðslur á útgjöldum til frádráttar
f viðkomandi útgjaldaliði, en ekki f tekjuhlið rekstrarreiknings.
Árfðandi er, að hugtökin lán, útlán, viðskiptaskuldir og viðskiptainneignirhafi samræmda
merkingu f sambandi við færslu reikninga. Lán og viðskiptaskuldir eru kröfur annarra á^ sveit-
arfélagið, en útlán og viðskiptainneignir em kröfur sveitarfélagsins á aðra. Lán og útlán eru
kröfur, sem stofnað er til með samningi og skriflegar^viðurkenningar eru um að_ölíum jafnaði.
Slíkar kröfur greinast f skuldabréfalán/skuldabréfautlán og "önnur lán"/ "önnur útlán. " Vfxlar
falla undir "önnur lán"/"önnur útlán, " án tillits til þess, hvort um stutt eða löng lán er að
ræða. Á viðskiptamikninga færast hins vegar allar kröfur, sem færðar eru f opinn reikning, án
þess að gerðir séu_ sérstakir greiðslusamningar eða gefnar skriflegar skuldarviðurkenningar. Fyr-
irframgreiðslur, ógreidd hlutdeild ríkissjóðs fbyggingu skóla, ogreitt framlagfrájöfnunarsjoði,
svo eitthvað sé nefnt, eru kröfur, er færðar skulu á viðskiptareikninga.
Árfðandi er, að samræmi sé við færslur á reikningum fyrirtækja með sjálfstætt reiknings-
hald. Fyrirtæki merkir hér sjálfstæða rekstrarheild, með tekjur og gjöld, sem gerður er ser-
stakur rekstrar- og efnahagsreikningur fyrir. Allar afturkræfar greiðslur milli slíkra fyrirtækja