Fréttablaðið - 13.01.2015, Blaðsíða 10
13. janúar 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10
Þorrinn nálgast
Gæðavörur á góðu verði fyrir þorrablót og aðrar vetrarveislur
www.rekstrarland.isRekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.
PI
PA
R\
TB
W
A
˙
S
ÍA
˙
1
5
0
0
8
5
Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100
Dúkar og servíetturSprittkertiKertastjakar
INDÓNESÍA, AP Kafarar náðu í gær
á land flugrita AirAsia-farþega-
þotunnar, sem fórst fyrir rúm-
lega hálfum mánuði.
Flugritinn fannst undir hluta
af væng þotunnar, en nokkrum
klukkustundum síðar fannst einn-
ig tækjabúnaður úr flugstjórnar-
klefanum sem hljóðritaði öll sam-
töl flugstjóranna.
Til þessa hafa 48 lík fundist en
alls voru 162 um borð í vélinni
þegar hún fórst, en hún var á leið-
inni frá Indónesíu til Singapúr. - gb
Svarti kassinn fundinn:
Flugriti AirAsia
dreginn á land
FRAKKLAND Um miðjan dag í gær
var Marais-hverfið í París morandi
af lögreglu- og hermönnum. Fleiri
hverfum var síðan bætt við og stefnt
var að því að þúsundir hermanna
væru komnar út á götur borgarinn-
ar í dag. Hermennirnir áttu að gæta
öryggis fólks, færi svo að ofstækis-
menn reyndu að gera fleiri árásir, í
beinu framhaldi af voðaverkunum
í París í síðustu viku. Manuel Valls
forsætisráðherra sagði hættuna enn
vera fyrir hendi.
Jafnframt stendur yfir viðamikil
leit að hugsanlegum vitorðsmönnum
Kouachi-bræðra og félaga þeirra,
Amedy Coulibaly. Franskir ráða-
menn skýrðu frá því að sex menn
gengju líklega enn lausir og standi
leit að þeim yfir.
Hayat Boumeddienne, eiginkona
Coulibalys, var sögð komin til Sýr-
lands í fylgd með karlmanni. Þang-
að hefði hún komið strax á fimmtu-
daginn í síðustu viku, eða daginn
eftir að Kouachi-bræður myrtu tólf
manns á og fyrir utan ritstjórnar-
skrifstofur skopblaðsins Charlie
Hebdo. Þann sama dag skaut eigin-
maður hennar lögreglukonu til bana,
en daginn eftir tók hann hóp manna
í gíslingu í matvörubúð í Marais-
hverfinu. Hann féll svo ásamt fjór-
um gíslum á föstudaginn, um svip-
að leyti og Kouachi-bræðurnir féllu
fyrir skotum lögreglu skammt fyrir
utan París.
Tengsl árásarmannanna þriggja
eru rakin til ársins 2005 þegar
Coulabaly og Cherif Kouachi sátu
saman í fangelsi. Coulabaly er tal-
inn hafa tengsl við Íslamska ríkið en
Saí Kouachi, eldri bróðir Cherifs, er
sagður hafa tengsl við al-Kaída. - gb
Þúsundir hermanna sendar út á götur Parísar:
Sex vitorðsmenn
sagðir ganga lausir
ÖRYGGIS-
GÆSLA
Byrjað var á
Marais-hverf-
inu, en þar
eru íbúarnir
margir hverjir
gyðingar.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KÚBA, AP Stjórnvöld á Kúbu hafa
látið 53 pólitíska fanga lausa
samkvæmt samningi, sem gerð-
ur var við Bandaríkin í síðasta
mánuði.
Lausn fanganna er eitt þeirra
skilyrða, sem Bandaríkin settu
fyrir bættum samskiptum
ríkjanna eftir hálfrar aldar gagn-
kvæman fjandskap.
Bæði Bandaríkin og Kúba
hafa verið treg til að birta nöfn
þeirra fanga sem látnir hafa
verið lausir. Bandaríkjastjórn
staðfesti hins vegar í gær að
þeir hefðu verið látnir lausir.
Óljóst er þó hvort þeir hafi
allir setið í fangelsi. Sumir gætu
þegar hafa verið látnir lausir, en
búið við ferðahömlur og aðrar
takmarkanir sem nú hefur verið
aflétt.
Allir eru þeir þó sagðir hafa
hlotið dóm fyrir að krefjast póli-
tískra réttinda eða umbóta. - gb
Kúba stendur við samning:
Hefur látið tugi
fanga lausa
RAUL CASTRO Kúbuforseti og Banda-
ríkjaforseti kynntu samkomulagið sam-
tímis í síðasta mánuði. NORDICPHOTOS/AFP
ÞÝSKALAND „Ekki hrópa slag-
orð,“ voru fyrirmælin frá René
Jahn, einum af forsvarsmönnum
PEGIDA-hreyfingarinnar í Þýska-
landi, til væntanlegra þátttakenda
í mánudagsmótmælum hreyfing-
arinnar í gær. Hann sagði fyrir-
fram gefið að fjölmiðlar myndu
snúa út úr öllum slagorðum í nei-
kvæðum fréttaflutningi.
