Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2008, Blaðsíða 6
föstudagur 11. júlí 20086 Fréttir DV Sandkorn n Mótmælin fyrir utan dóms- málaráðuneytið í vikunni hafa trekkt að marga þekkta og áhrifa- mikla menn í samfélaginu. Tón- listarmaðurinn Hörður Torfason hefur farið fyrir mót- mælunum, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann lætur pólitískar skoðanir sín- ar í ljós. Þá tóku þingmennirnir Jón Magn- ússon, Steingrímur J. Sigfússon og Bjarni Harðarson einnig þátt í mótmælunum. Varaþingmaður- inn Mörður Árnason var einnig á staðnum, sem og ritstjórinn Sigurjón M. Egilsson, sem brýnt hefur mótmælendur áfram í vik- unni á vef Mannlífs. n Vefmiðillinn eyjan.is hefur misst mikinn liðsstyrk. Magn- ús Sveinn Helgason, sem hefur farið ham- förum um fáránleika bandarískra stjórnmála undir nafn- inu Free- dom fries, hefur lagt upp laup- ana. Magnús, sem búsettur er í Bandaríkjunum, hefur notið mikilla vinsælda fyrir vandað og fyndið pólitískt blogg. Magnús segir frá því að hann sé að hefja störf á Markaðnum og það gangi ekki að skrifa á síðum tveggja fjölmiðla, sem eru í samkeppni við hvor annan. Þetta er slæmur tími fyrir Eyjuna, því gósentíð í bandarískum stjórnmálum er fram undan. n Anna Kristinsdóttir, fyrrver- andi borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins, er nýr mannréttinda- stjóri Reykjavíkurborgar. Athygli vakti að borgarráð skyldi sam- þykkja ráðningu Önnu einróma á fundinum. Anna var metin hæfust úr hópi tuttugu og þriggja umsækjenda um starfið. Það er ekki sjálfgefið að borgarráð samþykki slíkar mannaráðningar einróma, sérstaklega þar sem um fyrrverandi stjórnmálamann er að ræða. Stuðningur borgarráðs hlytur því að gefa Önnu byr undir báða vængi. Taka á Latabæjarvítamín af markaði vegna þess að þau innihalda aspartam og önn- ur sætuefni auk bragðaukandi efna. Enn er hægt að nálgast vítamínin í búðum. Ekki fékkst uppgefið hversu mikið magn aspartams eða annarra sætuefna væri að finna í Latabæjarvítamínum. Íþróttaálfurinn hætt- ur að selja aspartam „Í kjölfar umræðu í apríl um að vít- amínin hjá okkur innihéldu aspartam ákváðum við að taka þau af mark- aði. Við riftum framleiðslusamningi við Icepharma og nú er verið að at- huga hvort framleidd verða vítamín án þessara aukaefna,“ segir Guðmund- ur Haukur Magnason, framkvæmda- stjóri sölusviðs Latabæjar. „Verslanir geta selt þau vítamín sem þær eru með núna. Þegar þessi vara fór upphaflega á markað var þekking á sætuefnum ekki eins yfirgripsmikil og umdeild og hún er í dag. Við höfum tekið þá ákvörðun að sætuefni verði framvegis ekki í vör- um frá Latabæ,“ segir Guðmundur. Er innihaldið leyndarmál? Latabæjarvítamín innihalda sætu- efni eins og aspartam, xylitol og sorb- itol. Að auki er að finna bragðaukandi efni en ekki er tilgreint í innihaldslýs- ingunni hver þau eru nákvæmlega. Vafi hefur leikið á því hvaða auka- verkanir aspartam geti haft en sé þess neytt í mjög miklu magni getur það valdið krabbameini. Ic- epharma er dreifing- araðili Latabæjarvít- amínanna og þegar samband var haft við þá til að fá nákvæmlega hve mikið magn aspartams er í vítamínunum fengust ekki þær upplýsingar. Guðmundur hjá Latabæ gat heldur ekki gefið upp þær tölur. Starfsmaður Ice- pharma sagði að uppskriftir væru trúnaðarmál en það er skylda að tilgreina virk efni í innihaldslýs- ingu. Þó er ekki skylda að gefa upp hvað varan inniheldur mik- ið af sætuefnum og bindiefn- um. Icepharma fullyrti þó að sætuefnin væru í mjög litlu magni. Óþarfi að taka inn vítamín Ingibjörg Gunnars- dóttir, dósent í matvæla- og næringafræðideild við Háskóla Ís- lands, segist ekkert geta sagt til um hvort það sé slæmt eða gott að asp- artam sé að finna í Latabæjarvítamín- unum. „Það er nú reyndar almennt tal- að um það að fólk þurfi ekki að taka inn vítamín sé ráðlegg- ingum um mat- aræði fylgt. Hins vegar þarf að taka inn lýsi,“ segir Ingi- björg. Í júní á síðasta ári voru birtar niðurstöð- ur nýrrar rannsóknar á aspartami og krabba- meini í tilraunarottum. Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) er að leggja mat á framkvæmd og niðurstöðu rannsóknar- innar til þess að ákvarða hvort breyta þurfi þeim skammti af aspartami sem nú er miðað við að sé í lagi að neyta. Dagleg neysla „Það eru sett efri mörk um aspartamneyslu hjá Matvælaeftirlitstofnun Evrópu. Það magn af aspartami sem hættulaust er að neyta á dag miðað við að ekki valdi heilsutjóni er 40 milligrömm af aspartami á kíló á dag,“ segir Ingi- björg. „Ef þetta magn er yfirfært yfir á sykurlausan gosdrykk eru það um það bil fjórir og hálfur lítri á dag miðað við fullorðinn einstakling en börn þola minna magn. Þetta dag- lega neyslugildi er það magn sem fólk getur neytt daglega alla ævi án hættu á skaðlegum áhrifum,“ segir Ingibjörg. Hún bætir þó við að þessi mörk séu byggð á niðurstöðum um myndun á krabbameini. Ekki til rannsóknir Spurð um aspartammagn í vítam- íntöflum segir Ingibjörg að magn- ið í þeim sé væntanlega mjög lítið. „Í dag er ekki nægjanlega mikið vit- að um hugsanleg skaðleg áhrif asp- artams með tilliti til annarra þátta en krabbameins, svo sem höfuðverk eða liðverki. Það eru ekki til rannsókn- ir sem styðja þetta en það er heldur ekki hægt að rengja fólk sem held- ur því fram að það finni fyrir óþæg- indum eftir neyslu aspartams,“ segir Ingibjörg. „Við höfum tekið þá ákvörðun að sætuefni verði framvegis ekki í vörum frá Latabæ.“ ástrún friðbjörnsDÓttir blaðamaður skrifar astrun@dv.is Íþróttaálfurinn Álfurinn er hættur á aspartami. Umdeild bætiefni latabæjar- vítamínum er stefnt að börnum en innihalda aspartam.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.