Hagskýrslur um fiskveiðar - 01.02.1925, Side 12
8
Fiskiskýrslur 1922
Á skránni um þilskipin (bls. 2—8) er skýrt frá veiðitíma flest-
allra skipanna og á hvaða tíma árs þau gengu til veiða.
Tala útgerðarmanna og útgerðarfjelaga þilskipa hefur
verið undanfarin ár:
Útgerðar- Skip Lestir Útgerðar- Skip Lestir
menn á hvern á hvern menn á hvern á hvern
1913 .. . .. 54 2.8 177.7 1918 .. ... 103 1.7 76.5
1914 .. . . . 66 2.1 141.3 1919 .., ... 100 2.0 51.9
1915 .. ... 78 2.1 141.3 1920 .. ... 117 1.6 116.9
1916 .. ... 110 1.9 106.4 1921 .. , , .. 121 1.5 110.5
1917 .. ... 121 1.7 98.1 1922 . . ... 141 1.5 108.3
1912 — 17 fjölgar útgerðarmönnum, en skipatala og lestarúm á
hvern minkar. 1918—19 fækkar þeim, en 1920—22 fjölgar þeim aftur
töluvert. Árið 1919 og 1920 hækkar meðaltal lestarúmsins á hvern út-
gerðarmann mikið vegna þess að botnvörpungum fjölgar þá mikið, en
síðustu tvö árin hefur það aftur heldur lækkað. Árið 1921 og 1922
koma 11/2 skip á hvern útgerðarmann að meðaltali, en árið 1912 komu
3V2 á hvern að meðaltali. Árið 1922 var hlutafjelagið Kveldúlfur í
Reykjavík stærsta útgerðin. Hjelt það úti 4 skipum, er voru samtals
1 507 lestir. En skipatalan var hæst hjá H. B. Stephensen & Co á
Bíldudal og Hinum sameinuðu íslensku verslunum á ísafirði, er hjeldu
hvorir úti 9 skipum, en þau voru svo smá, að lestatalan alls var ekki
nema á borð við einn botnvörpung hjá hvorum þeirra.
Meðaltal skipverja á þilskipum um allan veiðitímann hefur verið
svo sem hjer segir:
Meðaltal Meðaltal
Skipverjar á skip Skipverjar á skip
1913 2316 15.5 1918 2 427 13.5
1914 2 037 14.8 1919 2 671 13.5
1915 2 365 14.7 1920 2 567 13.6
1916 2 847 13.9 1921 2 567 13.8
1917 2 945 13.8 1922 .... . 3 023 13.9
Árið 1922 var tala skipverja á .þilskipum meiri en nokkru sinni
áður, rúml. 3 þús. manns. 1912—18 hefur meðalskipshöfnin farið mink-
andi, en síðustu árin hefur hún ofurlítið hækkað aftur. Árið 1922 var
var meðalskipshöfn á botnvörpungum 26.0 manns, á öðrum gufuskipum
17.3, á seglskipum 13.4 og á mótorskipum 11.2 manns.