Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2008, Blaðsíða 2
„Þetta er einhvers konar heimsku- leg manngæska, og nú sitjum við uppi með þá,“ segir Dagný Þorsteins- dóttir sem nú er orðin andamamma. Dagný var á Sæbraut á leið í Blóma- val ásamt dóttur sinni og barnabörn- um þegar bíllinn fyrir framan hana keyrði yfir fullvaxta önd og ungahóp hennar sem voru á leið yfir götuna. Hún tók móðurlausa ungana að sér eftir slysið. Bjargað eftir eltingarleik „Mamman flattist út og ungarnir tvístruðust út um allt. Umferðin hélt áfram og þeir voru eins og flugur í dekkjamergðinni,“ segir Dagný og kallar ungana heppna að hafa ekki hlotið örlög móðurinnar. Hún segir fjölskylduna hafa keyrt upp á næsta kant og þar hafi mikil leit verið gerð að ungunum. Þeir hlupu út um allt og hurfu tveir þeirra meðal annars undir steyptan hljóðvegg við Sæbrautina. Fjölskyldunni tókst að bjarga þeim öllum fimm eftir mikinn eltingarleik. Dagný reyndi að koma ungunum í fóstur í bæði Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum og Grasagarðinum. Í Húsdýragarðinum voru starfsmenn- irnir hættir að taka við móðurlausum ungum, en í Grasagarðinum undu þeir sér illa. Dagný segir ekki hafa komið til greina að koma þeim fyrir á Reykjavíkurtjörn í gin mávanna. Háma í sig skjaldbökufóður Hún sá sér þá þann kostinn væn- stan að taka þá að sér sjálf. „Við keyptum hænsnanet og smíðuðum búr og litla skál fyrir þá til að synda í,“ segir Dagný. Þegar vel lætur fá þeir að taka sundsprett í barnasundlaug Dagnýjar. Hún segir miklar vanga- veltur hafa komið upp um hvaða fæði henti andarungum best. Upp úr dúrnum hafi komið skjaldbökufóð- ur úr gæludýraverslun sem ungarnir háma í sig og er ekki annað á þeim að sjá en þeim líki vel. Ungarnir eru því í góðu yfirlæti og þurfa ekkert að óttast, nema helst heimilisköttinn sem sniglast stund- um í kringum þá. Líklegast myndi mannanafna- nefnd gera athugasemd við nafngift- ir unganna. Fjögurra ára dóttursonur Dagnýjar skírði þá Einn, Tveir, Þrír, Fjórir og Böðvar. Unginn Böðvar hét áður Fimm, en hlaut nafnbreytingu í höfuðið á kjaftaglöðum fjölskyldu- vini, enda tístir mikið í honum. Þetta helst föstudagur 11. júlí 20082 Fréttir DV - þessar fréttir bar hæst í vikunni Samfylkingarfólk í Grinda- vík sagði upp samstarfi sínu við Sjálfstæðis- flokkinn um meirihluta í bæjarstjórn. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, oddviti Samfylk- ingarinnar, sagði meirihlutaslitin eiga sér drjúgan aðdraganda og að skortur á samskiptum og trún- aðarbrestur væru meginorsök- in. Sigmar Eðvarðssyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Grindavíkur, var brugðið þegar blaðamaður DV hringdi í hann og spurði hann út í tíðindin. Þá hafði Sigmar ekkert heyrt af því að samfylkingarfólk væri að segja sjálfstæðismönnum upp. Meirihlutaskipti í Grindavíkmiðvikudagur 9. júlí 20082 Fréttir DV Bensínverð lækkar Stóru bensínstöðvarnar lækkuðu allar verð á eldsneyti í gær. Skeljungur og Olís lækk- uðu verð á bensínlítranum um 2,50 krónur en dísillítr- anum um 1,50 krónur. Kostar bensínlítrinn nú 174,90 krón- ur í sjálfsafgreiðslu en dísil- lítrinn 192,30 krónur. Lækkun N1 var öllu minni, eða 1,50 króna á bensínlítrann og ein króna á dísillítrann. