Fréttablaðið - 13.01.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.01.2015, Blaðsíða 18
FÓLK|HEILSA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Einn efnilegasti körfuknattleiksmaður lands-ins, Kristinn Pálsson, leikur með unglingaliði ítalska félagsins Stella Azzurra Roma í Róm auk þess sem hann stundar nám í alþjóðlegum skóla í sömu borg. Kristinn hefur verið lykilmaður í nokkrum yngri landsliðum Íslands undanfarin ár og þykir afar efnilegur og fjölhæfur leikmaður; sterkur varnarmaður, góður skotmaður auk þess að vera mjög góður liðsmaður. Lífið í Róm er ævintýralegt fyrir þennan 17 ára pilt; veðurfarið er milt, borgin einstaklega falleg þar sem sagan lifnar við á hverju götuhorni auk þess sem ítalski maturinn skemmir ekki fyrir hjá lystar- miklum ungum íþróttamanni. Hann segir daglegt líf í Róm vera nokkuð þægilegt. „Ég bý í stórri íbúð fyrir utan íþrótta- húsið með hinum strákunum. Við höfum nánast allt til alls auk þess sem stutt er í bæði skólann og íþróttahúsið. Dæmigerður dagur hefst í skólanum kl. 8.30 en ég er kominn heim um kl. 15.30. Þá fer ég beint að lyfta og við tekur æfing um sexleytið sem stendur yfir í þrjá tíma. Þegar heim er komið fer ég yfirleitt fljótlega að sofa enda tekur yfirleitt sama stífa dagskráin við daginn eftir.“ Lið Kristins leikur í öflugustu unglingadeild Evr- ópu en lið hans komst nýlega í úrslitakeppni átta bestu unglingaliða Evrópu. „Sjálfur hef ég staðið mig nokkuð vel, bæði í leikjum og á æfing- um og er fyrirliði bæði hjá 18 og 19 ára liðinu. Þar sem klúbburinn er áhugamannafélag leikur hann ekki í efstu deildinni á Ítalíu en hefur hins vegar gott orð á sér fyrir öflugt unglingastarf.“ Ítalía er ein sterkasta körfuboltaþjóð Evrópu og á í dag fjóra leikmenn í NBA- deildinni. Einn þeirra, Andrea Bargnani, spilaði með klúbbnum í upphafi ferilsins. HEILLANDI BORG Kristinn segist kunna vel við sig í Róm enda sé hún afskaplega falleg og margt hægt að skoða. „Það fylgir svo mikil saga þessari fallegu borg og það er einmitt það sem heillar mig svo mikið við hana og raunar alla Ítalíu; hér lifa landsmenn sig enn þá inn í söguna og þann tíma þegar Rómverjar réðu hér ríkjum fyrir mörgum öldum.“ Ítalía er paradís fyrir mataráhugamenn og Krist- inn er þar engin undantekning. „Mér líkar mjög vel við matinn hér á Ítalíu. Dæmigerð máltíð saman- stendur af forrétti sem er alltaf pasta, hrísgrjón eða súpa. Aðalrétturinn er yfirleitt kjöt með salati eða kartöflum. Auðvitað pöntum við stundum pitsu en hún er svakalega góð hérna. Þegar við fáum svo frí, sem gerist ekki oft, kíkjum við stundum á McDonalds enda verður maður stundum að leyfa sér smá.“ Hann segir það stórt stökk að fara frá Njarðvík til Rómar. „Það er alltaf best að vera heima í Njarðvík þar sem búa nokkur þúsund manns en hér í Róm búa nokkrar milljónir. Því hefur tekið smá tíma að venjast þessu en það kemur bara með tímanum. En þrátt fyrir að vel hafi gengið sakna ég auð- vitað fjölskyldunnar auk vina minna. Það er stundum erfitt að vera svona langt í burtu og missa af öllu því sem þau eru að gera heima á Íslandi.