Þátttakendur urðu þó engan
veginn við þessari bón, því þar
mátti sjá ýmis slagorð á mót-
mælaskiltum. Þar á meðal skilti
við mynd af Angelu Merkel
Þýskalandskanslara með orðsend-
ingu til hennar: „Frú Merkel, hér
er þjóðin.“ Merkel hafði í hátíðar-
ræðu sinni um jólin farið hörðum
orðum um tilkall PEGIDA-hreyf-
ingarinnar til þess að vera ein-
hvers konar rödd þýsku þjóðar-
innar.
Ekki urðu heldur margir þátt-
takendur við þeirri ósk forsvars-
manna PEGIDA um að mæta til
mótmælanna með sorgarborða
vegna atburðanna í París í síðustu
viku, sem kostuðu sautján manns
lífið. Nokkrir mættu þó með svört
skilti með áletruninni „Ég er
Charlie“. Flestir lögðu þó áherslu
á að voðaverkin í París sönnuðu
að þörf væri á því að berjast gegn
„íslamsvæðingu Vesturlanda“.
Mánudagsmótmæli PEGIDA-
hreyfingarinnar hafa nú verið
haldin tólf sinnum frá því í októ-
ber. Í fyrstu voru þátttakendur í
Dresden aðeins nokkur hundruð,
en þeim hefur fjölgað hratt.
Heiko Maas dómsmálaráðherra
hafði hvatt fólk til þess að mæta
ekki til mótmælafunda PEGIDA-
hreyfingarinnar. Hann hefur
einnig sagst helst vilja banna
þessar samkomur.
Tugir þúsunda mættu engu
að síður til mótmælafundanna í
Dresden og fleiri borgum Þýska-
lands í gær, en jafnframt mættu
tugir þúsunda til þess að sýna
andstöðu sína við PEGIDA-hreyf-
inguna í flestum sömu borgun-
um. Þar á meðal Dresden, Leip-
zig, Berlín og München.
Í München komu að minnsta
kosti 20 þúsund manns saman til
þess að mótmæla PEGIDA undir
slagorðinu „München er litrík“.
„Ef við fyllumst ótta, þá hafa
þeir sigrað,“ sagði Dieter Reiter,
borgarstjóri í München, og vísaði
til ódæðismannanna frá París.
gudsteinn@frettabladid.is
Mótmæli gegn mótmælum
Tugir þúsunda héldu út á götur Þýskalands í gær til þess að lýsa andstöðu við PEGIDA-hreyfinguna, sem einn-
ig efndi til sinna vikulegu mótmæla gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“. Þangað mættu líka tugir þúsunda.
PEGIDA Í
DRESDEN
„Frú Merkel,
hér er þjóðin,“
stendur á skilti
við mynd af
Angelu Merkel
kanslara, sveip-
aðri slæðu og
dapurri á svip.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
RANNSÓKNIR Óskað hefur verið eftir tilboðum
í leigu á allt að þremur togurum til að annast
togararall Hafrannsóknastofnunar í mars.
Aðeins annað rannsóknaskip stofnunarinnar
tekur þátt í rallinu. Fleiri skip en áður eiga
þess kost að taka að sér verkefnið.
Verkefnið Stofnmælingar botnfiska á
Íslandsmiðum (togararall) hefur farið fram
frá árinu 1985 en það er mikilvægur þáttur
í árlegu mati á stofnstærð botnfiska. Rann-
sóknaskipið Árni Friðriksson mun einnig taka
þátt í rallinu eins og undanfarin ár en ekki er
gert ráð fyrir þátttöku Bjarna Sæmundsson-
ar. Útboðið nær til þriggja skipa og gefinn er
kostur á tilboðum til eins, þriggja eða fimm
ára.
Togararallið hefur mikið vægi í stofnmati
og veiðiráðgjöf helstu veiðistofna. Einnig fást
upplýsingar um útbreiðslu og líffræði fjöl-
margra annarra fisktegunda. Rannsókna-
svæðið er umhverfis allt Ísland, frá grunnslóð
og niður á 500 metra dýpi, og alls er togað á
um 600 stöðvum.
Það vekur eftirtekt að auk skilyrða um
lengd, breidd og stærð togaranna í tonnum er
gert að skilyrði að vistarverur séu hreinar og
snyrtilegar og vinnuaðstaða nægilega rúmgóð
og björt. - shá
Aðeins annað rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar tekur þátt í stofnmælingu botnfiska í mars:
Fleiri skip eiga kost á að sjá um togararallið
LJÓSAFELL SU Svokallaðir Japanstogarar hafa sinnt
rallinu mörg undanfarin ár– en fleiri koma til greina
nú. MYND/LOÐNUVINNSLAN
Ef við fyllumst ótta, þá
hafa þeir sigrað.
Dieter Reiter,
borgarstjóri í München
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
E
8
-C
B
0
8
1
7
E
8
-C
9
C
C
1
7
E
8
-C
8
9
0
1
7
E
8
-C
7
5
4
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K