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað og krónan styrkst undanfarna daga og voru því margir orðnir langeygir eftir bensínlækkunum hér á landi. Lækkar hægar en það hækkaði „Við erum í þeirri stöðu, líkt og allir aðrir sem reka heimili eða fyrirtæki, að vaxtakostn- aður hefur margfaldast,“ segir Magnús Ásgeirsson, innkaupa- stjóri N1. Hann segir því líklegt að bensínið muni lækka hægar en það hækkaði. „Þetta tekur alls staðar í. Það er sama hvort maður er heima hjá sér með gíróseðil eða hér í fyrirtækinu, hér eru bara stærri tölur,“ segir Magnús. Magnús hefur einnig áhyggj- ur af spennu milli Bandaríkja- manna og Írana þessa dagana, því óheillaspor stigin þar geta haft mjög neikvæð áhrif á bens- ínverð hér á landi. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Geir Jón Þórisson Sæma rokk Oft er gott sem gamlir kveða „Hann er vel gerður karlinn og kann á þessu tökin. Ef menn kunna réttu handtökin er hægt að taka nið- ur mjög öfluga menn.“ Þetta segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn um gamlan starfsfélaga, Sæmund Pálsson, betur þekktan sem Sæma rokk. Eins og DV sagði frá í gær gerði Sæmi sér lítið fyrir um helgina og yf- irbugaði trítilóðan hnífamann sem hafði ráðist inn á heimili hans. Sæ- mundur verður 72 ára í lok mánaðar- ins en maðurinn sem hann yfirbugaði var árið 2000 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, líkamsárás og árás á lögreglumenn. Sæmundur, sem vann lengi sem lögreglumaður, sagði að ekki hefði komið annað til greina enda hefði maðurinn verið í annarlegu ástandi. Sæmundur vann lengi sem lögreglu- maður og var meðal annars und- ir stjórn Geirs Jóns á Seltjarnarnesi. „Hann var alltaf til fyrirmyndar og kunni vel til verka. Hann var mjög öflugur og í góðu formi. Hann talaði menn til í ýmsum aðstæðum og það þekktu hann allir,“ segir Geir Jón sem er í sumarfríi í Vestmannaeyjum. Hann hlær þegar hann er spurð- ur hvort til greina komi að ráða Sæma til sérverkefna á vegum lögreglunn- ar. „Hann myndi örugglega nýtast í ákveðnum kringumstæðum. Það er oft gott að hafa reynslumikla menn til taks við ýmsar aðstæður,“ segir Geir en bendir þó á að af því verði líklega ekki þar sem Sæmi er kominn á aldur. „Oft er gott sem gamlir kveða,“ bætir Geir Jón við að lokum. baldur@dv.is Sæmundur Pálsson Yfirbugaði vopnaðan glæpamann. Geir Jón Þórisson Segir Sæma hafa verið fyrirmyndarlögregluþjón. Tveir teknir fyrir lyfjaakstur Tveir menn voru teknir fyrir grun um akstur undir áhrifum fíkniefna aðfaranótt þriðjudags. Lögreglan á Akranesi hafði af- skipti af þeim og var fyrri maðurinn stöðvaður klukkan hálf átta og sá seinni hálf tvö. Báðir mennirnir voru send- ir í blóðprufu og svo skýrslutökur. Beðið er nú niðurstaðna blóðrannsókna og eru mennirnir frjálsir ferða sinna þangað til. Bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar í Grindavík er sprunginn. Jóna Kristín Þorvalds- dóttir, forseti bæjarstjórnar og odd- viti Samfylkingarinnar í Grindavík, lýsti því yfir í gær við Sjálfstæðisfé- lagið í Grindavík að hún hygðist slíta meirihlutasamstarfinu. Jóna Kristín og aðrir samfylkingarmenn í Grinda- vík hófu nýjar meirihlutaviðræður við bæjarfulltrúa Framsóknarflokks- ins í gærkvöldi. Kjörnir bæjarfulltrúar í Grinda- vík eru sjö talsins. Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsóknarflokkur hafa allir tvo bæjarfulltrúa og Frjáls- lyndi flokkurinn einn. Landakaup orsök slitanna Jóna Kristín segir að mjög hafi skort á upplýsingaflæði og samráð á milli flokkanna í veigamiklum mál- um á þessu kjörtímabili. „Allt frá þessum landakaupum í byrjun kjör- tímabilsins hafa verið að koma upp stór og smá mál sem lýsa ákveðnum vinnubrögðum. Það er komið nóg að okkar mati og við höfum reynt til þrautar að halda þessu meirihluta- samstarfi áfram,“ segir hún Jóna Kristín vísar þar til deilumáls sem kom upp í upphafi kjörtíma- bilsins þegar Bláa lónið keypti stórt landsvæði í landi Járngerðarstaða og Hópstorfu af landeigendafélaginu þar sem Grindavíkurbær var meðal eigenda. Það mál var meðhöndlað án vitundar bæjarstjórnarmanna í Grindavík. Oddviti sjálfstæðismanna hafi vitað um stöðu mála, en aðr- ir bæjarfulltrúar hafi ekki vitað um það fyrr en undir lokin. Bláa lónið seldi svo Hitaveitu Suðurnesja ný- lega umrætt landsvæði, en Hitaveit- an er stærsti hluthafinn í Bláa lón- inu. „Upphafið er landakaupamálið í byrjun kjörtímabilsins og það sem nú fyllir mælinn er mál af sama meiði þar sem gengið er framhjá sveitarfé- laginu. Eitt skipti er nóg, annað er of mikið,“ segir Jóna Kristín. Furðulegt að frétta um málið í DV Sigmar Eðvarðsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, varð undrandi þegar blaðamaður leit- aði viðbragða hjá honum við því að meirihlutinn væri sprunginn. „Ég er bara mjög hissa og þú ert þá að segja mér fréttir,“ segir hann. Sigmar seg- ir að hann hygðist sjálfur reyna að ræða við framsóknarmenn í Grinda- vík. „Að sjálfsögðu reyni ég að mynda nýjan meirihluta með Framsóknar- flokknum. Það svarar hins vegar eng- inn í símann hjá þeim.“ Hann vísar því að samskiptaleysi hafi verið í meirihlutanum á bug og segir: „Það að ég skuli fá það staðfest af blaðamanni að það hafi orðið slit á meirihlutasamstarfi, finnst mér ansi slakt. Ég vísa þessum samskiptaörð- ugleikum af okkar hálfu þannig til föðurhúsanna.“ Sigmar segir jafnframt að það sé ekki á hans könnu að tilkynna bæj- arstjórn um innbyrðisviðskipti fyrir- tækja sem eiga sér stað í Grindavík. „Það er langeðlilegast að þeir aðilar sem eiga með viðskiptin tilkynni þau til annarra hluthafa í landareign- inni.“ VaLGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valur@dv.is „að sjálfsögðu reyni ég að mynda nýjan meiri- hluta með Framsóknar- flokknum. Það svarar hins vegar enginn í sím- ann hjá þeim.“ SAMFYLKINGIN SpArKAr SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM Jóna Kristín Þorvaldsdóttir Oddviti Samfylkingar sleit meirihlutasamstarfinu í gær. Sigmar Eðvarsson Grindavík Samfylking ræddi nýtt meirihluta- samstarf við Framsóknar- flokkinn í gærkvöldi. Kviknaði í bíl þriggja presta Þrír pólskir prestar og tveir samferðamenn þeirra lentu í hættu þegar ökumaður bíls þeirra sofnaði undir stýri um fjögurleytið í gær. Skipti þá engu að bíllinn lenti utan veg- ar nálægt bænum Sveinsdal í Vatnsdal. Mennirnir kom- ust þó að mestu ómeiddir frá veltunni og hugðust sækja far- angur sinn í bílinn en urðu frá að hverfa þegar eldur kvikn- aði í bílnum. Að sögn lögreglumanns á vakt virðist sem steinn hafi skollið á vélinni og það ásamt hitanum varð til þess að eld- urinn blossaði upp. Mennirnir fimm voru allir sendir á Heilbrigðisstofnun- ina á Blönduósi til skoðunar. Í byrjun vik- unnar leit út fyrir að manni, sem hefur verið ásakaður um kynferðisleg brot gegn níu börn- um, yrði sleppt úr haldi lögreglu. Héraðsdóm- ur Reykjaness hafði þá hafnað því að fram- lengja gæsluvarðhald yfir honum. DV.is greindi frá því um síðustu helgi að börn manns- ins með núverandi konu hans hefðu verið sett í fóstur og næsta dag greindi DV frá því að hann mætti ekki koma heim til sín ef hann losn- aði úr