“ ■ starri@365.is NÁM OG BOLTI Í BORGINNI EILÍFU EFNILEGUR LEIKMAÐUR Eitt mesta efni í íslenskum körfubolta spilar körfubolta í Róm á Ítalíu í vetur ásamt því að stunda nám. Hann segir borgina heillandi, matinn frábæran og liðið hans komst nýlega í úrslitakeppni bestu unglingaliða Evrópu. SJALDAN FRÍ „Þegar við fáum svo frí, sem gerist ekki oft, kíkjum við stundum á McDonalds enda verður maður stundum að leyfa sér smá,“ segir Kristinn Pálsson, körfuboltamaðurinn efnilegi. MYND/ERNIR Heilsufyrirtækið Core ehf. hóf nýlega innflutning á þessum ljúffengu heilsudrykkjum frá breska fram-leiðandanum Cawston Press. Fyrirtækið hefur framleitt holla og bragðgóða drykki í rúmlega aldar- fjórðung. Undirstaða flestra drykkjanna eru handtínd fersk epli sem eru pressuð innan við 48 tímum eftir að þau koma af trjánum. Ekki er notað eplaþykkni eins og algengt er. Drykkirnir eru svo bragðbættir með engifer, rabarbara og rauðrófusafa svo dæmi séu nefnd. RAUÐRÓFUSAFI „Rauðrófusafinn frá Cawston Press er einstaklega ljúffengur. Hann er bragðbættur með einu fersku epli til þess að draga úr jarðarbragðinu sem fylgir rauðrófunni. Safinn er hrein og klár næringarsprengja en margir flokka rauðrófur og rauðrófusafa sem ofurfæðu,“ segir Kamilla Sveinsdóttir, markaðsstjóri Core ehf. Safinn er að sögn Kamillu stút- fullur af vítamínum, steinefnum og öðrum hollustuefnum. Má þar nefna C-vítamín, fólínsýru, járn, magnesíum, kopar, kalíum, mangan, fosfór, trefjar, andoxun- arefni og nítrat. „Dagleg neysla á rauðrófusafa hefur meðal annars jákvæð áhrif á blóðþrýsting og blóðflæði,“ segir Kamilla. Hún segir niðurstöður allmargra rannsókna benda til þess að neysla á rauðrófusafa geti haft veruleg áhrif til lækkunar á blóð- þrýstingi og koma áhrifin nánast strax í ljós. „Þú bókstaflega finnur breytinguna og vel- líðunina.“ Kamilla segir rauðrófusafa jafnframt hafa gagnast mörgu íþróttafólki, ekki síst fólki sem stundar úthalds- íþróttir. „Margir íþróttamenn hafa talað um að árangur aukist umtalsvert. Rauðrófan hefur æðavíkkandi áhrif sem veldur því að líkaminn getur flutt meira af súrefnis- ríku blóði til vöðva. Þetta eykur úthald og frammistaðan verður betri, jafnvel við langvarandi álag,“ útskýrir Kamilla. RAUÐRÓFUSAFINN FRÁ CAW- STON PRESS: ● Er vítamínsprengja ● Eykur úthald og bætir frammistöðu ● Lækkar háþrýsting ● Örvar meltinguna ● Er talinn mjög góður fyrir húð og ýmsa húðsjúkdóma vegna hreins- andi eiginleika EPLA- OG ENGIFERSAFI Eplin hjá Cawston Press eru sér- valin og pressuð innan 48 tíma frá því þau eru tínd. Cawston notar nokkrar mismunandi epla- tegundir. Má þar nefna Bramley og Jonagold. Ekki er um að ræða eplaþykkni eins og algengt er. Epla- og engiferdrykkurinn er bragðbættur með engifer og hefur blandan unnið til fjölda verðlauna. Meðal annars gull- verðlauna á Great Taste Awards 2010, 2011, 2012 og 2013, en hátíðin er nokkurs konar Óskarsverðlauna hátíð matarheimsins. „Lykillinn að ferskleikanum er að eplin eru handtínd og pressuð um leið og þau koma af trjánum. Þau eru ekki geymd í vöruhúsi eins og hjá mörgum framleið- undum. Þetta er frábær drykkur. Við fjölskyldan tökum þennan alltaf með lýsinu á morgnana,“ segir Kamilla. Í EPLA- OG ENGIFERSAFANUM FRÁ CAWSTON PRESS ER: ● Enginn viðbættur sykur ● Engin rotvarnarefni ● 99% pressuð epli og 1% engifer ● Cawston-drykkirnir fást í öllum helstu matvöruversl- unum. FERSKLEIKINN Í FYRIRRÚMI CORE EHF. KYNNIR Safarnir frá Cawston Press eru þeir ferskustu sem völ er á. Þeir hafa hlotið fjölda gullverðlauna. Meðal annars á Great Taste Awards 2010, 2011, 2012 og 2013, en hátíðin er ein sú virtasta í heimi. FERSKIR OG BRAGÐGÓÐIR Cawston Press hefur framleitt holla og bragðgóða drykki í rúmlega aldarfjórðung. MYND/VILHELM 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 5 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E 9 -E 9 6 8 1 7 E 9 -E 8 2 C 1 7 E 9 -E 6 F 0 1 7 E 9 -E 5 B 4 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.