Hagskýrslur um fiskveiðar - 01.02.1919, Blaðsíða 20
18
Fiskislcýrslur 1917
22
III. Arður af hlunnindum,
Produit de la péche interieure, la chasse aux phoques et l’oisellerie.
A. Hrognkelsaveiði.
La pcche du lompe.
Um hrognkelsaafla var fyrst getið sjerstaklega í skýrslum 1913.
Sundurliðaðar skýrslur um aflann 1917 eru i töflu XVII og XVIII
(bls. 50 — 62). Samkvæmt því var hrcgnkelsaaflinn á öllu landinu
685 þúsund á móts við 643 þúsund árið áður.
B. Smáufsaveiði.
La pcche de petit colin.
Um þessa veiði voru fyrst gefnar skýrslur árið 1913. Sundur-
liðaðar skýrslur um þann afla 1917 eru í töflu XVII og XVIII (bls.
50—62). Allur aflinn af smáufsa samkv. skýrslum þessum hefir verið:
1915 ......... 1 151 hl
1916 ......... 538 —
1917 ......... 2 330 —
C. Lax- og silungsveiði.
La péche du saunion et de la truite.
Síðan skýrslur hófust um það efni hefir lax- og silungsveiði
verið talin svo sem hjer segir:
Lax, tals Silungur, tals
1897—1900 meðaltal.. 2 857 249 200
1901—1905 — 6 443 345 400
1906—1910 — 4 572 302 600
1911—1915 — 10 690 375 400
1912-1916 — 11 762 386 300
1916 10 738 447 800
1917 9 703 377 567
Tölur þessar benda til þess, að árið 1917 hafi laxveiði verið
minni en í meðallagi, og minni en næsta ár á undan. En silungs-
veiði hefir að tölunni til verið nálægt meðallagi, en langtum minni
heldur en árið á undan. Reyndar er hæpið að bera saman veiðina
eftir tölunni einni, því að stærðin og þyngdin getur verið mjög mis-
munandi. í silungsveiðinni þetta ár er t. d. minna af murtu úr Þing-
vallavatni heldur en árið á undan (123 þús., en 172 þús. árið áður).