haldi. Hæstiréttur úrskurðaði hins vegar að maðurinn skyldi vera áfram í gæsluvarðhaldi. Maðurinn hefur játað hluta brotanna að sögn verjanda hans. Brot gegn tveimur uppkomnum börnum hans eru fyrnd. Hann neitar hins vegar að hafa stundað eitthvað ósiðlegt með öðrum börnum sem hann er grunaður um. barnaníði G í fanGe si mánudagur 7. júlí 20086 Fréttir DV Derrick útskýrir símasvindlið Eftir ítrekaðar tilraunir blaða- manns til að ná í Nígeríusvindlarann Derrick Olof hafði hann loks árang- ur sem erfiði. Eins og DV greindi frá fyrir nokkru fengu fjölmargir Íslend- ingar smáskilaboð þar sem þeim var tilkynnt um vinning að fjárhæð 945 þúsund pund, andvirði um 160 milljóna króna. Þeim var síðan bent á tölvupóstfang umsjónarmannsins Derricks til að nálgast vinninginn. Saksóknari efnahagsbrotadeildar taldi víst að um svindl væri að ræða. Nú hefur loks náðst í Derrick, sem skýrir málið. Blaðamaður spurði í tölvupósti hvers konar símalottó Derrick ræki eiginlega, og hvað þyrfti að gera til að nálgast milljónirnar 160. Derrick lét ekki koma að tómum kofunum hjá sér, heldur svaraði öllu skýrt og skil- merkilega. Í ljós kom að hann starf- ar fyrir breska fyrirtækið The Mobile Phone Win sem stendur fyrir viku- legu símalotteríi. Sjálfvirk tölva velur símanúmer af handahófi úr símaskrám, upplýs- ingum stéttarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja sem aðgengilegar eru á vefnum. Þeir heppnu fá síðan stóra vinninginn. Þrátt fyrir að blaðamað- ur hafi hvorki tekið þátt í lottóinu né gefið upp símanúmer sitt í tölvu- bréfinu, komst Derrick fyrir ótrúlega skarpskyggni að því að símanúmer hans væri tengt vinningsmiða núm- er 3215/44. Heppni blaðamanns eru fá takmörk sett, enda býst hann nú fastlega við að fá vinninginn greidd- an út. Blaðamanni var síðan bent á ann- að tölvupóstfang og beðinn um að senda þangað ýmsar persónuupplýs- ingar á borð við nafn, aldur, atvinnu, heimilisfang og fleira. Athygli vekur að hvergi í ferlinu var blaðamaður krafinn upplýsinga um kreditkorta- númer eða annað sem Derrick hefði getað fært sér í nyt. Þvert á móti var- aði Derrick við því að óprúttnir aðil- ar gætu reynt að stela vinningnum. Getur verið að blaðamaður hafi dott- ið í lukkupottinn? Það kemur í ljós bráðlega, því hann hefur nú sent Soniu Upton, yfirmanni Derricks, tölvubréf með umbeðnum upplýsingum. Auk þess bað blaða- maður um staðfestingu á því að um raunverulegt fyrirtæki væri að ræða, enda aldrei of varlega farið. Hún kem- ur til með að veita allar upplýsingar um hvernig nálgast megi stóra vinn- inginn. hafsteinng@dv.is Heppinn? Er blaðamaður loks dottinn í lukkupottinn? Steindautt í Kauphöllinni Mesta ferðamannahelgi árs- ins í ofanálag við þá miklu nið- ursveiflu í efnahagslífinu sem Íslendingar ganga nú í gegn- um þýddi bara eitt í Kauphöll- inni á föstudag; nefnilega það að þá voru minnstu viðskipti með hlutabréf sem verið hafa á einum degi í næstum því tvö ár. Í Hálffimmfréttum Kaup- þings kemur fram að dagsveltan á hlutabréfamarkaði Kauphall- ar Íslands hafi aðeins verið 1.099 milljónir króna. Það er minni en alla aðra viðskiptadaga frá 9. ág- úst árið 2006. „Nei, hann má ekki koma heim,“ segir eiginkona háskólakennarans sem grunaður er um alvarleg kyn- ferðisbrot gagnvart níu börnum. Sum fórnarlambanna sem kært hafa manninn eru uppkomin, önn- ur eru barnung. Hann er grunaður um að hafa misnotað þrjú börn frá seinna hjónabandi og tvö börn sem nú eru