Hagskýrslur um fiskveiðar - 01.02.1928, Blaðsíða 14
12
Fiskiskýrslur 1926
fiskatölu, er samanburðurinn í yfirlitinu bygður á fiskatölunni og hefur
því þilskipaaflanum árin 1912—26 og því af bátaaflanum 1913—26 sem
gefið hefur verið upp í þyngd, verið breytt í tölu eftir hlutföllum þeim,
sem skýrt er frá í Fiskiskýrslum 1913, bls. 11*—12*, sbr. Fiskiskýrslur
1915, bls. 9*. Þó hefur kolinn sem aflaðist á botnvörpunga 1912—26
ekki verið tekinn með í yfirlitið, enda þykir líklegast, að koli sá, sem
aflast hefur árin þar á undan, hafi að mestu eða öllu fallið úr skýrslum þá.
Árið 1925 hefur afli sá, sem yfirlitið nær yfir, orðið meiri en
nokkru sinni áður, 552/3 milj. fiska á þilskip og báta alls, en árið
1926 hefur aflinn orðið miklu minni, 41J/2 milj. fiska. Miðað við
meðalaflatölu áranna 1921—25 hefur aflinn 1925 orðið um 15V2 milj.
fiskum meiri, en aflinn 1926 aðeins tæpl. IV2 milj. fiskum meiri heldur en
meðalafli þessara ára og bátaaflinn hefur orðið heldur minni 1926 heldur
en meðalafli áranna á undan.
í 4. yfirliti (bls. 11*) er sýnd þyngd aflans árið 1925 og 1926
miðað við nýjan flattan fisk. Þilskipaaflanum, sem gefinn hefur verið upp
í öðru ástandi, hefur því verið breytt í nýjan fisk flattan og afhöfðaðan
eftir þeim hlutföllum, sem skýrt er frá í Fiskiskýrslum 1915, bls. 9*. Nýi
fiskurinn, sem getið er um í skýrslum botnvörpunga, mun hvorki vera
flattur nje afhöfðaður, og hefur honum því (að undanskildu heilagfiski,
skötu og öðrum fisktegundum) verið breytt í nýjan fisk flattan, með því
að draga þriðjung frá þyngd hans. Því af bátaaflanum, sem gefið hefur
verið upp í tölu, hefur einnig verið breytt í þyngd samkvæmt hlutföllum
þeim, sem tilfærð eru í Fiskiskýrslum 1913, bls. 11* —12*, í sambandi
við hlutföllin milli fullverkaðs fisks og nýs.
Þyngd aflans 1926 hefur þannig orðið 98 miljón kg eða um 37
miljón kg minni heldur en árið 1925, er hann var 135 milj. kg. Aflinn
skiftist þannig hlutfallslega niður á þilskipin og bátana síðustu árin:
1922 1923 1924 1925 1926
Botnvörpuskip 40.5 % 40.o % 52.3 % 56.4 °/o 46.1 °/o
©nnur þilskip 21.4 — 21.4 — 19.6 — 17.7 — 24.1 —
Mótorbátar (minni en 12 tonna) 25.4 — 27.0 — 19.2 — 17.2 — 20.6 —
Róörarbátar 12.7 — 11.6 — 8.9 — 8.7 — 9.2 —
Samtals lOO.o % lOO.o »/o 100 0 % lOO.o % lOO.o %
Hlutdeild þilskipanna í aflanum fer vaxandi, var 70°/o af aflanum
1926 og heldur meiri 1924 og 1925. Aftur á móti fer hlutdeild bátanna
minkandi.
Eftirfarandi hlutfallstölur sýna, hvernig aflinn 1926 skiftist hlutfalls-
lega eftir þyngdinni á einstakar tegundir fiska á botnvörpuskipum, öðrum
þilskipum, mótorbátum og róðrarbátum.