Fréttablaðið - 13.01.2015, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.01.2015, Blaðsíða 32
13. janúar 2015 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 24 BAKÞANKAR Erlu Bjargar Gunnarsdóttur Draumar geta stund- um verið fyrir ein- hverju en ég held að oftast séu draumar um eitthvað, það er að segja um það sem er í gangi í lífi okkar. „Draumar eru flókið fyrirbæri og enginn veit nákvæmlega hvað þeir eru, hvaðan þeir koma og hver til- gangur þeirra er. En það eru til ótal kenningar,“ segir Valgerður H. Bjarnadóttir, félagsráðgjafi með BA-gráðu í heildrænum fræðum með áherslu á draumavinnu. Hún hefur í gegnum tíðina hald- ið fjölda námskeiða og veitt ráð- gjöf um drauma. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á draumum. Mig dreymdi mikið og mundi draumana mína vel sem barn.“ Valgerður segir ríkjandi til- hneigingu til þess að líta á drauma sem forspárfyrirbæri eða ómark- tæka, en hún vill hins vegar meina að draumar búi yfir dýpri merk- ingu. „Draumar geta stundum verið fyrir einhverju en ég held að oftast séu draumar um eitt- hvað, það er að segja um það sem er í gangi í lífi okkar og þeir gefa okkur þá einhvers konar nýja sýn á það. Oft eru þeir að segja okkur um fortíðina, eitthvað sem er óunnið í okkur. Ótta eða sorg, kvíða eða eitt- hvað sem við erum einhvern veg- inn að burðast með og höfum ekki verið tilbúin að vinna úr.“ Valgerð- ur segir að þegar að draumarnir koma upp í meðvitund einstaklinga sé það vísbending um að þeir séu tilbúnir til þess að vinna með og úr viðfangsefni draumsins. Hún segir drauma þó ekki ein- Alltaf haft mikinn áhuga á draumum Valgerður H. Bjarnadóttir hefur í gegnum tíðina haldið fj ölda draumanámskeiða. VALGERÐUR Valgerður H. Bjarnadóttir segir drauma vera flókið fyrirbæri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Það er algjörlega mitt hugðarefni að öll börn fái tækifæri til þess að læra í gegnum hreyfingu á faglegan og skemmtilegan hátt,“ segir Krist- ín Einarsdóttir, höfundur kennslu- aðferðarinnar Leikur að læra. „Ég er búin að vera að þróa þetta í sjö ár og á síðasta ári hætti ég að kenna og er nánast bara í þessu,“ segir Kristín, sem hefur mikla trú á verkefninu. „Rannsóknir á heila- starfsemi barna styðja við náms- efnið. Öll börn elska hreyfingu og þetta hentar sérstaklega vel fyrir börn með greiningar á ofvirkni og athyglisbresti.“ Leikur að læra er kennsluaðferð þar sem börnum á aldrinum tveggja til tíu ára eru kennd öll bókleg fög í gegnum leiki og hreyfingu. Krist- ín er menntaður íþrótta- og grunn- skólakennari en hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar hún kenndi á yngsta stigi. Hún segir námsefninu hafa verið vel tekið. „Síðastliðin tvö ár hafa yfir þúsund kennarar komið á námskeið og foreldrar eru mjög áægðir með þetta. Núna er ég líka komin með foreldranámskeið, sýni foreldrum hvernig er hægt að kenna börnunum heima án þess að vera sitjandi við borð,“ segir Kristín en næst á dagskránni er að halda til Noregs og kynna Leik að læra þar. Nánari upplýsingar um kennslu- aðferðina er hægt að nálgast á leik- uradlaera.is. - gló Hefur helgað sig hugðarefni sínu Kristín Einarsdóttir hefur undanfarin sjö ár þróað kennsluaðferðina Leikur að læra. KRISTÍN Er menntaður íþrótta- og grunnskólakennari. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ungis gefa vísbendingu um óunna erfiðleika. „Draumar geta bæði hjálpað okkur að sjá það sem er erf- itt og það sem við þurfum að vinna úr. En hjálpa okkur ekki síður að sjá auðinn sem við búum yfir og mögu- leikana sem við höfum.“ Með því að vinna með og taka mark á draum- unum geti fólk nýtt draumana sér til góðs. Valgerður hefur í gegnum árin haldið námskeið þar sem hún meðal annars hjálpar fólki við að vinna með og nýta drauma sína. „Það sem ég er að reyna að gera er í rauninni að miðla þekkingu til fólks um það hvernig hægt er að nýta svefn draumana sína, til þess að skilja sjálft sig betur, til þess að taka markvissari ákvarðanir í lífinu og svo framvegis.