uppkomin af fyrra hjóna- bandi. Þau mál teljast fyrnd. Lög- reglan rannsakar jafnframt meint brot mannsins á fjórum börnum utan fjölskyldunnar. Konan trúði á sakleysi háskóla- kennarans framan af og var reið fjölmiðlum fyrir að fjalla um málið. „Hann er saklaus. Ég er reið af því að það er búið að skrifa svo margt um manninn minn sem ekki er rétt,“ sagði eiginkonan í samtali við DV í maí síðastliðnum. Eiginkonan brosti Konan var í góðu jafnvægi þeg- ar blaðamaður DV bankaði upp á. Hún brosti hlýlega. Önnur dóttir hennar var með henni en sú hélt sig til hlés. Háskólakennarinn hefur játað hluta brotanna að sögn verjanda hans. Brot gegn tveimur uppkomn- um börnum hans eru fyrnd. Hann neitar hins vegar að hafa stundað eitthvað ósiðlegt með öðrum börn- um sem hann er grunaður um. Þau voru vinir barna háskólakennar- ans. Brot mannsins ná aftur til ársins 1980. Lögum um fyrningar í kyn- ferðisbrotamálum var breytt á síð- asta ári og hefur fyrningarfrestur verið afnuminn í slíkum málum. Samkvæmt eldri útgáfu laganna fyrnast slík brot á fimmtán árum frá því að fórnarlambið náði fjórtán ára aldri. Fylgist ekki með fjölmiðlum „Ég veit ekkert hvort hann kem- ur heim, ég fylgist ekki með fjöl- miðlum,“ segir núverandi eigin- kona háskólakennarans sem losnar úr gæsluvarðhaldi í dag eftir að Hér- aðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu ríkissaksóknara um áfram- haldandi gæsluvarðhald. Ríkissak- sóknari hefur kært þann úrskurð til Hæstaréttar. Komist Hæstaréttur að sömu niðurstöðu verður háskóla- kennarinn laus klukkan fjögur í dag. Ekki er búið að setja nálgunar- bann á manninn. Það er ekki hægt að setja nálgunarbann á mann sem er í gæsluvarðhaldi. Losni hann í dag verður það hins vegar skoðað, að sögn Ragnheiðar Harðardóttur aðstoðarríkissaksóknara. Flúði land tímabundið Háskólakennarinn hefur set- ið í gæsluvarðhaldi í tvo og hálf- an mánuð. Elstu brotin sem eru til rannsóknar voru framin árið 1980. Nýjustu brotin eiga að hafa átt sér stað síðastliðinn vetur. Maðurinn hafði ítrekað flutt yngri dætur sínar á milli skóla. Grunur hafði vaknað í einum skól- anna um að ekki væri allt með felldu. Um svipað leyti tilkynntu ná- grannar mannsins um að ofbeldi gegn börnum ætti sér stað í íbúð hans. Í kjölfar þessa fór maðurinn tímabundið úr landi með seinni eiginkonu sinni og tveimur dætr- um þeirra. Þegar heim var komið flutti maðurinn dæturnar í nýjan skóla. Enn á ný vaknaði grunur um að ekki væri allt með felldu. Starfsfólk óli valur pétursson blaðamaður skrifar olivalur@dv.is Einn viðmælenda DV orðaði það svo að þjóðinni myndi svíða þegar dómur verður birtur og fá mál hér- lendis, ef nokkur, kæm- ust í líkingu við þetta. Háskólakennarinn ekki velkominn 2 Þriggja ára barn lét lífið í Reykja- vík tveimur dögum eftir að botnlang- inn í því sprakk. Þá þegar höfðu foreldrar barnsins tvívegis farið með það sárkvalið til læknis en í bæði skiptin voru þau send heim. Það var síðan aðfara- nótt sunnudags fyrir rúmri viku sem foreldrar sáu að barnið var verulega illa hald- ið. Þá sótti heimilisfaðirinn sjúkraliða sem bjó í sama húsi og hann athugaði með barnið. Hann sá strax að það væri í lífshættu og hringdi því á sjúkrabíl. Barnið dó í sjúkrabílnum. Blóðeitrun reyndist banamein þess, blóðeitrunina fékk barnið eftir að botnlanginn sprakk. barn lést í sjúkrabílGullfalleg oguppáhald allra F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.isbesta rannsóknarblaðamennska ársins miðvikudagur 9. júlí 2008 dagblaðið vísir 123. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 Hægt er að gera góð kaup á útsölum en ekki er alltaf að marka auglýstan afslátt. Tvisvar til læknis en sent heim Barnið lést í sjúkrabíl Foreldrarnir harmi lostnir barnið lést eftir ranga greiningu sprunginn botnlangi kostaði þriggja ára barn lífið: BesTu og versTu úTsölurnarsamfylkingarfólk Hefur slitið stjórnarsamstarfi við sjálfstæðismenn í bæjarstjórn grinda-víkur. ástæðan er trúnaðarbrestur og lóðasala sem samfylkingarfólk fékk lítið að vita af. lóðaBrask og TrúnaðarBresTur KraftaverKamaðurinnfyrstur undir fallöxina neyTendur Fólk eric bevig, leikstjóri myndarinnar journey to tHe center of tHe eartH, fer fögrum orðum um leikkonuna anítu briem. FréTTir gunnar guðmundsson var Hetja Hjá Hk þegar Hann kom liðinu upp í efstu deild en nú geldur Hann fyrir slakt gengi liðsins. sporT 3 Ungarnir Einn, Tveir, Þrír, Fjórir og Böðvar eign- uðust nýja móður eftir að keyrt var yfir andamömmu. Dagný Þorsteinsdóttir varð ásamt fjölskyldu sinni vitni að því að keyrt var yfir andamömmuna. Fjölskyldan kom ungunum til bjargar og reyndi að koma þeim í fóstur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og Grasagarðinum en án árangurs. Nú una ungarnir sér vel hjá Dagnýju og fjölskyldu. hitt málið AndAmAmmA úr mAnnheimum Í barnalauginni ungarnir svamla alsælir um í einum hnapp í barnalaug dagnýjar. Í stuði unginn litli unir sér vel í faðmi barnabarna dagnýjar. Nýja fjölskyldan andarung- arnir mega prísa sig sæla með nýju fjölskylduna, ekki síst andamömmuna dagnýju. DV Fréttir mánudagur 7. júlí 2008 7 Skólabörn Kennari við Háskólann í reykjavík er grunaður um gróft kynferðislegt ofbeldi gegn eigin börnum og annarra, alveg frá árinu 1980. myndin tengist ekki frétt. Maðurinn kom oftsinnis og vitjaði dætra sinna í skólanum og var þar eins og grár köttur, eins og viðmælandi lýsti því. skólans, sem DV ræddi við, staðfesti þetta þegar eftir því var leitað. Mað- urinn kom oftsinnis og vitjaði dætra sinna í skólanum og var þar eins og grár köttur, eins og viðmælandi lýsti því. Þetta þótti benda til þess að samband hans við dæturnar væri á einhvern hátt óeðlilegt. Að lokum fór svo að yngsta dóttirin greindi frá sumum brotanna. Ákveðið hefur verið að birta ekki nafn mannsins til þess að vernda hagsmuni þeirra barna sem hann er grunaður um að hafa beitt kynferðislegu ofbeldi. Flakkað á milli skóla Staðfest er að sum brotanna sem maðurinn er grunaður um eru mjög gróf, nauðganir þar á meðal, en önnur eru talin minniháttar. Mað- urinn er sjálfur faðir fimm fórnar- lambanna. Eftir að grunur vaknaði um brot mannsins gegn dætrum sínum í einum skólanna tók við óvissa um hvað skyldi taka til bragðs. Sam- kvæmt heimildum DV vildu skóla- yfirvöld fara varlega í sakirnar, á þeim forsendum að maðurinn kæmi vel fyrir og dætrunum gengi vel í skólanum. Samkvæmt heimildum DV er um sérstaklega gróf brot að ræða. Einn viðmælenda orðaði það svo að þjóðinni myndi svíða þegar dómur verður birtur og fá mál hér- lendis, ef nokkur, kæmust í líkingu við þetta. Í almennum hegningarlögum er gert ráð fyrir því að sá sem hef- ur samræði við barn sitt megi sæta allt að tólf ára fangelsi. Þyngsta refsing fyrir nauðgun er sextán ára fangelsi. Má ekki koma heim Háskólakennarinn mun því koma að luktum dyrum heima hjá sér þegar og ef hann losnar úr gæsluvarðhaldinu í dag. Núver- andi eiginkona