Fréttablaðið - 13.01.2015, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 13. janúar 2015 | SKOÐUN | 13
Það var nokkuð
kyndugt fyrir
kunnugan að
fylgjast með
þeim umræðum
sem spunnust
um Ríkisútvarp-
ið við lokaaf-
greiðslu fjárlaga
fyrir 2015 núna
fyrir áramót-
in. Til að skilja
skringilegheitin þarf þó að líta eitt
ár aftur í tímann – til afgreiðslu
fjárlaga fyrir 2014, en fyrstu drög
að þeim voru kynnt í október 2013.
Þá var nýlokið rekstrarári RÚV
2012/13 sem skilaði hagnaði, líkt
og þrjú af fjórum rekstrarárum
frá hruni höfðu gert. Samanlagt
höfðu þessi fjögur heilu rekstrar-
ár skilað hagnaði og rekstur RÚV
verið í ágætu jafnvægi, þrátt fyrir
stöðugan niðurskurð á þjónustu-
tekjum frá 2008. Þeim ítrekaða
niðurskurði var einfaldlega mætt
með hagræðingu og annarri aðlög-
un í rekstri.
Við lokaafgreiðslu fyrrgreindra
fjárlaga fyrir 2014 lá fyrir sú
ákvörðun eiganda Ríkisútvarps-
ins, Alþingis fyrir hönd þjóðarinn-
ar, að umfang RÚV ætti að minnka
um sem svaraði 500 milljónum
króna. Þetta var stefnumarkandi
ákvörðun, væntanlega að tilhlut-
an menntamálaráðherra og fjár-
málaráðherra, til þriggja ára –
2014, 2015 og 2016. Menn þurftu
sem sagt ekki að fara í neinar graf-
götur um það lengur hverjar væru
tekjuforsendur fyrir rekstri RÚV
næstu þrjú árin og óhjákvæmileg
afleiðing þessa væri m.a. að árs-
störfum hjá RÚV þyrfti að fækka
um 60. Forystumenn RÚV börðust
gegn þessari ákvörðun af fremsta
megni en þetta varð niðurstaða
Alþingis og þar með lög í landinu.
Stjórn RÚV samþykkti í nóvem-
ber 2013 með sjö atkvæðum gegn
tveimur, eftir ítarlega umfjöllun,
að ráðast í nákvæmlega útfærða
hagræðingu sem myndi skila ofan-
greindri niðurstöðu – 500 milljóna
króna sparnaði. Óhjákvæmilega
yrði þrátt fyrir það tap á rekstrar-
árinu 2013/14, enda talsvert liðið
á árið þegar ákvörðun Alþingis
lá fyrir, en reksturinn yrði aftur
kominn í jafnvægi strax árið
eftir. Öllum var ljóst að þetta yrðu
harkalegar og erfiðar aðgerðir
sem myndu framkalla mótmæli
bæði þeirra sem áttu hagsmuna
að gæta og ekki síður þeirra sem
báru hag og hlutverk Ríkisút-
varpsins í samfélaginu einlæglega
fyrir brjósti. Ákvörðun Alþingis lá
hins vegar fyrir og við henni varð
að bregðast.
Heyktust á eigin ákvörðun
Það er skemmst frá því að segja
að stjórn RÚV heyktist á eigin
ákvörðun strax við fyrstu mót-
báru. Allrafyrst sá þó undir ilj-
arnar á menntamálaráðherranum
sem hljóp svo hratt frá sjálfum
sér að svo virtist sem fjórir fætur
væru á lofti í senn. Stjórnarmenn-
irnir flestir fylgdu svo ráðherran-
um fast eftir á flóttanum. Þessari
atburðarás lauk síðan með því að
stjórnin valdi einn úr sínum hópi
sem útvarpsstjóra – og sameigin-
lega lét hann og stjórnin stóran
hluta af fyrrgreindri hagræðingu
ganga til baka. Þetta þótti ýmsum
fallega gert og mildilega. Þegar
upp var staðið reyndist þetta hins
vegar hinn mesti hermdargreiði
við Ríkisútvarpið og ekki síður
starfsmenn þess. Ef þessar aðgerð-
ir hefðu gengið eftir væri núna
komið jafnvægi á rekstur RÚV og
rauntekjuaukningin á árinu 2015
hefði öll getað farið í aukna dag-
skrárgerð.