“ Næsta draumanámskeið Valgerð- ar fer fram þann 22. janúar í Lygnu og hefst klukkan sjö. Frekari upp- lýsingar um Valgerði og námskeið hennar má nálgast á vefsíðunni vanadis.is. gydaloa@frettabladid.is Adele er sögð ætla að kaupa glæsivillu við sjávarsíðuna í Mal- ibu. Þar ætlar hún sér að semja tónlist og slaka á með eigin- manni sínum, Simon Konecki, og tveggja ára syni þeirra, Angelo. Söngkonan vinsæla á fyrir íbúð í Los Angeles og hús í borginni Brighton á Englandi. „Adele er að undirbúa endurkomu sína í tón- listina. Hún vill verja tíma í hljóð- veri í Los Angeles og einnig geta slakað á í ró og næði við hafið,“ sagði heimildarmaður. „Hún elsk- ar að búa við sjóinn í Brighton og hefur því einnig fengið sér hús við sjóinn í Malibu.“ Adele kaupir hús í Malibu ADELE Söngkonan ætlar að slaka á við sjávarsíðuna í Malibu. Níunda hljóðversplata Belle and Sebastian, Girls in Peacetime Want to Dance, kemur út eftir eina viku. Upptökustjóri var Ben H. Allen III, sem hefur unnið með Animal Collective og Gnarls Barkley. Fjögur ár eru liðin síðan síðasta plata sveitarinnar kom út og nefndist hún Belle and Sebastian Write About Love. Skoska hljómsveitin mun fylgja nýju plötunni eftir með tónleika- ferð sem hefst í Cardiff í Wales, 3. maí. Sveitin er einnig vænt- anleg á tónlistarhátíðina All Tomorr ows Parties sem verður haldin á Ásbrú í sumar. Styttist í nýja plötu frá Belle STUART MURDOCH Murdoch og félagar gefa út plötuna Girls in Peacetime Want to Dance eftir eina viku. NORDICPHOTOS/GETTY Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 8, 10:20 6, 9 7 5:50 10 ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK CHICAGO SUN TIMES LOS ANGELES TIMES WASHINGTON POST TAKEN 3 KL. 5.30 - 8 - 10.30 UNBROKEN KL. 6 - 9 THE HOBBIT 3 3D KL. 6 – 9 NIGHT AT THE MUSEUM 3 KL. 5.30 - 8 MOCKINGJAY– PART 1 KL. 10.15 TAKEN 3 KL. 5.30 - 8 - 10.30 TAKEN 3 LÚXUS KL. 10 THE HOBBIT 3 3D 48R KL. 5 – 8 - 10 THE HOBBIT 3 LÚXUS 3D 48R KL. 4 - 7 NIGHT AT THE MUSEUM 3 KL. 3.30 - 5.45 - 8 EXODUS KL. 7 MOCKINGJAY - PART 1 KL. 10.15 MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 4.30 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ KYSSTU rauðhaus-dagurinn eða Kiss A Ginger Day var haldinn hátíðlegur í sjö- unda skipti í gær. Dagurinn er andsvar við Sparkaðu í rauðhaus-daginn sem er einmitt haldinn í nóvember. Jú, endilega. Kyssumst meira. Spörkum minna. Svo fór ég aðeins að spá í þennan ímyndarhernað og tilganginn. Gúgglaði brandara um rauðhærða sem eru óhemju margir og ganga allir út á að rauð- hærðir séu ófríðir og eigi enga vini: Hvern- ig gerir þú rauðhaus ringlaðan? Með því að senda honum vinabeiðni á Facebook. Hvað kallast myndarlegur kærasti rauðku? Fangi. ÉG VARÐ alls ekki fyrir mikilli stríðni sem krakki. Var spurð einu sinni hvort það væri kviknað í hárinu á mér. Sá hinn sami fékk á kjaftinn og ég var ekki spurð aftur. Nú hugsa einhverjir: Ein- mitt! Rauðhærð og skapstór! En það er einmitt ein mýtan af mörgum um rauð- hærða. Rauðhærðir ku líka vera orð- hvassir og beinskeyttir. Sagt var um Önnu í Grænuhlíð að skapið stóra væri í stíl við hárið. ÉG FÉKK sjálf viðurnefnið Rauða hætt- an þegar ég var lítil, vegna uppátækja og skapofsakasta. Ég vil reyndar meina að það sé of mikið gert úr meintri óþægð vegna háralitarins. Sögurnar verða bara svo miklu skemmtilegri. Rauðhærð, hás og kolvitlaus, eins og lítill djöfull. Bróðir minn var miklu brjálaðri en ég. En hann lítur út eins og engill. Ljóshærður með geislabaug. Það segir enginn sögurnar af honum í jólaboðunum! ÞAÐ ER LITRÍKT safnið af rauðhærð- um skúrkum. Bókmennta- og kvikmynda- sagan er yfirfull af rauðhærðum nornum, hórum og hrekkjusvínum. Ein merkilegasta rauðhærða söguhetjan að mínu mati er þó vel falin í sögunni. Það er hún Lilit, fyrsta kona Adams. En Lilit fór frá Adam því hún þoldi ekki karlrembuna í honum og neitaði að vera honum undirgefin. Þannig að hún fékk sér nýjan elskhuga, sjálfan djöfulinn. Þá var Eva sköpuð úr rifbeini Adams svo konan yrði eftirleiðis þæg og góð. Eva var ekki rauðhærð. ÞANNIG að þrátt fyrir að sagan bjóði rauðhærðum stúlkubörnum ekki upp á mjög hefðbundnar fyrirmyndir þá eigum við alla vega fyrsta femínistann. Koss fyrir því! Óþekkir rauðhausar 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 E 8 -F 7 7 8 1 7 E 8 -F 6 3 C 1 7 E 8 -F 5 0 0 1 7 E 8 -F 3 C 4 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.