hans, sem trúði fyrst á sakleysi hans, hefur snúist gegn honum. Hún vill ekkert með hann hafa. „Hann má ekki koma út af mér og stelpunum,“ sagði eiginkonan að lokum. greiðir fjársekt eða fer í fangelsi sonur Hermanns Gunnarssonar, Hendrik Björn Hermannsson, er H verGi BanGinn þrátt fyrir að Hafa verið dæmdur til að Greiða rúmar 77 milljónir í fjárs ekt fyrir svik á vörslu- sköttum. standi Hann ekki í skilum við ríkissjóð þarf Hann að sitja 1 0 mánuði í fanGelsi. F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Fimmtudagur 6. maÍ 2008 dagblaðið vÍsir 81. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 besta rannsóknarblaða mennska ársins Háskólakennari sakaður um kynfe rðisBrot GeGn eiGin Börnum: TALINN HAFA SVÍVIRT FIMM BÖRN dv.is Sýktir kettir >> Kolbrún Jónsdóttir kattar æktandi vill að eftirlit með einangrunars töðv- um fyrir dýr sé hert af hálfu ríkisins. Tveir persneskir kett ir sem hún flutti til landsins komu mjög illa farnir úr einangrun. Annan þurfti að aflífa vegna smitandi sveppasýkingar en hinn fór í aðgerð á auga vegna alvarlegrar sýkingar sem ekk i var hirt um. sérstaklega gróf kynferðisb rot Meint brot stóðu í 15 ár Manninum vikið úr starfi skiPUlagðUrníðingUr LÖGREGLU GRUNAR AÐ AUSTURRÍS KI FJÖLSKYLDUNÍÐINGURINN JOSE F FRITZL HAFI ÞAULSKIPULAGT MI SNOTKUN OG PRÍSUND DÓTTUR SIN NAR FYRIR ÞREMUR ÁRATUGUM. fréttir MeintUr ölvUnar- akstUr kærðUr til lögreglU fréttir Brot gegn unglings- stúlku NeNad Milos suNdþjálfara er gefið að sÖK að hafa Meðal aNNars farið uNdir suNdbol stúlKuNNar og sýNt af sér aðra óviðeigaNdi hegðuN. sjálfur voNast haNN til að Málið fái réttláta Meðferð og býst við að hefja aftur stÖrf fljótlega. F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Fimmtudagur 22. maí 2008 dagblaðið vísir 90. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 dv.is besta rannsóknarblaðamennska ársins segir logið upp á eiginmanninn eiginkonan reið út í fjölmiðla stefnir séð og heyrt barNastjarNaN ruth regiNalds hefur stefNt tíMaritiNu séð og heyrt fyrir æruMeiðaNdi uMMæli er fjallað var uM deilur heNNar við NágraNNa. húN telur sig hafa verið ofsótta af NágrÖNNuNuM og hefur þurft að yfirgefa heiMili sitt. birtíNgur hafNar KrÖfuNNi. fréttir Eiginkonan trúir á saklEysi hásKólaKeNNari Nýtur fulls stuðNiNgs KoNu siNNar: strætóBílstjórar mótmæla >> Farþegar Strætó geta átt von á truflunum á tímaáætlun strætisvagna í dag þar sem bílstjórarnir mótmæla ómann- eskjulegum stjórnunarháttum yfirmanna og tímaáætlun sem stuðlar að ofsaakstri vagnstjóranna. Verði ekki hlustað á bílstjór- ana eftir átakið í dag boða þeir harðari aðgerðir. átta hafa kært kynferðisbrot Háskólakennarinn ekki velkominn Heim Grunaður um barnanauðgun maðurinn sem nú situr í gæsluvarð- haldi hafði ítrekað flutt börn sín á milli skóla. Yngsta dóttir hans greindi frá ofbeldinu. Að eiga og elska heimsins versta hund -Mjög fyndin ástarjátning ... Í bókinni Marley og ég er viðfangsefninu lýst af hlýju ... gamansemi og ástúð. New York Times -Fyndin og hjartnæm saga um fimmtíu kílóa Labrador sem var jafn tryggur og elskulegur og hann var óþekkur. People -Hugsanlega hugljúfasta bók ársins. Sannarlega hundavinabók ársins. USA Today MARLEY OG ÉG er bók sem allir hundaáhugamenn verða að lesa - og hinir líka. Marley og ég John Grogan Að eiga og elska heimsins versta hund Á metsölulista New York Times Frum- útgáfa í kilju HÓLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.