Fyrsta rauntekjuaukning í sex ár
Og þá er komið að kyndugheitun-
um sem nefnd voru í byrjun grein-
ar. Rauntekjur RÚV frá ríkissjóði
aukast nefnilega um meira en 200
milljónir króna milli áranna 2014
og 2015 og er það í fyrsta skipti
í sex ár sem það gerist. Nú hefði
mátt ætla að forystumenn RÚV
hefðu unað nokkuð bærilega við
svo búið – 200 milljónir til viðbót-
ar við það sem ákveðið var fyrir
ári og þeir gátu reiknað með. Nei,
frá stjórn RÚV kom ályktun sem
sagði m.a. að þetta myndi „… leiða
til stórfelldra breytinga á hlut-
verki, þjónustu og starfsemi Rík-
isútvarpsins með stórtækari nið-
urskurðaraðgerðum en áður hafa
sést hjá félaginu“. Ha? Það var
verið að auka framlag ríkisins til
félagsins um meira en 200 millj-
ónir króna að raungildi! Og frá
„vinum“ RÚV komu greinar með
fyrirsögnum á borð við „Leift-
ursókn öfgafólksins gegn RÚV“,
„Herförin gegn RÚV“ og „Hams-
laust niðurrif“. Og einn „vinur-
inn“ sagði í grein: „Ríkisútvarpið
sætir grimmilegri og grímulausri
pólitískri aðför um þessar mund-
ir, líklega þeirri alvarlegustu
sem dæmi eru um í langri sögu
útvarps í almannaþágu á Íslandi.
Aðförin miðar beinlínis að því að
veikja fjárhagslega og menningar-
lega stöðu RÚV til frambúðar. Nú
skal látið sverfa til stáls.“ Sjaldan
hafa stærri orð fallið af minna til-
efni um málefni RÚV. Með leyfi
að spyrja: Hvað hefðu stjórn RÚV
og „vinirnir“ sagt ef framlög-
in hefðu verið skorin niður fyrst
hægt var að segja þetta þegar þau
voru aukin um meira en 200 millj-
ónir að raungildi? Halda menn að
svona þvættingur um stöðu mála
gagnist RÚV? Almenningur virt-
ist allavega ekki láta blekkjast.
Aðeins um 300 manns mættu á
einhvern best auglýsta mótmæla-
fund ársins þar sem poppstjörnur
og fleiri listamenn tróðu þó upp.
Vígreifur bæjarstjóri okkar Eyja-
manna benti á að þetta hefði verið
innan við helmingur þess fjölda
sem mætti á handboltaleik hjá B-
liði ÍBV í sömu viku.
Skrýtin yfirlýsing
Það var svo til að kóróna kyndug-
heitin þegar Fréttablaðið hafði
þetta eftir útvarpsstjóranum: „Það
er ekki búið að teikna upp nein nið-
urskurðaráform og er ekki í undir-
búningi.“ Þetta getur aðeins þýtt
annað af tvennu: a) Harmkvælin
sem rakin voru hér að framan, og
þegar stjórn RÚV hótaði „… stór-
tækari niðurskurðaraðgerðum
en áður hafa sést …“, voru ósönn
og innihaldslaus og engin þörf á
niðurskurði; b) Yfirstjórn RÚV
ætlar sér ekki að stilla útgjöldum
til jafns við tekjurnar skv. fjárlög-
um, heldur halda áfram þeim bull-
andi taprekstri sem var á nýloknu
rekstrarári – og láta skeika að
sköpuðu.
Í stað þess að sigla nú lygnan
sjó með reksturinn í jafnvægi,
eins og væri ef aðgerðirnar í árs-
lok 2013 hefðu verið látnar ná fram
að ganga, er reksturinn nú í upp-
námi með endurtekinni óvissu
fyrir starfsmenn. Og ekki nóg með
það: flestir þeir sem mesta reynslu
og þekkingu höfðu á rekstri RÚV
voru reknir, nokkrir til viðbótar
hættu af sjálfsdáðum þegar þeir
sáu hvað verða vildi, og það góða
fólk sem kom í staðinn á flest það
sameiginlegt að hafa enga reynslu
né þekkingu á rekstri fjölmiðla
yfir höfuð. Árangurinn er m.a.
