Hagskýrslur um fiskveiðar - 01.02.1928, Blaðsíða 8
6
FisUiskýrslur 1926
Meðalstærð fiskiskipanna hefir verið svo sem hjer segir:
1917 1922 .... 70.1 lestir
1918 .... 43.8 — 1923 ..... .... 73.5 —
1919 . . .. 45.4 — 1924 .... 73.6 —
1920 .... 72.4 — 1925 .... 78.2 —
1921 .... 72.0 — 1926 . .. . 88.4 —
1918 lækkar meðalstærð skipanna mikið og stafar það af sölu botn-
vörpunganna haustið 1917. Árið 1920 hækkar meðalstærðin aftur mjög
mikið vegna þess að svo margir botnvörpungar bætast þá við. Síðan
hefur meðalstærðin lítið breyst, þangað til síðustu tvö árin, að hún hefur
hækkað töluvert.
Árið 1925 voru gerðir hjer út 47 botnvörpungar eða 7 fleiri heldur
en næsta ár á undan. 5 botnvörpuskip voru keypt frá útlöndum (Karls-
efni, ]úpiter, Clementína, Hafstein og Hávarður ísfirðingur) og auk þess
voru ensku skipin í Hafnarfirði 2 fleiri en árið áður. Af þeim botnvörpu-
skipum, sem stunduðu hjer veiðar 1925 fórust 3 (Leifur hepni, Ása og
íslendingur), en 4 bættust við árið 1926, sem keypt voru frá útlöndum
(Eiríkur rauði, Gyllir, Hannes ráðherra og Olafur), en ensku skipin sem
gerð voru út frá Hafnarfirði voru 2 færri en árið áður. Voru þannig
gerð hjer út 46 botnvörpuskip árið 1926. Auk botnvörpunganna var hjer
aðeins gert út 1 fiskigufuskip árið 1921. En þessum skipum hefur fjölg-
að svo síðustu árin, að 1924 voru þau orðin 21, en 27 árin 1925 og
1926. Eru það síldveiðaskip og línuveiðaskip. Með mótorskipum eru taldir
mótorbátar, sem eru stærri en 12 lestir. Slíkum bátum hefur mjög fjölg-
að á síðari árum. Flestir voru þeir 1925, en nokkru færri 1926. Segl-
skipum hefur aftur á móti fækkað mjög, í sum hefur verið settur mótor,
svo að þau flytjast yfir í mótorskipadálkinn, en önnur dottið úr sögunni.
Fyrir 1904 var allur þilskipaflotinn seglskip, en 1926 var aðeins gert út
1 seglskip. Árin 1925 og 1926 skiftist fiskiflotinn þannig hlutfallslega
eftir tegundum skipanna.
1925 1926
Tals Lestir Tals Lestir
Seglskip 3.9 o/o 1.5 0/o 0.4 0/0 0.1 o/o
Mótorskip .... 70.3 — 25.4 — 71.3 — 20.6 —
Botnvörpuskip . 16.4 — 60.7 — 17.8 — 67.2 —
Onnur gufuskip 9.4 — 12.4 — 10.5 — 12.1 —
Samtals lOO.o % lOO.o o/o lOO.o o/o lOO.o %
Svo sem sjá má á töflu I (bls. 1) er mest fiskiskipaútgerð frá
Reykjavík. Árið 1926 gengu þaðan 44 skip eða rúml. V6 hluti fiskiskip-
anna, en 44°/o af lestarrúmi skipanna kom á Reykjavíkurskipin, enda eru
flestir botnvörpungarnir gerðir þar út. Vestmannaeyjar voru að vísu hærri