sá, þrátt fyrir afburða starfs-
fólk, að nær allar kennitölur sem
notaðar eru sem mælikvarði á
frammistöðu RÚV lækkuðu á síð-
asta ári: Hlutur RÚV í sjónvarps-
áhorfi landsmanna minnkaði;
hlutur Rásar 2 í útvarpshlustun
landsmanna minnkaði (Rás 1 jók
hlut sinn lítillega); áhorf á frétt-
ir RÚV minnkaði; traustið á RÚV
sem stofnun minnkaði og traustið
á fréttastofu RÚV minnkaði. Og
reksturinn sjálfur breyttist úr
hagnaði í tap sem ekki sér fyrir
endann á, þrátt fyrir rauntekju-
aukningu á fjárlögum.
Á reiki um RÚV
RÚV
Páll Magnússon
fv. útvarpsstjóri
EKKERT PINN
ENGIN HEIMILD
PINNIÐ
Á MINNIÐ
Nú verður þú að nota pinnið. Frá og með 19. JANÚAR
kemur græni takkinn á posanum ekki lengur til hjálpar ef
þú manst ekki pinnið þitt. Ef þú stað festir ekki með pinni
þá áttu á hættu að fá ekki heimild fyrir greiðslunni.
Vertu klár með pinnið.
UNDANTEKNINGAR
• Ef þú getur ekki notað pinnið vegna fötlunar eða af heilsu-
fars ástæðum skaltu ræða við útgefanda kortsins, banka eða
spari sjóð. Útgefendur greiðslukorta eiga sértækar lausnir sem
kunna að gagnast þér.
• Ef kortið þitt er án örgjörva skrifar þú áfram undir
greiðslukvittun.
www.pinnid.is
ÍS
LE
N
SK
A
/S
IA
.I
S/
FG
M
7
23
49
0
1/
15
➜ Rauntekjur RÚV frá ríkis-
sjóði aukast nefnilega um
meira en 200 milljónir króna
milli áranna 2014 og 2015 og
er það í fyrsta skipti í sex ár
sem það gerist.
Merkilegt hvað ríkis-
stjórnin er næm á þarfir
stóreignafólks en hefur
lítinn sans fyrir lífi þeirra
sem munar um 200 kr. af
hverri matarkörfu og
1.500 kr. á mann fyrir
leyfi til að njóta náttúru
landsins. Ríkisstjórnin
fælist frá að leggja skatta
á atvinnugreinar sem
búa við velsæld vegna
gengisfalls krónunnar og lækk-
andi olíuverðs en finnst ekkert
mál að skutla alls kyns sköttum á
almenning.
Náttúruskattinn á að
sjálfsögðu ekki að leggja
á Íslendinga, þeir eru
búnir að borga malbik-
ið, brýrnar og umferðar-
merkin allan hringinn.
Gistináttagjald er ágæt
leið, því ekki gista aura-
litlir Íslendingar á hótel-
um. Einfaldara væri þó að
setja skattinn á þær leið-
ir sem útlendingar nota
til að fara um landið. Þeir ganga
ekki Gullna hringinn eða að Detti-
fossi. Þeir nota þrjár leiðir; kaupa
sig inn í hópferð, leigja sér bíl eða
koma með farartæki til landsins.
Allt leiðir sem Íslendingar nota
afar sjaldan. Miðað við veltutöl-
ur myndi hóflegur náttúruskatt-
ur á bílaleigur, skipulagðar hóp-
ferðir og farartæki sem koma
með Norrænu afla þessa eina og
hálfa milljarðs sem náttúrupass-
inn á að koma í hús. Það þarf ekki
að gera sér vonir um að þessi ein-
falda leið verði farin, til þess er
ríkisstjórnin of næm á hagsmuni
öflugra fyrirtækja og ættingjar
fjármálaráðherra eiga hagsmuna
að gæta í tveimur af stærstu hóp-
ferðafyrirtækjum landsins.
Ofurnæm ríkisstjórn
FERÐAÞJÓNUSTA
Sverrir Björnsson
hönnuður
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
E
9
-2
8
D
8
1
7
E
9
-2
7
9
C
1
7
E
9
-2
6
6
0
1
7
E
9
-2
5
2
4
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K